Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Page 2

Skessuhorn - 20.03.2019, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 20192 Vert er að minna á að Bókahátíðin Júlíana verður haldin í Stykkishólmi frá fimmtudegi til sunnudags. Nemendafélag Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi er einnig að hefja sýningar á söngleiknum Rock of Ages á föstudaginn í Bíóhöllinni og önnur leikfélög eru í gangi með sýningar. Það er því margt um að vera í menningarlandinu Vesturlandi. Á morgun er spáð suðvestanátt 18-23 m/s norðvestanlands og á annesjum norðaust- anlands en lægir með morgninum. Annars víða 8-15 m/s. Éljagangur en bjart norðaust- anlands. Hiti um og yfir frostmarki að deg- inum en vægt frost í innsveitum á Norður- landi. Á föstudag er útlit fyrir suðlæga átt 3-8 m/s og dálítil él en þurrt að kalla á Norður- landi. Gengur í vestanátt 8-15 m/s með élj- um vestanlands seinnipartinn og um kvöld- ið. Hiti í kringum frostmark yfir hádaginn. Á laugardag er spáð suðvestanátt 8-15 m/s með éljum eða snjókomu en þurrt norðaust- anlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag snýst í norðvestanátt með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi en léttir til sunnan- og vestanlands. Frost 0-5 stig. Á mánudag er spáð suðlægri átt. Þykknar upp sunnan- og vestanlands með dálítilli vætu, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvort lesendur hafi prófað sykur- og kolvet- naskert fæði eins og til dæmis Ketó. 55% svarenda sögðust aldrei hafa prófað slíkt mataræði, 27% svarenda hafa prófað slíkt mataræði og líkar það vel. 10% segjast hafa prófað en hætt og 8% svöruðu því að hafa ekki prófað en langaði að gera það. Í næstu viku er spurt: Hvaða þingmanni í Norðvesturkjördæmi treystir þú best? Fjölskyldan í Fljótstungu í Borgarfirði stund- ar ferðaþjónustu af miklum myndarbrag og hefur síðustu ár lyft grettistaki í uppbygg- ingu. Hún hefur gert hellinn Víðgelmi að- gengilegan og hafa í kringum hann byggt upp glæsilega ferðaþjónstu. Rætt er við fjöl- skylduna í Skessuhorni vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Vilja efla varnargirðingar BORGARFJ: Aðalfundur Fé- lags sauðfjárbænda í Borg- arfjarðarhéraði var haldinn í Þinghamri 6. mars síðastlið- inn. Þar var samþykkt að beina því til stjórnar Landssambands sauðfjárbænda að setttur verði þrýstingur á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að efla og styrkja varnarlínur búfjár- sjúkdóma í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp vegna frum- varps til laga um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ógeril- sneyddri mjólk. Í greinargerð með ályktunni er sérstaklega bent á að Kristján Þór Júlíus- son landbúnaðarráðherra hafði sagt það í yfir 100 votta við- urvist á fundi á Hótel Hamri tveimur dögum áður að slíkt hlyti að vera auðsótt mál. -mm Samfelldur af- greiðslutími þjónustuvers AKRANES: Bæjarráð Akra- neskaupstaðar samþykkti ný- verið að breyta opnunar- tíma þjónustuvers bæjarskrif- stofunnar við Stillholt 16-18. Breytingin tók gildi síðastlið- inn mánudag og verður út þetta ár. Nú er opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 9-15 en á föstudögum klukkan 9-14. Fram til þessa hefur opnunar- tíminn verið kl. 9:30-12:00 og 12:30-15:30 alla virka daga og því lokað í hálftíma í hádeginu. Breyting þessi verður fyrst um sinn tilraun þetta ár, en fyrir næstu áramót verður opnunar- tíminn endurmetinn og fram- tíðarákvörðun tekin miðað við reynslu af breytingunni. -mm Samningur um gagnkvæmar veiðar LANDIÐ: Kristján Þór Júlí- usson og Högni Hoydal, sjáv- arútvegsráðherrar Íslands og Færeyja, hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning á milli Ís- lands og Færeyja. Samning- urinn felur í sér endurnýjun á samningi frá 2018 sem veitir Íslandi aðgang að lögsögu Fær- eyja til að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld og samhliða fá Færeyjar aðgang að lögsögu Íslands fyrir sömu tegundir. Ís- land fær 1.300 tonn af makríl frá Færeyjum og Færeyjar fá 5.600 tonn af bolfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu frá Ís- landi háð því að loðna finnist í veiðanlegu magni í lögsögu Íslands. Samkomulagið gildir fyrir árin 2019 og 2020. Jafn- framt sammæltust ráðherrarn- ir um að halda áfram vinnu að gerð rammasamnings um fisk- veiðisamstarf þjóðanna og til- nefna hvor um sig sérfræðinga til að meta verðmæti aflaheim- ilda og aðgangs sem nýtist við gerð fiskveiðisamnings þjóð- anna. Gert er ráð fyrir að þess- ari vinnu verði lokið um mitt ár 2020. Ljósm. Jóanis Niel- sen. -mm Á hverju ári fyrir fyrstu fermingar- athafnir hefur Skessuhorn birt lista yfir nöfn væntanlegra fermingar- barna í landshlutanum. Samkvæmt persónuverndarlögum sem tóku gildi síðasta sumar er óheimilt að birta nöfn fermingarbarnanna án skriflegs leyfis foreldris. Ekki hef- ur náðst að fá undirskriftir allra for- eldra og hefur ritstjórn því ákeðið að birta ekki nöfn fermingarbarna á Vesturlandi að þessu sinni. „Við vorum einfaldlega ekki nógu vel undirbúin fyrir þetta og byrjuð- um of seint að fá undirskriftir til að geta birt lista yfir nöfn fermingar- barnanna,“ segir Þráinn Haralds- son, sóknarprestur á Akranesi, í samtali við Skessuhorn. „Þessi lög eru bara svo ný og við vorum ekki búin að gera okkur grein fyrir þess- ari breytingu tímanlega en næst held ég að við biðjum um undir- skrift fyrir nafnbirtingu strax um haustið,“ bætir Þráinn við. Spurð- ur hvort nýju persónuverndarlög- in hafi einhver áhrif á fleiri þætti fermingarundirbúnings segir Þrá- inn myndbirtingu á samfélagsmiðl- um úr kirkjuathöfnum einnig vera óheimilar. Þráinn segist ekki hafa neinar sér- stakar áhyggjur af því að ekki megi lengur birta lista yfir nöfn ferming- arbarna, en segir það bara fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fermingar- börnin sjálf. „Ég hef það á tilfinn- ingunni að þetta séu lög sem væru kannski skiljanleg í stórborgarsam- félagi, en ekki í svona litlu samfé- lagi eins og okkar hér á Akranesi. Hér er það tæpast leyndarmál hverjir eru að fermast. En að sama skapi skil ég hina hliðina líka. Fólk á að sjálfsögðu að geta tekið þátt í starfi eins og kirkjustarfi án þess að það sé auglýst,“ segir Þráinn. „Við gætum þess bara betur næst að vera tímanlega að fá undirskriftir.“ arg Nöfn fermingarbarna má ekki birta án upplýsts samþykkis Stefnt er að því að fella sements- strompinn á Akranesi á hádegi á morgun, fimmtudaginn 21. mars klukkan 12:15. Miðast sú tímasetn- ing við að framvinda við undirbún- ing gangi eftir. Ef undirbúningurinn gengur ekki eftir eins og áætlað er, þá verður fellingu strompsins frest- að. Ný dagsetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar með sólarhrings fyrirvara. Strompurinn verður sprengdur í tvennu lagi. Annars vegar verður sprengt í um 25 metra hæð og fjór- um sekúndum síðar verður sprengt við rætur strompsins. Efri hlutinn verður látinn falla til suðausturs, en neðri hlutinn í suðvesturátt. Gefið verður út hljóðmerki rétt fyrir fell- inguna, sem aðvörun um að sprengt verði innan nokkurra mínútna. Þeg- ar strompurinn er fallinn verður gef- Stefna á að fella strompinn á hádegi á morgun ið út annað hljóðmerki, til marks um að fellingin sé yfirstaðin og öll hætta liðin hjá. Það er fyrirtækið Work North ehf. sem annast niðurrif á byggingum og búnaði Sementsverksmiðjunnar sál- ugu á Akranesi. Felling strompsins er unnin í fullu samráði við undirverk- takann Dansk Sprænging Service, sem veitir sérfræðiaðstoð, skipu- leggur fellinguna og mun stýra þeirri framkvæmd. 160 metra öryggissvæði Töluverður viðbúnaður verður á Akranesi vegna fellingar strompsins. Sunnubraut, Merkigerði og Suður- götu verður lokað um hálfri til einni klukkustund áður en sprengt verður en Faxabraut verður lokað strax að morgni dags. Öryggissvæði við fell- ingu strompsins verður í 160 metrar radíus umhverfis strompinn. Innan þess svæðis má engin manneskja vera óvarin. Íbúar í nokkrum húsum við Suðurgötu verða beðnir að yfirgefa hús sín. Íbúar húsa innan þess svæðis, sem ekki verða beðnir að yfirgefa hús sín, verða beðnir um að vera í skjóli frá gluggum þegar sprengt verður. Hættan við aðgerð sem þessa er sú að það verði frákast, það er að segja að steinar fljúgi þegar skorsteinninn fellur. „Öryggisráðstafanir miðast m.a. við að eitthvað gæti farið öðru- vísi en ætlað er. Umfram allt er það öryggi allra við þessa aðgerð sem skiptir mestu máli. Björgunarfélag Akraness og Lögreglan á Vesturlandi munu aðstoða við lokanir og eftirlit á svæðinu. Settir verða upp mælar til að mæla titring frá fallinu. Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að virða öryggisreglur við fellingu skorsteins- ins og einnig að hafa gætur á gælu- dýrum,“ segir í tilkynningu frá Akra- neskaupstað. kgk Sementsstrompurinn hefur verið eitt helsta kennileiti Akraness undanfarna áratugi. Í síðustu viku var brotið úr strompnum við rætur hans til að hægt verði að koma fyrir sprengihleðslu. Hann verður sprengdur í tvennu lagi, fyrst springur í um 25 metra hæð og fjórum sekúndum síðar við rætur hans. Öryggissvæðið vegna fellingu strompsins er merkt með grænum hring á myndinni, í 160 metra radíus í kringum strompinn. Svartur hringur táknar áhrifasvæði skortsteinsins, skyldi hann falla í heilu lagi. Bleikir blettir tákna svæði fyrir áhorfendur. Teikning: Akraneskaupstaður.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.