Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 19 Loftljósið næst frá eftirtöldum stöðum: Seyðishólar - Langholtsfjall - Háafjall - Úthlíð - Tóftir Krosshóll - Hurðarbak - Heklubyggð - Lúnansholt Kálfatjörn - Borgarnes - Þjóðólfsholt Loftljósið Hagkvæmur kostur Tenging sem virkar Hentar fyrir gagnvirkt sjónvarp Margir möguleikar í boði Fjartenging myndavélakerfa, öryggiskerfa ofl. Sími 546 0400 www.loftljosid.is Lausnir fyrir þig inni á Ljósið í loftinu! Mótið er haldið í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi 17. apríl og byrjar kl 19.00. Skráningargjald er 3500 per hest. Skráð er í Sportfeng og verður auglýst síðar. Skráningarfrestur er til 13.apríl. Allar konur 18 ára og eldri velkomnar, hlökkum til að sjá ykkur ATH bleikt þema!!!!!!! Oddsstaðir ehf Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings, boðið er upp á 4 flokka.  Meistaraflokkur T1 (1 inn á í einu, hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar, og greitt tölt)  1.flokkur T3 ( 2 inn á í einu, hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og greitt tölt)  2.flokkur T7 (3 inn á í einu, hægt tölt, snúið við, og frjáls hraði)  3.flokkur T8 fyrsta skipti í keppni ( 3 inn á í einu, frjáls hraði, snúið við og aftur frjáls hraði) Hraunfossar-Barnafoss Bjarnastaðir r Heilaheill er félag slagþolenda (heilablóðfallssjúklinga), aðstand- enda og fagaðila á landsvísu og hef- ur að undanförnum misserum ver- ið með fræðslu- og kynningarfundi um land allt og nú er komið að al- menningi í Borgarbyggð. Slíkur kynningarfundur verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtu- daginn 21. mars kl. 17:00. Þetta fræðsluerindi er ókeypis og opið öll- um sem hafa áhuga á málefninu og eru hvattir til að taka með sér gesti. Gestir fundarins verða Gunnlaugur A Júlíusson, Hjalti R Benediktsson og fleiri. Félagið Heilaheill er með reglu- lega og vel sótta morgunfundi í Reykjavík og Akureyri þ.e.a.s. fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 11-13 í Sigtúni 42 og annan miðvikudag hvers mánaðar í Stássinu, Greifan- um, Glerárgötu 20 á Akureyri. Þeir fundir eru fyrir alla sem áhuga hafa á málefninu. Félagið er aðildarfélag að ÖBÍ; í samstarfi LSH og Sam- taug (Samráðshóp taugasjúklinga- félaga). mm Fjallað um heilablóðfall í Hjálmakletti Á laugardaginn var 53. Körfuknatt- leiksþing KKÍ haldið í Íþróttamið- stöðinni í Laugardal. Hannes S. Jónsson var endurkjörinn formaður en hann var einn í framboði. Stjórn KKÍ var sjálfkjörinn en úr henni gengu Páll Kolbeinsson og Eyjólf- ur Þór Guðlaugsson. Nýir stjórnar- menn voru kosnir þeir Guðni Haf- steinsson, Herbert Arnarson og Jón Bender. Stjórnin er því skipuð þeim Birnu Lárusdóttur, Einari Karli Birgissyni, Erlingi Hannessyni, Est- er Öldu Sæmundsdóttur, Guðbjörgu Norðfjörð, Guðna Hafsteinssyni, Hannes S. Jónssyni, Herbert Arnar- syni, Lárusi Blöndal og Jóni Bender. Stjórn kom saman strax að loknu þingi og skipti með sér verkum að til- lögu formanns. Guðbjörg Norðfjörð verður varaformaður, Ester Alda Sæmundsdóttir gjaldkeri og Lárus Blöndal ritari. „Körfuknattleiksþing- ið var mjög starfsamt og var góður andi á þinginu. Voru góðar umræður um mikilvæg málefni og voru mikil- vægar þingsályktunartillögur sam- þykktar. Meðal þeirra var að stofna starfshóp um keppnisfyrirkomulag í efstu deild karla og kvenna, álykt- un um þjóðarleikvang og ályktun er varðar öryggi, eftirlit og aðbúnað á leikjum. Reikningar KKÍ voru sam- þykktir en á síðasta rekstrarári var 13,5 milljóna króna hagnaður.“ Á vef KKÍ er hægt að nálgast árs- skýrslu fyrir síðustu starfsár. mm Hannes endurkjörinn formaður KKÍ Ný stjórn KKÍ. Sumarlesari vikunnar Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.