Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Page 31

Skessuhorn - 13.03.2019, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur lék síðasta heimaleik sinn í Domino‘s deild karla í körfu- knattleik í bili þegar þeir mættu Tindastóli í Borgarnesi á sunnu- dagskvöld. Borgnesingar eru sem kunnugt er fallnir úr deild þeirra bestu eftir tap gegn Val á fimmtu- dagskvöld. Þeir voru því ekki að spila upp á neitt nema stoltið á sunnudaginn. Skallagrímsmenn réðu ferðinni allan fyrri hálfleikinn gegn sterku liði Tindastóls. Sá síð- ari var jafn og spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokamínútun- um. Fór svo að gestirnir frá Sauð- árkróki sigruðu með átta stigum, 82-90. Borgnesingar voru miklu betri í fyrsta leikhluta, héldu gestunum í aðeins átta stigum en skoruðu 23 stig sjálfir og höfðu því gott for- skot að upphafsfjórðungnum lokn- um. Skallagrímsmenn voru áfram sterkari í öðrum leikhluta og náðu 20 stiga forskoti um miðjan ann- an leikhluta. Gestirnir minnkuðu muninn lítið eitt næstu mínúturn- ar en Borgnesingar höfðu góða for- ystu þegar flautað var til hálfleiks, 45-30. Gestirnir mættu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks og voru aðeins þrjár mínútur að koma sér upp að hlið Skallagríms. Leikurinn varð snarlega mjög jafn og spennandi þar sem liðin skipustu á að leiða út þriðja leikhlutann. Skallagrím- ur var stigi yfir fyrir lokafjórðung- inn, 59-58. Stólarnir náðu undir- tökunum á fyrri hluta fjórða leik- hluta, komust átta stigum yfir en Skallagrímur kom til baka og náði forystunni að nýju. Borgnesingar leiddu með þremur stigum þegar tvær mínútur lifðu leiks. Þá náðu gestirnir hins vegar góðri rispu þar sem þeir skoruðu 16 stig gegn fimm síðustu tvær mínútur leiksins og tryggðu sér sigurinn, 82-90. Matej Buovac var atkvæðamest- ur í liði Skallagríms með 23 stig og 13 fráköst og Björgvin Hafþór Rík- harðsson setti upp þrennu, skoraði 16 srtig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Bjarni Guðmann Jónsson var með 15 stig og sex frá- köst og Aundre Jackson skoraði 13 stig. Brynjar Þór Björnsson var at- kvæðamestur í liði Tindastóls með 23 stig og sex fráköst, Dino Buto- rac skoraði 16 stig og gaf sex stoð- sendingar, Philip Alawoya var með 15 stig og tíu fráköst og Pétur Rún- ar Birgisson skoraði 14 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Borgnesingar hafa átta stig í ell- efta og næstneðsta sæti deildarinn- ar, sex stigum á eftir Val þegar einn leikur er eftir. Síðasti leikur Skalla- grímsmanna í Domino‘s deildinni í vetur fer fram á morgun, fimmtu- daginn 14. mars, þegar þeir mæta Njarðvíkingum á útivelli. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrím- ur. Tap í síðasta heimaleiknum Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hafnaði í fimmta sæti á NSW Open mótinu sem fram fór í Ástralíu um helgina. Mótið er hluti af Evrópu- mótaröð kvenna. Valdís lék frábært golf á fyrsta hring mótsins, fór hann á 63 högg- um eða hvorki meira né minna en átta höggum undir pari. Annan hringinn fór hún á einu undir pari vallarins og sat í toppsætinu eftir fyrstu tvo hringina á níu höggum undir pari. Þriðja hringinn fór hún á einu yfir pari og lokahringinn fór hún á tveimur yfir pari. Hún lauk þar með keppni á sex höggum und- ir pari og í fimmta sæti mótsins. Valdís hefur verið að glíma við þrálát bakmeiðsli síðan í haust og það gerði henni erfitt fyrir í mótinu eftir frábæra byrjun. Sú hefur reyndar verið raunin í mótum und- anfarnar vikur. „Þetta eru búnar að vera langar og strembnar sex vik- ur. Ég var rosalega nálægt því að spila mjög vel í öllum mótunum en klúðraði svo alltaf einhverju. Bakið á mér hefur verið að hrjá mig síð- an í ágúst en síðustu vikur hefur það verið mjög slæmt,“ ritar Valdís á Facebook-síðu sína eftir mótið. „Spilamennska helgarinnar er smá vonbrigði en ég barðist eins og ég gat og varð að sætta mig við 5. sæt- ið í þetta sinn,“ ritar hún. Næsta mál á dagskrá hjá Valdísi Þóru er mót í Suður-Afríku sem hefst á morgun, fimmtudaginn 15. mars. Að því búnu ætlar hún að snúa heim til Íslands og leita að- stoðar lækna vegna bakmeiðslanna. Í framhaldi af því mun hún ákveða hvað hún gerir til að reyna að ná sér af meiðslunum. kgk Valdís í fimmta sæti í Ástralíu Snæfell tók á móti Stjörnunni í stór- leik 24. umferðar Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik á laugar- daginn. Liðin eru í harðri baráttu um fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Fyr- ir leikinn var Snæfell í fimmta sæti, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Leikurinn í Stykkishólmi þróaðist þannig að Stjarnan hafði undirtök- in allan tímann og vann að lokum sjö stiga sigur, 66-73. Gestirnir byrjuðu betur og skoruðu fyrstu ellefu stig leiks- ins. Þá tóku Snæfellskonur við sér og minnkuðu muninn í 12-16 en Stjarnan átti lokaorðið og leiddi 15-25 eftir fyrsta leikhluta. Snæ- fellskonur fundu sig engan veginn í öðrum fjórðungi og skoruðu aðeins sjö stig allan leikhlutann. Á meðan bætti Stjarnan 16 stigum á töfluna og var komin 19 stigum yfir í hálf- leik, 22-41. Snæfellskonur kroppuðu örfá stig af forskotinu í þriðja leikhluta, en 14 stigum munaði fyrir lokafjórð- unginn og á brattann að sækja fyrir Hólmara. En snæfell var sterkara í fjórða, minnkaði muninn enn frek- ar en komst ekki nær en sem nam stigunum sjö sem skildi liðin að í leikslok. Stjarnan vann, 66-73. Kristen McCarthy lék afar vel í liði Snæfells, skoraði 34 stig og tók ellefu fráköst. Hún var hins vegar sú eina sem komst í tveggja stafa tölu á stigatöflunni. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði níu stig og tók átta fráköst og Berglind Gunn- arsdóttir skoraði átt stig en aðrar höfðu minna. Danielle Rodriguez átti stórleik fyrir Stjörnuna, skoraði 37 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsend- ingar. Ragnheiður Benónísdóttir var með ellefu stig og sex fráköst og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði tíu stig. Snæfell hefur 26 stig í fimmta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR og Stjörnunni í sætunum fyrir ofan. Næsti leikur liðsins er gegn KR á útivelli í dag, miðviku- daginn 13. mars. Sigur í þeim gæti reynst Snæfellskonu gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. kgk/ Ljósm. sá. Róður Snæfellskvenna þyngist Það hefur verið töluvert um að vera í leikmannamálum Víkings Ó. undan- farið, en nýverið samdi Ólafsvíkur- liðið við fjóra leikmenn. Ber þar fyrst að nefna að fyrirliðinn Emir Dokara hefur gert nýjan samning við liðið út keppnistímabilið 2019. Emir leikur í vörninni og hefur verið á mála hjá Víkingi Ó. frá árinu 2011. Fyrirlið- inn er jafnframt reynslumesti leik- maður liðsins, en hann hefur leik- ið 149 leiki fyrir félagið í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og bik- arkeppninni. „Víkingur Ó. lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa framlengt við Emir,“ segir í tilkynningu á Fa- cebook-síðu Víkings Ó. Styrkja miðjuna Þá hafa Víkingur Ó. og FH kom- ist að samkomulagi um að Grétar Snær Gunnarsson gangi til liðs við Ólafsvíkinga, en hann skrifaði undir tveggja ára samning. Grétar er 22 ára gamall miðjumaður á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var á láni hjá HB Þórshöfn í Færeyjum á síðasta keppnistímabili og fagnaði meistaratitli með liðinu. Sömuleiðis hefur verið samið við breskan miðjumann, Harley Willard, um að leika með liðinu á komandi sumri. Harley verður 22 ára gamall á árinu og getur spilað sem sókndj- arfur miðjumaður eða kantmaður. Hann er alinn upp í knattspyrnuaka- demíu Arsenal og síðar Southampton en hefur síðan þá spilað með liðum á Englandi, Svíþjóð og í Asíu. Staðan milli stanganna Tveir markverðir skrifuðu nýverið undir samning við Víking Ó. Króat- inn Franko Lalic mun verja mark liðsins í 1. deild karla í sumar. Franko er 28 ára gamall og reynslumikill leikmaður sem undanfarinn ár hefur spilað bæði í Litháen og Bosníu. Að lokum hefur hinn ungi og efni- legi markvörður Konráð Ragnarsson endurnýjað samning sinn við Víking Ó. Hann var á láni hjá Skallagrími í 4. deildinni í fyrrasumar, en lið- ið tryggði sér sem kunnugt er sæti í deildinni fyrir ofan að loknu tímabili. Konráð, sem verður 21 árs á árinu, lék 18 leiki með Borgarnesliðinu í fyrra, þar af alla fimm leiki liðsins í úrslitakeppninni. kgk Fyrirliðinn framlengir við Víking Ólafsvík Samið við tvo markverði og tvo miðjumenn að auki Emir Dokara í leik með Víkingi Ó. Ljósm. úr safni. Körfuknattleikskonan Berglind Gunnarsdóttir var á föstudags- kvöld útnefnd íþróttamaður Snæ- fells 2018. Er þetta annað árið í röð sem hún er sæmd þessari heiðurs- nafnbót. Berglind hefur leikið með Snæ- felli alla tíð og á að baki nálægt 300 leiki fyrir félagið. Þar að auki á hún að baki 21 landsleik fyrir A landslið Íslands í körfuknattleik og 18 leiki með yngri landsliðum. „Nálgun Berglindar á íþróttinni og öllu sem hún tekur sér fyrir hendur er aðdá- unarverð,“ segir um útnefninguna á Facebook-síðu Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu. „Þrátt fyrir að axlarmeiðsli hafi plagað hana er engan bilbug að finna á Berglindi. Viðhorf Berglind- ar í íþróttum og hvernig hún leggur sig ávallt 100% fram er öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni.“ kgk Berglind Gunnarsdóttir er íþróttamaður Snæfells Berglind Gunnarsdóttir, íþróttamaður Snæfells 2018. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.