Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Side 8

Skessuhorn - 20.03.2019, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 20198 Undirbúa fell- ingu strompsins AKRANES: Að morgni laug- ardags fóru menn upp í Sem- entsstrompinn á Akranesi í heimildarleysi og í óþökk verktaka. Klifruðu þeir upp á strompinn þar sem þeir tóku ljósmyndir og sigu síðan niður til jarðar aftur. Eins og greint er frá í frétt á bls. 2 er stefnt að því að fella strompinn á morg- un, fimmtudaginn 21. mars. Að sögn lögreglu er felling strompsins stóra verkefnið í vikunni. Unnið er náið með bæjaryfirvöldum og björgun- arsveit í aðdraganda viðburð- arins og verður lögregla með töluverðan viðbúnað þeg- ar sprengt verður. Ákveðnum svæðum og götum á Akranesi verður lokað og hús í grennd- inni verða rýmd. Gætt verður fyllsta öryggis í einu og öllu, verði af fellingu strompsins á morgun, en það ræðst meðal annars af veðri. -kgk Suðurnesjamenn sameinast VR LANDIÐ: Félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suð- urnesja (VS) samþykktu í at- kvæðagreiðslu sem lauk í síð- ustu viku að sameina félagið VR. Til að sameining yrði samþykkt þurfti samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra at- kvæða fullgildra félagsmanna VS. Niðurstaðan var sú að 82,54% félagsmanna VS sem þátt tóku í kosningunni sam- þykktu sameiningu en 17,14% voru henni mótfallin. VS mun því sameinast undir nafni og kennitölu VR frá og með 1. apríl 2019 að því gefnu að sameining verði samþykkt af hálfu VR á aðalfundi félagsins 27. mars nk. -mm Opnað fyrir um- sóknir um líf- lambaflutning LANDIÐ: Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsókn- ir til líflambaflutninga í Þjón- ustugátt stofnunarinnar. Um- sóknarfrestur er til 1. júlí. Til þess að hefta útbreiðslu smit- sjúkdóma í búfénaði og stuðla að útrýmingu sjúkdóma er óheimilt að flytja sauðfé, geit- ur og nautgripi yfir varnarlín- ur nema með leyfi frá Mat- vælastofnun. Þá er einn- ig bannað að flytja sauðfé og geitur milli hjarða á svæð- um þar sem riða er landlæg og hefur greinst undanfarin 20 ár. Þessi svokölluðu sýktu svæði eru eftirtalin varnarhólf og svæði: Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Skjálfandahólf nema Skútustaðahreppur, Engidalur, Lundarbrekka og bæir þar fyrir sunnan, Suður- fjarðahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf og Biskupstungn- ahólf. Auk þess er Dalvíkur- byggð norðan Hámundar- staða sýkt svæði í Tröllaskaga- hólfi og Sveitarfélögin Ölf- us, Hveragerði og Árborg og Grafningur í Grímsnes- og Grafningshreppi í Landnáms- hólfi. Í dag eru fjögur varnar- hólf á landinu sem eru skil- greind sem líflambasöluhólf en það eru Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, N-Þing- eyjarsýsluhluti Norðaustur- hólfs og Öræfahólf. -mm Árekstur BORGARFJ: Umferðaró- happ varð á fimmtudag við útsýnissvæðið við Fossatún í Borgarfirði. Um minniháttar árekstur var að ræða þar sem enginn meiddist og bifreið- arnar skemmdust lítið. -kgk Nýr upplýsinga- fulltrúi félags- málaráðuneytis RVK: Vera Einarsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi félagsmálaráðuneytisins. Vera er félagsráðgjafi að mennt en hefur lengst af starfað sem blaðamaður og ritstjóri. Hón hóf störf sem blaðamaður á Fréttablaðinu árið 2007. Þá leiddi hún sérblaða- og kynn- ingardeild Fréttablaðsins frá árinu 2012 til 2017. Auk þess hefur Vera starfað sem ver- katki hjá Barnavernd Reykja- víkur. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland dagana 9.-15. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 11 bátar. Heildarlöndun: 51.589 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 22.988 kg í fjórum róðrum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 42.137 kg. Mestur afli: Álfur SH: 21.913 kg í fjórum róðrum. Grundarfjörður: 12 bátar. Heildarlöndun: 905.357 kg. Mestur afli: Drangey SK: 221.618 kg í einni löndun. Ólafsvík: 22 bátar. Heildarlöndun: 913.443 kg. Mestur afli: Bárður SH: 131.790 kg í tólf róðrum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 766.130 kg. Mestur afli: Magnús SH: 112.128 kg í fjórum löndun- um. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 10.537 kg. Mestur afli: Kristborg SH: 6.303 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Drangey SK - GRU: 221.618 kg. 10. mars. 2. Málmey SK - GRU: 203.266 kg. 13. mars. 3. Tjaldur SH - RIF: 90.551 kg. 12. mars. 4. Örvar SH - RIF: 69.796 kg. 11. mars. 5. Hringur SH - GRU: 65.784 kg. 13. mars. -kgk Ferðamenn í Leifsstöð voru ríf- lega 132 þúsund í febrúar og fækk- aði um 8% samanborið við febrú- ar 2018. Í skammtímahagvísi ferða- þjónustunnar sem Hagstofan gef- ur út kemur fram að talið er að sú fækkun sem varð á erlendum far- þegum í gegnum Keflavíkurflugvöll á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs megi eingöngu rekja til fækkun- ar ferðamanna. Reiknað er með að sjálftengifarþegum og dagsferða- mönnum hafi fækkað í sama hlut- falli og ferðamönnum. Í skamm- tímahagvísinum kemur einnig fram að verulega dregur úr nýtingu gisti- rýmis á Austurlandi í febrúar og lít- ilsháttar fækkun varð sömuleiðis á höfuðborgarsvæðinu. Hins veg- ar mælist veruleg aukning gisting- ar á vestanverðu landinu og er hún sú mesta á landinu, eða 27% á síð- ustu tólf mánuðum. Sömu sögu er að segja að umferð um þjóðveg- ina samkvæmt talningu Vegagerð- arinnar á 14 stöðum á landinu. Á Vesturlandi óku að jafnaði 10.765 bílar á dag í febrúar, en þeir voru 8.808 í febrúar fyrir ári. Aukningin nemur 22% milli ára. mm Ferðamönnum fjölgaði mest á Vesturlandi Myndin sýnir 12 mánaða breytingu í nýtingu gistirýmis fyrir tímabilið febrúar 2018 til janúar 2019 borið saman við sama tímabil árið áður. Heimild: Hagstofa Íslands. Fulltrúar Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar lögðu það til á fundi síðastliðinn fimmtu- dag að lögð verði áherslu á að skól- ar sveitarfélagsins eigi að vera sá vettvangur þar sem börn og ung- lingar eiga félagsleg samskipti sín á milli án truflana frá símtækjum. „Vísbendingar eru um að snjall- símtæki geti haft neikvæð áhrif á athygli, þroska og andlega heilsu barna og ungmenna. Leggja full- trúar Framsóknarflokksins til að unnið verði að því í samstarfi við nemendafélög skólanna, foreldra og skólastofnir að móta sameigin- legar reglur um snjalltækjanotkun á skólatíma og í félagsstarfi skól- anna. Undirrituð óska eftir því að efni bókunarinnar verði vísað inn í fræðslunefnd til frekari um- ræðu,“ segir í bókunni. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni til umræðu í fræðslunefnd Borgar- byggðar. mm Móta reglur um snjalltækjanotkun í skólum Borgarbyggðar Skipulagsstofnun gaf Reykhóla- hreppi fyrr í mánuðinum umsögn um tillögu að breytingu á aðal- skipulagi sveitarfélagsins vegna Vestfjarðavegar. Stofnunin hefur það lögboðna hlutverk að yfirfara framsetningu og efni aðalskipulag- stillagna sveitarfélaga áður en þær eru auglýstar til opinberrar kynn- ingar fyrir almenningi. Tilgang- ur þess er að tryggja að framsetn- ing skipulagstillagna sé skýr og að efni þeirra og framsetning sé í sam- ræmi við fyrirmæli laga, reglu- gerða og stefnu stjórnvalda. „Í um- sögn stofnunarinnar til Reykhóla- hrepps er bent á nokkur atriði sem bæta þarf í skipulagstillögunni. Þau varða helst umfjöllun um samræmi skipulagstillögunnar við náttúru- verndarlög og stefnu stjórnvalda, umfjöllun í tillögunni um niður- stöður mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar frá árinu 2017 og upplýsingar um rannsóknir á nátt- úrufari sem unnar hafa verið eftir að mati á umhverfisáhrifum Vest- fjarðavegar lauk. Einnig upplýsing- ar um áformaðar mótvægisaðgerð- ir vegna umhverfisáhrifa vegarins,“ segir í frétt Skipulagsstofnunar um afgreiðsluna. Þá áréttar stofnunin að í umsögninni sé hinsvegar ekki gerð krafa um að færð séu frekari rök fyrir nauðsyn þess að leggja veginn eftir leið ÞH um Teigs- skóg,“ eins og komið hafði fram í frétt sem Ríkisútvarpið flutti um málið; „enda liggur fyrir í bókunum sveitarstjórnar við afgreiðslu máls- ins að fulltrúar í sveitarstjórn telja sér ekki fært að velja aðra leið.“ Á fundi sveitarstjórnar Reykhóla- hrepps 12. mars síðastliðinn voru athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillögu að aðalskipulagsbreyt- ingu vegna Vestfjarðavegar lagð- ar fram. Sveitarstjóra var þar falið í samráði við Vegagerðina og Alta að lagfæra tillöguna í samræmi við fram komnar athugasemdir Skipu- lagstofnunar og samþykkti meiri- hluti hreppsnefndar að eftir það verði tillagan auglýst. mm Væntanlegur vegur um Teigsskóg er grænmerktur á þessari teikningu. Sníða af vankanta áður en aðalskipulagstillaga verður kynnt

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.