Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Síða 21

Skessuhorn - 10.04.2019, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 2019 21 SK ES SU H O R N 2 01 9 Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi: Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðal- skipulagsins. Lýsingarferli vegna annars samskonar verkefnis er í farvatninu sem verður auglýst síðar. Lýsingin liggur frammi, frá 11. apríl til 24. maí, á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal, heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is. Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu Skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11 Búðardal eða netfang skipulag@dalir.is fyrir 24. maí 2019. í gær, þriðjudaginn 9. apríl, var ára- tugur liðinn síðan Þorgrímur Ein- ar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, bændur á Erps- stöðum í Dölum, hófum heima- vinnslu afurða á bænum með fram- leiðslu á rjómaís. Þar með var starf- semi Rjómabúsins Erpsstaða hafin og hefur staðið allar götur síðan. Þorgrímur var að vonum hinn ánægðasti þegar Skessuhorn sló á þráðinn til hans á afmælisdaginn. „Það er alltaf gott hljóðið í okk- ur. Góður vetur er að baki og full bjartsýni fyrir komandi sumri. Kis- an okkar Spóla bíður spennt eftir að taka á móti gestum dagsins í sólinni. Ferðamennirnir eru farnir að láta sjá sig og sólin skín á okkur þessa dag- ana. Það er brakandi blíða hér í Döl- unum, bjart um allan fjörð og ekki ský á lofti nema eftir flugvélarnar sem fljúga hérna yfir,“ segir Þor- grímur hinn ánægðasti í samtali við Skessuhorn. Aðspurður segir hann að ekkert eitt verði sett á oddinn öðru fremur í tilefni afmælisins. „Fleiri viðburð- um ætlum við að standa fyrir í sumar en verið hafa, en það er ekkert orð- ið fast í hendi enn sem komið er. En við erum alltaf í einhverjum nýjung- um. Þessa dagana erum við að fást við nýja osta og reyna að finna nýj- ar ístegundir og fleira. En það verða ekki stórar breytingar á rútínunni hjá okkur. Samhliða þessu erum við að taka útisvæðið í gegn fyrir sumarið. Þannig að þetta eru mest hefðbundin vorverk og þróunarstarf. Við reynum auðvitað alltaf að bæta okkur frá ári til árs. Sumt gengur úr sér og svo fær maður nýjar hugmyndir og reynir að heimfæra þær, eins og gengur.“ Margar vörur bæst við Sem fyrr segir hófst starfsemi Rjóma- búsins með framleiðslu á ís en síðan þá hafa margar vörur bæst við flór- una, svo sem ostar, skyr og skyrkon- fekt. „í upphafi kom til okkar maður og kenndi okkur á græjurnar. Þetta var 9. apríl 2009 og það er dagurinn sem við byrjuðum að leika okkur að búa eitthvað til. Fyrsta sumarið vor- um við eingöngu með ís, en reynd- ar mjög margar tegundir. Mig minn- ir að við höfum verið með 17 teg- undir, það átti sko að sigra heiminn með ísnum,“ segir Þorgrímur létt- ur í bragði. „Árið eftir byrjuðum við að prófa okkur áfram í ostunum. Það sumar vorum við aðallega með feta- ost og síðan fórum við að fikra okk- ur áfram í skyrinu, til að nýta alla undanrennuna sem fellur til þeg- Rjómabúið Erpsstaðir er tíu ára: „Reynum alltaf að bæta okkur frá ári til árs“ ar við erum að ná í rjómann,“ segir hann. „Það var síðan árið 2012 sem má segja að vendipunktur hafi orðið í okkar framleiðslu. Þá kom til okk- ar ungur maður frá ítalíu, sem var í rúmlega hálft ár við ostagerð og fleira fólk frá útlöndum í styttri og lengri dvalir við að prófa sig áfram með afurðir. Þá var mikið þróunar- starf unnið. Skyrkonfektið kom á markað vorið 2012 og mikil breyting varð á mörgum sviðum hjá okkur,“ útskýrir Þorgrímur. „Síðan tókum við aftur stökk fyrir rúmu ári þegar við tókum búðina í gegn. Þá vorum við komin með frambærilegri fram- setningu á vörunum okkar og þeirri hugmyndafræði sem við vinnum eft- ir. Þá kláruðum við í rauninni verk- efnið sem við byrjuðum á 2009.“ Bjart framundan Aðspurður kveðst Þorgrímur bjart- sýnn á framtíðina á Erpsstöðum. „Ég er alla jafnan bjartsýnn og það hefur ekkert breyst,“ segir hann léttur í bragði. „Aðsóknin hefur alla tíð verið góð og vaxið ár frá ári. Nú þegar er byrjað smá rennirí af fólki. páskarnir eru framundan og svo Jörvagleði í Dölum helgina eft- ir páska. Ég reikna með að við verð- um með opið meira og minna frá og með næstu helgi og fram yfir leitir í haust,“ bætir hann við. „Við höfum aðeins verið að fikra okkur áfram í að selja fyrir aðra framleiðendur í héraði, einkum handverk en einnig aðeins af matvöru, til dæmis lamba- kjöt frá Fagradal. Ég sé fyrir mér að slíkt mætti gjarnan auka og tel að það yrði mikill fengur af vöruúrvali í matnum. Það myndi bæði styrkja búðina okkar og gagnast þeim fram- leiðendum sem vilja selja afurðirn- ar sínar hjá okkur,“ segir Þorgrím- ur á Erpsstöðum að endingu, áður en hann þeytist í næsta verkefni sem er að setja saman gróðurhúsið sem fauk í roki síðastliðið haust. kgk Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, bændur á Erpsstöðum, ásamt börnum sínum. Þorgrímur við afgreiðsluborðið í verslun Rjómabúsins Erpsstaða. Ostarkælirinn á Erpsstöðum stappfullur af ostum. Framleiðsla á skyrkonfekti hófst árið 2012 og hefur allar götur síðan notið mikilla vinsælda.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.