Skessuhorn - 13.03.2019, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201928
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Á dögunum hlutu sveitarfélögin á
Snæfellsnesi platínu-umhverfisvott-
un EarthCheck fyrir frammistöðu í
umhverfis- og samfélagsmálum tíu
ár í röð. Mikið vatn hefur runnið til
sjávar frá því að ákvörðun var tek-
in um að standa vörð um umhverf-
ið á Snæfellsnesi með því að fram-
fylgja alþjóðlegum umhverfisstaðli
EarthCheck. Umhverfisvottunar-
verkefnið er fjölþætt. Að því koma
mjög margir aðilar enda er öflugt
samstarf og þekking lykillinn að
árangri. Bætt frammistaða á ýms-
um sviðum og viljinn til að gera
enn betur með skýrum og skráð-
um markmiðum skiptir mestu máli.
Það er einmitt starf á þeim grunni
sem færir okkur vottunina.
En í hverju birtist umhverfis-
starf Snæfellinga? Allt frá 2003
hafa sveitarfélögin haldið til haga
upplýsingum um auðlindanotk-
un og sorpmál á svæðinu. Tæp-
ur helmingur af öllu sorpi á Snæ-
fellsnesi fer í endurvinnslu (47,6%
árið 2018). Að koma sorpi í réttan
farveg er samvinnuverkefni allra
íbúa og fyrirtækja. Um helming-
ur allra hreinsiefna sem sveitarfé-
lögin kaupa eru með viðurkennd
umhverfismerki og nær allur papp-
ír er umhverfismerktur. Margvís-
legar aðrar upplýsingar gefa okkur
innsýn í stöðu svæðisins og hjálpa
okkur við að setja mælanleg mark-
mið. Sem dæmi um önnur verk-
efni má nefna að síðastliðin ár hafa
sveitarfélögin unnið að því í sam-
starfi við hagsmunaaðila að bæta
aðgengi ferðamanna að vinsælustu
áningarstöðum Snæfellsness. Það
skiptir miklu máli að viðhalda vin-
sælum viðkomustöðum, gæta nátt-
úru þeirra og tryggja að gestir fái
að njóta þeirra. Síðast en ekki síst
má nefna frábært starf skólanna á
Snæfellsnesi þar sem umhverfis-
mál eru í öndvegi og börnin njóta
góðs af. Nokkrir skólar eru þátttak-
endur í Grænfánaverkefni Land-
verndar sem eflir umhverfisvitund
yngri kynslóðarinnar. Börnin eru
framtíðin og það er okkar hlutverk
að sýna þeim í verki að umhverfið
skiptir lykilmáli.
Við Snæfellingar nýtum platínu-
viðurkenningu EarthCheck sem
hvatningu. Við erum staðráðin í
að halda góðri vinnu áfram og gera
enn betur!
Guðrún Magnea Magnúsdóttir.
Höf. er verkefnastjóri umhverfis-
vottunar Snæfellsness
Pennagrein
Umhverfisvottað
Snæfellsnes í tíu ár –
til hamingju Snæfellingar!
Ljósmynd Daníel Bergmann.
Þriðjudaginn 19. mars næstkomandi
flytur Sigrún Elíasdóttir, sagnfræð-
ingur frá Ferjubakka, fyrirlestur í
Snorrastofu í Reykholti. Hún mun
fjalla um aðstoð Bandaríkjastjórnar
við Íslendinga eftir síðari heimsstyrj-
öldina, kennda við þáverandi utan-
ríkisráðherra þeirra, George Mars-
hall. Í fyrirlestrinum verður leitað
svara við því hver hugmyndafræð-
in var á bakvið aðstoðina, hvernig
fjármagn hennar var nýtt og hver
aðkoma okkar ráðamanna var að
ákvörðunum í þeim efnum. Þá verð-
ur einnig skoðað hver framtíð lands-
ins hefði orðið án þessa erlenda fjár-
magns.
Sigrún Elíasdóttir er Borgfirð-
ingur, með MA gráðu í sagnfræði og
ritlist frá HÍ og hefur stundað sjálf-
stæð ritstörf undanfarin ár. Marshall
áætlunin og tæknivæðing Íslands var
lokaverkefni hennar í meistaranámi
í sagnfræði.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 í
Bókhlöðu Snorrastofu og að venju
er boðið til kaffiveitinga og um-
ræðna að honum loknum. Aðgangs-
eyrir er kr. 500 og allir eru hjartan-
lega velkomnir. -Fréttatilkynning
Marshalláætlunin og tækni-
væðing Íslands á fyrirlestri
Sigrún Elíasdóttir sagnfræðingur.
Nemendafélag Fjölbrautaskóla
Snæfellinga stóð fyrir góðgerðar-
viku dagana 4. til 8. mars. Málefnið
sem krakkarnir völdu var að hjálpa
jemenskum börnum í neyð en á tíu
mínútna fresti deyr barn í Jemen.
Fjáröflunin fólst í því að nemend-
ur skoruðu á hvern annan í alls kyns
áskorunum og hétu pening á þá ef
þeir stóðust áskorunina. Til dæm-
is mættu einhverjir nemendur í eitt
hundrað bolum í skólann. Þeir voru
reyndar tveir nemendur sem skiptu
þessu á milli sín og voru í fimm-
tíu bolum hvor. Einn nemandi fékk
áskorun um að vera heilan skóladag
í búri og stóðst það með miklum
glans. Hann var hinn brattasti þeg-
ar fréttaritari Skessuhorns kom við í
skólanum. tfk
Nemendur í FSN
héldu góðgerðarviku
Gunnar Ingi Gunnarsson nýtti skóladaginn til að glugga í bækur í búrinu.