Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Side 30

Skessuhorn - 13.03.2019, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað vekur helst upp gleði hjá þér í dag? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Elmar Snorrason Að vera komin úr Reykjavík og að hitta konuna mína óvænt um miðjan dag! Sunna Lind Ægisdóttir Sólin, þetta fína gluggaveður. Benedikt Sævarsson Börnin mín. Stefán Skagfjörð Lognið og sólin. Margrét Jónsdóttir Að vera við góða heilsu og að það gangi allt vel hjá öllum mín- um nánustu. Á föstudagskvöld léku Snæfellingar síðasta heimaleikinn í 1. deild karla í körfuknattleik þegar þeir tóku á móti liði Þórs frá Akureyri. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og Snæfell leiddi í hléinu. Það var síð- an í þriðja leikhluta að gestirnir komust yfir og náðu að slíta sig frá Snæfellingum og leggja grunn að sigri sínum. Lokatölur voru 62-88, Þór í vil. Þar með tryggðu Akureyr- ingar sér deildarmeistaratitilinn og öruggt sæti í Domino‘s deildinni á næsta keppnistímabili. Leikurinn í Stykkishólmi fór frekar rólega af stað og frekar lít- ið var skorað fyrstu mínútur leiks- ins. Akureyringar höfðu heldur yfirhöndina en Snæfellingar voru aldrei langt undan. Þór komst í 12-17 eftir sjö míntúna leik en þá tóku Snæfellingar góða rispu og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 21-20. Snæfellingar voru áfram sterkari framan af öðrum fjórðungi. Þeir bættu hægt en örugglega við for- skot sitt og komust mest níu stigum yfir í stöðunni 33-24. Þá tóku gest- irnir við sér og minnkuðu muninn í tvö stig en Snæfellingar áttu loka- orðið í fyrri hálfleik og höfðu fimm stiga forskot í hléinu, 36-31. Þórsarar komu ákveðnir til síð- ari hálfleiks og voru aðeins rúmar tvær mínútur að ná forystu í leikn- um. Þeir voru sterkari allan þriðja leikhlutann og leiddu með tólf stig- um fyrir lokafjórðunginn, 54-66. Gestirnir voru áfram sterkari í fjórða leikhluta. Þeir sigldu hægt en örugglega lengra og lengra fram úr Snæfellingum og unnu að lokum 28 stiga sigur, 62-88. Reynsluboltinn Darrel Flake var atkævðamestur í liði Snæfells með 19 stig og tíu fráköst. Rúnar Þór Ragnarsson skoraði 17 stig, Dom- inykas Zupkauskas var með ellefu stig og sjö stoðsendingar og Aron Ingi Hinriksson skoraði ellefu stig einnig. Larry Thomas skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Þór, Ingvi Rafn Ingvarsson var með 17 stig og sjö stoðsendingar, Bjarni Rúnar Lárus- son var með 14 stig og átta fráköst, Pálmi Geir Jónsson skoraði 14 stig og Damir Mijic var með tíu stig. Snæfell er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, jafn mörg og Sindri í sætinu fyrir ofan. Snæfellingar geta enn gengið úr skugga um að þeir endi ekki neðst- ir í deildinni, því þeir mæta einmitt Sindra í lokaumferðinni. Sá leik- ur fer fram á Höfn í Hornafirði á morgun, fimmtudaginn 14. mars. kgk Misstu af gestunum í síðari hálfleik Aron Ingi Hinriksson fer á körfuna í leiknum gegn Þór. Ljósm. sá. Skallagrímskonur máttu játa sig sigraðar gegn Keflvíkingum, 70-92, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á laug- ardaginn. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en það var síðan í fjórða leikhluta sem gestirnir úr Keflavík stungu af og innsigluðu sigurinn. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi leiks. Skallagrímskonur leiddu með tveimur stigum þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður, 12-10. Þá hófst góður kafli Keflavíkurliðsins, sem skoraði 15 stig gegn engu það sem eftir lifði leikhlutans og leiddi 12-25 að honum loknum. Kefla- vík komst 16 stigum yfir snemma í öðrum fjórðungi áður en Skalla- grímskonur náðu góðum kafla. Þær minnkuðu muninn snarlega í aðeins eitt stig, 32-33 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Gestirnir áttu hins vegar lokaorðið í leikhlutanum og fóru með fjögurra stiga forystu inn í hléið, 34-38. Keflavík var betra liðið framan af þriðja leikhluta, náði á einum tíma- punkti 16 stiga forskoti en Skalla- grímskonur minnkuðu það niður í aðeins fimm stig fyrir lokafjórðung- inn, 57-62. Það var þá sem Keflavík setti í fluggírinn. Gestirnir skoruðu 30 stig í fjórða leikhluta og stungu af. Lokatölur voru 70-92, Keflavík í vil. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði Skallagríms með 24 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar. Ines Kerin skoraði 14 stig og gaf sjö stoð- sendingar, Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir var með 14 stig og tíu fráköst og Árnína Lena Rúnarsdóttir skor- aði 13 stig. Brittany Dinkins átti stórleik í liði Keflavíkur og setti upp kröft- uga þrennu. Hún skoraði 35 stig, tók 14 fráköst og gaf 13 stoðsend- ingar. Erna Hákonardóttir var með 17 stig og sex fráköst og Anna Ing- unn Svansdóttir skoraði 15 stig og gaf fimm stoðsendingar. Skallagrímskonur hafa tólf stig í sjöunda sæti deildarinnar, sex stig- um meira en Breiðablik sem situr í fallsætinu. Næst leika Skallagríms- konur í kvöld, miðvikudaginn 13. mars þegar þær heimsækja Stjörn- una. kgk Gestirnir stungu af í fjórða leikhluta Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í baráttu við tvo varnarmenn Keflavíkur. Ljósm. Skallagrímur. Keppt var í A-riðli 7. flokks stúlkna í körfuknattleik í Borgarnesi um helgina. Þar öttu kappi Skallagrím- ur, KR, Keflavík, ÍR og samein- að lið Sunnlendinga; Þór/ Hamar/ Selfoss/ Hrunamenn. Skallagrímsstúlkur áttu erfitt uppdráttar á laugardaginn og voru langt frá sínum besta leik gegn KR og ÍR, en þeir leikir töpuðust báð- ir. Á sunnudaginn var hins veg- ar annað upp á teningnum. Þær sýndu hvers þær eru megnugar gegn Sunnlendingum og sigruðu þann leik örugglega. Þær áttu einn- ig góðan leik gegn Keflavík en töp- uðu naumlega. Sigurleikurinn gegn Sunnlendingum varð til þess að Skallagrímsstúlkur halda sæti sínu í riðlinum og taka því þátt í úrslita- mótinu um Íslandsmeistaratitilinn í lok apríl. „Árangur þeirra á árinu er ákaflega góður. Þær hafa verið í A-riðli allan vetur og framfarirn- ar verið miklar og stöðugar. Tveir aðrir stúlknaflokkar hafa náð sam- bærilegum árangri í vetur og því ljóst að framtíð kvennakörfunnar hjá Skallagrími getur orðið björt ef fram heldur sem horfir,“ segir á Fa- cebook-síðu Skallagríms. kgk Skallagrímsstúlkur áfram í A-riðli Svipmynd úr leik Skallagríms og KR í 7. flokki stúlkna um síðustu helgi. Ljósm. Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.