Skessuhorn - 10.04.2019, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201912
Nokkur umræða hefur skapast í
Borgarbyggð um meintan stórmun
á meðallaunakostnaði í grunnskól-
um í sveitarfélaginu. Meðal ann-
ars minntist Guðsteinn Einarsson
á málið í aðsendri grein í Skessu-
horni í síðustu viku. Gunnlaugur A
Júlíusson sveitarstjóri vill koma á
framfæri leiðréttingu vegna máls-
ins og tekur fram að eðlilegt sé
að þessi misskilningur hafi feng-
ið vængi í ljósi þess að hinn meinti
launamunur hafi komið fram í
Skólavoginni, heimild sem undir
eðlilegum kringumstæðum ætti að
vera hægt að treysta. „Sem betur
fer er þetta hins vegar ekki raun-
veruleikinn,“ segir Gunnlaugur í
samtali við Skessuhorn. í skýrslu
Skólavogarinnar stóð að meðal-
launakostnaður í Grunnskóla Borg-
arfjarðar væri um milljón krónum
hærri á hvern nemanda heldur en
í Grunnskóla Borgarbyggðar. Hið
rétta er að meðallaunakostnaður á
nemanda í Borgarbyggð er 1.606
þúsund krónur. Meðallaunakostn-
aður í Grunnskólanum í Borgar-
nesi er 1.440 þúsund krónur en
1.772 þúsund krónur í Grunn-
skóla Borgarfjarðar. Munurinn er
23% sem er mun eðlilegra í ljósi
fámennra sveitaskóla annars vegar
og þéttbýlisskóla hins vegar. Með-
allaunakostnaður í landinu öllu á
nemanda er hins vegar 1.220 þús-
und krónur
Mistök við
úrvinnslu gagna
Gunnlaugur Júlíusson segir að fyrr-
greindar upplýsingar um mikinn
mun á meðallaunakostnaði grunn-
skólanna í Borgarbyggð hafi birst
í Skólavoginni, en Skólavogin er
einkafyrirtæki sem vinnur og birtir
upplýsingar um grunnskóla lands-
ins. „Starfsfólk Borgarbyggðar ósk-
aði eftir upplýsingum og skýring-
um frá þeim sem höfðu unnið fyrr-
greinda útreikninga og birt þá. Nú í
vikunni fékkst loks staðfest að Skóla-
vogin hafði víxlað upplýsingum um
launakostnað í Grunnskólanum í
Borgarnesi og Grunnskóla Borg-
arfjarðar. Þannig deildi Skólavogin
heildarlaunakostnaði í Grunnskól-
anum í Borgarnesi út á hvern nem-
anda í Grunnskóla Borgarfjarðar
sem eru töluvert færri en í Borgar-
nesi. Svo var á hinn bóginn heildar-
launakostnaði í Grunnskóla Borg-
arfjarðar deilt út á hvern nemenda
í Grunnskólanum í Borgarnesi (sem
eru töluvert fleiri en í G.Bfj). Þannig
voru útreikningarnir rangir á báða
vegu og munur á meðallaunum því
afar mikill milli skólanna þegar nið-
urstaðan var birt.“
Gunnlaugur segir þessar röngu
upplýsingar slæmar fyrir sveitarfé-
lagið en út frá þeim hafi einhverj-
ir nú þegar myndað sér skoðun á
framtíð skólahalds í sveitarfélaginu.
„Það segir sig sjálft að þegar slík
mistök verða þá verður niðurstað-
an mjög fjarri raunveruleikanum og
allur samanburður því rangur. Þarna
hafa átt sér stað mistök einhvers-
staðar í þessu vinnuferli en þau mis-
tök voru ekki hjá starfsfólki Borgar-
byggðar. Hagstofan safnar á rafræn-
an hátt saman upplýsingum um fjár-
hag sveitarfélaga og aðra starfsemi
þeirra úr ýmsum gagnagrunnum.
Skólavogin fær þessar upplýsingar
afhentar frá Hagstofunni en þær eru
m.a. yfirfarnar af starfsfólki Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga. Skóla-
vogin vinnur síðan úr fyrrgreindum
upplýsingum og birtir þær í þeim
tilgangi að fá fram samanburði milli
skóla á ýmsan hátt. Hvert og eitt
sveitarfélag kemur ekkert að þessari
gagnavinnslu,“ segir Gunnlaugur að
endingu og ítrekar mikilvægi þess að
leiðréttar upplýsingar komist sem
víðast. mm
Alvarleg villa í útreikningi
Skólavogarinnar um meðallaun
Bagaleg mistök sem nauðsynlegt er að leiðrétta segir sveitarstjóri
Seint á miðvikudagskvöldi í lið-
inni vikua var skrifað undir nýja
kjarasamning verslunar-, skrif-
stofu- og verkafólks í húsnæði Rík-
issáttasemjara í Reykjavík. Samn-
ingar þessir ná til á annað hundr-
að þúsund starfsmanna á almenn-
um vinnumarkaði og verða án efa
stefnumarkandi fyrir þá samnings-
aðila sem enn eiga eftir að ná saman
við samningaborðið. Það einkennir
þessa samninga að stjórnvöld koma
til móts við aðila vinnumarkaðarins
í formi skattkerfisbreytinga, vaxta-
lækkunar á samningstímanum, þak
verður sett á lengd óverðtryggðra
lána og fleiri þættir koma til. í
þessari samantekt verður farið yfir
helstu atriði samninganna:
Kjarasamningarnir gilda frá 1.
apríl 2019 til 1. nóvember 2022
og eru því óvenjulega langir samn-
ingar á íslenskan mælikvarða. Öll
mánaðarlaun hækka um 17 þúsund
kr. 1. apríl síðastliðinn, lægstu laun
hækka mest, en 30% hækkun er á
lægstu taxta. Aukið vinnustaðalýð-
ræði er hluti samninganna, með
möguleika á verulegri styttingu
vinnutímans, en fram kom í kynn-
ingu verkalýðsfélaganna að vinnu-
tímabreyting verður valkvæð inn-
an hvers og eins vinnustaðar en þó
með eftirliti viðkomandi stéttar-
félags. Eingreiðsla upp á 26 þúsund
kr. kemur til útborgunar í byrjun
maí 2019. Þá eru sköpuð skilyrði
fyrir verulegri vaxtalækkun á samn-
ingstímanum. Loks verður skatt-
byrði hinna tekjulægstu lækkuð um
10 þúsund kr. á mánuði.
Almenn hækkun á mánaðar-
laun fyrir fullt starf verður þessi:
1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði,
1. apríl 2020 18.000 kr., 1. janúar
2021 15.750 kr. og 1. janúar 2022
17.250 kr. Þá hækka kauptaxtar sér-
staklega: 1. apríl 2019 17.000 kr. á
mánuði, 1. apríl 2020 24.000 kr., 1.
janúar 2021 23.000 kr. og 1. janúar
2022 26.000 kr.
Á árunum 2020-2023 kemur til
framkvæmda launaauki að gefinni
ákveðinnar þróun á vergri lands-
framleiðslu á hvern íbúa. Tenging
við hagvöxt, kallað hagvaxtarauki,
á að tryggja launafólki hlutdeild í
verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði
nýtist best þeim tekjulægri þar sem
þessi hækkun fer af fullum þunga
á taxtakaup og að þremur fjórðu
á önnur laun. Hagvaxtarauki get-
ur hækkað taxtalaun um 3-13 þús-
und á ári eftir því hvað verg lands-
framleiðsla á mann hækkar mikið á
tímabilinu.
Loks er samið um 2,5% hækkun
á aðra liði kjarasamninganna eins
og bónusa 2020-2022.
Lágmarkstekjur
hækkaðar
í samningunum er gert ráð fyrir að
lágmarkstekjur fyrir fullt starf frá 1.
apríl 2019 verði 317.000 kr. á mán-
uði, þann 1. apríl 2020 335.000 kr.,
1. janúar 2021 351.000 kr. og 1.
janúar 2022 368.000 kr. Desember-
uppbót sem var 89 þúsund krónur á
síðasta ári verður 92.000 kr. á þessu
ári og hækkar um tvö þúsund krón-
ur á ári á samningstímanum.
Orlofsuppbót fyrir hvert orlofs-
ár sem var 48.000 krónur á síðast
ári hækkar í 50.000 kr. á þessu ári
og upp í 53 þúsund krónur á samn-
ingstímanum. Eingreiðslan kem-
ur sem sérstakt álag á orlofsupp-
bót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem
greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.
Ákveðnar forsendur
gefnar
Þá segir að forsendur kjarasamn-
inganna séu eftirfarandi:
Kaupmáttur launa hafi aukist á
samningstímabilinu skv. launavísi-
tölu Hagstofu íslands.
Vaxtir lækki verulega fram að
endurskoðun samnings í september
2020 og haldist lágir út samnings-
tímann.
Stjórnvöld standi við gefin fyrir-
heit skv. yfirlýsingum ríkisstjórn-
arinnar í tengslum við gerð kjara-
samninganna.
Forsendur kjarasamninga verða
metnar í september 2020 og sept-
ember 2021. Forsendunefnd verð-
ur skipuð þremur fulltrúum frá
hvorum samningsaðila.
Innlegg ríkisstjórnar-
innar í kjarasamninga
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
vegna samninga á vinnumarkaði
segir að ríkisstjórnin hefði viljað
liðka fyrir samningsgerðinni. „Að-
gerðirnar munu nýtast best tekju-
lágum einstaklingum og ungu fólki
sem rímar við áherslur og kröf-
ur verkalýðshreyfingarinnar í yfir-
standandi kjaraviðræðum.“
Meðal helstu atriða í innleggi
ríkisstjórnarinnar eru:
Nýtt lágtekjuþrep í þriggja þrepa
skattkerfi. Ráðstöfunartekjur tekju-
lægsta hópsins aukast um 10.000
kr./mánuði.
Húsnæðismál: Tveir milljarðar
í viðbót í stofnframlög 2020-2022
ca. 1.800 íbúðir, unnið verður með
aðilum vinnumarkaðarins að leið-
um til að auðvelda ungu fólki fyrstu
kaup og núverandi heimild til nýt-
ingar á séreingarsparnaði verður
framlengd.
Lífeyrismál: Lögfest verður
heimild til að ráðstafa 3,5% í til-
greinda séreign. Heimilt verður að
ráðstafa tilgreindri séreign til hús-
næðismála með tíma- og fjárhæðar-
takmörkum. Farið verður í endur-
skoðun lífeyristökualdurs í samráði
við aðila.
Fæðingarorlof lengist úr 9 mán-
uðum í 10 í byrjun árs 2020 og leng-
ist í 12 mánuði í byrjun árs 2021.
Tekið verður á kennitöluflakki
samkvæmt tillögum ASí og SA og
heimildir til refsinga auknar. Keð-
juábyrgð um opinber innkaup
verður lögfest. Aðstoð og vernd
fyrir fórnarlömb vinnumannsals og
nauðungarvinnu aukin.
Verðtryggð jafngreiðslulán til
lengri tíma en 25 ára verða bönn-
uð frá 2020 nema með ákveðnum
skilyrðum. Frá byrjun árs 2020
verður lágmarkstími verðtryggðra
neytendalána lengdur úr 5 í 10 ár.
Spornað verður við sjálfvirkum
vísitöluhækkunum vöru, þjónustu
og skammtímasamninga.
mm
Samið til fjögurra ára í tímamótasamningum