Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Síða 2

Skessuhorn - 10.04.2019, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 20192 fyrir eldra fólk er á lóð númer 57. Á jarðhæð er hins vegar um fjög- ur hundruð fermetra rými í tengi- byggingu. Því hefur nú öllu verið ráðstafað. Verslunin Fok var opn- uð í húsinu í lok síðasta árs, næst anddyri hótelsins og veitingasal. Nú verður verslunin stækkuð í lok þessarar viku, að sögn Maríu Júlíu Jónsdóttur verslunarstjóra. Teknar verða inn útivistarvörur frá ZoOn og verslunin stækkuð um 30 fer- metra til viðbótar við lífstíls- og gjafavöruverslunina. Þá hefur Jónas Björgvin Ólafsson eigin- maður Maríu Júlíu hætt á sjó, en hann hefur um árabil verið kokk- ur á togara. Jónas Björgvin er að standsetja veislueldhús í hluta tengibyggingarinnar þar sem hann hyggst fara í sælkera matarþróun sem seld verður í FOK og jafnvel víðar. Auk þessarar starfsemi eru á jarðhæð byggingarinnar skrifstofa Gjafa - arkitekt og sköpun þar sem vinnuborð eru til leigu fyrir skrif- stofustarfsemi. Loks hefur Borg- arverk flutt skrifstofur fyrirtækisins frá Sólbakka og í rýmið undir fjöl- býlishúsinu. Skessuhorn leit nýver- ið við í byggingunni og lýstu leigj- endur húsnæðisins allir ánægju sinni með að nú væri búið að ráðstafa öllu plássi á hæðinni og mikið líf og fjör sem þar er samhliða hótel- rekstrinum við hliðina. Því má bæta hér við að næstkom- andi föstudag, klukkan 16:30-18:30, verður Borgarverk með opið hús í skrifstofuhúsnæði sínu Borgarbraut 57 og býður upp á veitingar. mm Við minnum á tvo ólíka við- burði á laugardag. Klukkan 13 verður opnuð sýning á verkum Snjólaugar Guðmundsdóttur í Safnahúsinu í Borgarnesi. Þá verður Söngkeppni framhalds- skólanna haldin í Bíóhöllinni á Akranesi á laugardagskvöldið og sýnt frá keppninni í beinni útsendingu á RÚV. Ítarlega er fjallað um báða þessa viðburði í Skessuhorni í dag. Á morgun er spáð suðaustan átt 8-13 m/s og rigning með köflum en heldur hægari og léttskýjað norðanlands. Hiti á bilinu 5-10 stig. Á föstudaginn er útlit fyrir suðaustanátt 13-20 m/s og dálítil rigning eða súld. Aðeins hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 6-12 stig. Á laugardag er spáð sunnanátt 13-20 m/s og tals- verð rigning en úrkomulítið norðanlands og hiti breytist lít- ið. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir suðlæga átt og vætu með köflum en þurrt norðan- lands. Hiti 5-10 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Telur þú að koma hefði átt rekstri WOW air til bjargar?“ „Nei, alveg fráleitt“ svöruðu 36%, „Já, tvímælalaust“ sögðu 25% svarenda, „Nei, það hefði verið óráðlegt“ svöruðu 23% og „Já, líklega“ svöruðu 10%. Um fimm prósent svar- enda höfðu ekki skoðun á því. Í næstu viku er spurt: Hvernig ætlar þú að verja páskafríinu? Birgir Þórisson tónlistarstjóri Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer um helgina á Akra- nesi hefur varið síðustu vikum í að aðstoða keppendur að gera atriðin sín tilbúin fyrir keppnina sem sýnd verður í beinni á RUV. Þetta er annað árið í röð sem Birgir er tónlistarstjóri keppn- innar. Hann er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Hefja undir- búning fyrir nýtt íþróttahús BORGARNES: Byggðarráð Borgarbyggðar ræddi á fundi sínum í liðinni viku nauðsyn þess að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúss í Borg- arnesi. í því sambandi sam- þykkti byggðarráð að tíma- bært væri að stofna formlegan undirbúningshóp til að stýra þeirri vinnu sem framund- an er. Sveitarstjóra var falið að gera tillögu að erindisbréfi fyrir hópinn. -mm Fasteignasala í mars VESTURLAND: Á Vestur- landi var 49 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í mars. Þar af voru 24 samningar um eignir í fjölbýli, 18 samningar um eignir í sérbýli og sjö samn- ingar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.467 millj- ónir króna og meðalupphæð á samning 29,9 milljónir króna. Af þessum 49 voru 28 samn- ingar um eignir á Akranesi. Þar af voru 19 samningar um eign- ir í fjölbýli, átta samningar um eignir í sérbýli og einn samn- ingur um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.009 millj- ónir króna og meðalupphæð á samning 36,0 milljónir króna. -mm Leitað að bæjar- listamanni AKRANES: Menningar- og safnanefnd Akraneskaup- staðar óskar eftir tillögum al- mennings um bæjarlistamann Akraness 2019. Hægt er að senda inn tillögur rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstað- ar. Nefndin mun fara yfir all- ar tillögur sem berast. Niður- stöðurnar verða kynntar við hátíðlega athöfn á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní. Fyrsti bæj- arlistamaður Akraness var Hreinn Elíasson myndlist- armaður árið 1992. Síðan þá hafa fjölmargir listamenn ver- ið útnefndir og fyrirkomulag- ið verið með ýmsu móti. Und- anfarinn áratug hefur verið út- nefnt á hverju ári og til eins árs í senn. Eðvarð Lárusson gít- arleikari var bæjarlistamaður Akraness 2018 og Kolbrún S. Kjarval leirlistakona árið þar á undan. -kgk Byggja nýja kennslustofu AKRANES: Ný kennslustofa verður byggð við Grunda- skóla á Akranesi fyrir upphaf skólaársins haustið 2019. Um er að ræða færanlega skóla- stofu, sem reist verður á skóla- lóðinni. Um leið verður elsta færanlega kennslustofan tek- in úr umferð en salerni not- uð áfram, sem og aðstaða fyr- ir ræstingu og sá hluti hús- næðisins lagfærður. Er þetta gert að tillögu skóla- og frí- stundaráðs sem bæjarráð sam- þykkti á fundi sínum 27. mars sl. Kostnaður vegna fram- kvæmdanna er 30 milljón- ir króna og verður mætt með lækkun á handbæru fé. Bæj- arráð vísaði ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn. -kgk Ófeigur Gestsson lést 2. apríl síð- astliðinn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, 75 ára að aldri. Hann hafði um árabil glímt við hjartveiki. Ófeigur var fædd- ur í Reykjavík 12. október 1943, sonur Gests Jónssonar gjaldkera og Kristínar Jónsdóttur húsmóð- ur. Á fyrri hluta starfsferils síns vann hann í rúma tvo áratugi sem frjótæknir hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar og bjó þá á Hvann- eyri. Þar tók hann virkan þátt í félagsstarfi í héraði, var meðal annars formaður Ungmennasam- bands Borgarfjarðar í áratug og á þeim vettvangi í hópi drifkrafta að Húsafellshátíðum sem sambandið hélt um árabil. Þá var hann lengi starfandi innan Lionshreyfingar- innar og var á tímabili fréttaritari Morgunblaðsins. Árið 1982 söðl- aði Ófeigur um og gerðist sveitar- stjóri Hofsóshrepps og eftir það bæjarstjóri á Blönduósi frá 1988 til 1994. Hann tók eftir það við starfi ferðamálafulltrúa í Húna- vatnssýslum en starfaði einn- ig hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi, áður en haldið var suð- ur fyrir heiði að nýju á vit nýrra ævintýra. Árið 2004 fluttu Ófeigur og fjölskylda á Akranes þar sem hann bjó til æviloka. Seinni kona hans er Svanborg Þórdís Frostadóttir við- skiptafræðingur og eiga þau sam- an eina dóttur. Ófeigur lætur auk þess eftir sig fimm börn og fjögur fósturbörn. Ófeigur hafði alla tíð óbilandi áhuga á samfélags- og félagsmál- um og var vel lesinn og kynnt- ur. Eftir að Ófeigur og fjölskylda fluttu á Akranes fyrir fimmtán árum skrifaði hann fréttir og tók talsvert af viðtölum fyrir Skessu- horn. í mörgum þessara verk- efna var hann um leið að rifja upp gömul kynni sín við Borgfirðinga, en í sveitum þess héraðs var hann lengi starfandi. Þá átti fjölskyldan sumarhús í Hvítársíðu. Skessu- horn þakkar Ófeigi gott samstarf og góð kynni í áranna rás og fær- ir eiginkonu og börnum innilegar samúðarkveðjur. mm And lát: Ófeigur Gestsson í byggingunum við Borgarbraut 57 og 59 í Borgarnesi er eins og kunn- ugt er rekið Hótel B59 á lóð núm- er 59 og fjölbýlishús með íbúðum Fullnýtt neðsta hæð í nýbyggingu Borgarbraut 57 og 59 í Borgarnesi. Jónas Björgvin Ólafsson og María Júlía Jónsdóttir. Á bakvið þau sést inn í rými sem innréttað verður fyrir ZoOn útivistarfatnað. Tæknifyrirtækin Skaginn 3X og Kælismiðjan Frost hafa land- að milljarðasamningi um hönn- un, uppsetningu og innleiðingu á vinnslu- og kælibúnaði í risavax- inn frysti- og vinnslutogara sem er í smíðum fyrir rússneska útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækið Collec- tive Farm Fishery. Framleiðslugeta togarans verður allt að 450 tonn á dag og frystilestarnar rúma 5.100 tonn. Heildarlausnir Frosts sam- anstanda af frystikerfi, sem mun sjá um frystingu á sex sjálfvirkum frystiskápum frá Skaganum 3X. „Við erum stolt af því að hafa feng- ið tækifæri til þess að taka þátt í nú- tímavæðingu sjávarútvegs í Rúss- landi,“ segir pétur Jakob péturs- son, sölustjóri Skagans 3X á svæð- inu. Skipið er það stærsta sem Rúss- ar hafa smíðað í áratugi og til marks um það er framleiðslugetan um borð 50% meiri en í öðrum sam- bærilegum rússneskum skipum. Áætlað er að skipið, sem er í smíðum í Yantar-skipasmíðastöð- inni í Kalíníngrad, verði fullbúið og tilbúið til afhendingar í árslok 2022. Verkefnið er liður í stefnu rússneskra stjórnvalda að renna styrkari stoðum undir sjávarútveg landsins, tryggja sjálfbærni veiða og mataröryggi með því að hvetja til nútímavæðingar greinarinnar. mm Skaginn 3X semur um stórt verkefni í Rússlandi Frá undirritun samningsins um aðkomu íslensku fyrirtækjanna að smíði stærsta frysti- og vinnslutogara Rússa. Frystilestar skipsins rúma hvorki meira né minna en 5100 tonn.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.