Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Side 22

Skessuhorn - 10.04.2019, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201922 Söngkeppni framhaldsskólanna verður í annað sinn haldin í Bíó- höllinni á Akranesi næsta laugar- dag, 13. apríl. Það eru Vinir hall- arinnar sem hafa tekið að sér að skipuleggja keppnina en þeir sáu einnig um það verkefni á síðasta ári þegar útlit var fyrir að ekkert yrði af keppni. „Við tókum þetta að okkur í fyrra með litlum fyrirvara og það tókst rosalega vel til svo við ákváðum að gera þetta aftur hér á Akranesi í ár. Svo verður púls- inn bara aftur tekinn eftir keppni og við sjáum til hvort við höldum áfram að sjá um þetta eða hvort fólk vill fara aðrar leiðir, við tökum bara eina keppni í einu,“ segir ís- ólfur Haraldsson frá Vinum hallar- innar í samtali við Skessuhorn. Undirbúningur gengur að sögn ísólfs afar vel og gera má ráð fyr- ir flottri keppni um helgina. Það eru 26 keppendur skráðir til leiks og fá þeir að æfa sig í Bíóhöllinni á fimmtudag og föstudag. „Við ætl- um að brydda upp á þeirri nýjung í ár að vera með fjölskyldudóm- ararennsli klukkan 14:30 á laugar- daginn. Þá getur fólk komið með börnin með sér og horft á keppn- ina. Keppnin sjálf hefst svo klukk- an 20:55 og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV,“ segir ísólf- ur. Kynnar á keppninni í ár verða bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór. „Hver og einn keppandi fær tvær mínútur og 30 sekúndur til að koma fram og heilla áhorfend- ur svo við gerum ráð fyrir að út- sending verði ekki nema um eina klukkustund og 40-50 mínútur. Þetta á að ganga hratt fyrir sig og vera skemmtilegt fyrir áhorfend- ur,“ segir ísólfur. Skiptir mestu máli að keppendurnir njóti sín Tónlistarstjóri keppninnar er Birg- ir Þórisson tónlistarmaður en hann fær það hlutverk að klippa niður lögin í samráði við keppendur og setja saman hljómsveit. „Þar sem þetta er sjónvarpsútsending mega atriðin ekki vera lengri en tvær og hálf mínúta. Það kemur í minn hlut að klippa lögin niður í þá lengd, að sjálfsögðu í samráði við keppendur. Þetta getur stundum verið ákveð- in áskorun og það þarf að passa að bæði textinn og lagið haldi sam- henginu þrátt fyrir styttingu. Svo eru krakkarnir oft með óskir um að halda ákveðnum parti af lög- unum inni og að sjálfsögðu reyn- ir maður að vinna í kringum það,“ segir Birgir. „Þetta er allt unnið í fullu samráði við keppendur því það skiptir auðvitað fyrst og fremst máli að þeir fái að njóta sín og séu ánægðir með sitt framlag. Það er samt ákveðinn lúxus fyrir mig, að þar sem við erum bara með loka- keppnina og þetta eru krakkar sem eru búnir að sigra í sínum skóla, því fáum við atriðin sjálf nokk- uð vel mótuð til okkar og ég þarf í rauninni bara að stytta þau,“ bæt- ir hann við. Auk þess að vera tónlistar- stjóri er Birgir hljómborðsleikari í hljómsveit hússins. En auk Birg- is skipar sveitina þá Helgi Reynir Jónsson gítarleikara, Gunnar Leó pálsson trommuleikara og Ingi Björn Ingason bassaleikara. „Það hefur einnig verið mikið að gera hjá þeim síðustu daga. Þeir hafa fengið sendan stóran stafla að lög- um með skilaboðunum; „gjörið svo vel, við erum að fara að spila þetta í sjónvarpi á laugardaginn,“,“ segir Birgir og hlær. „En þetta eru því- líkir fagmenn sem gera þetta mjög vel. Ég er svo heppinn að fá að spila með svona flottum tónlistar- mönnum.“ Jákvætt að hafa keppn- ina á Akranesi Birgir var einnig tónlistarstjóri á keppninni á síðasta ári og segir það ekki hafa verið spurning um að gera þetta aftur í ár. „Það var í rauninni ótrúlegt hversu vel þetta heppnað- ist í fyrra. Ég var bara korter frá því að stíga upp í flugvél, í fimm daga ferð til póllands að spila, þegar ísólfur hringdi í mig. Þá hafði mig langað að vera partur af hljómsveitinni í þessari keppni frá því ég var krakki. Ég var því fljótur að segja já þegar ísólfur spyr hvort ég sé til í að vera í hljómsveitinni. Svo spyr hann mig hvort ég sé ekki líka til í að vera tónlistarstjóri. Ég spurði hann þá hvenær keppnin yrði og hann svarar: „Eftir þrjár vikur!“ Og þarna var ég á leiðinni í burtu í fimm daga. En þetta var rosalega gaman þó það hafi allt verið á haus þessar tvær vikur eftir að ég kom heim frá póllandi,“ seg- ir Birgir. „En ég er rosalega þakk- látur ísólfi að hafa treyst mér fyrir þessu verkefni og líka fyrir að færa keppnina hingað á Akranes. Hann gæti vel haldið keppnina í Reykja- vík en hann ákveður að nota Bíó- höllina og fá fólkið hingað, sem er mjög jákvætt.“ Fjölbreytt lagaval í ár Aðspurður segir hann lagavalið í keppninni í ár vera mjög fjölbreytt, allt frá klassískum lögum til rokks. „Það er í raun allur skalinn, nema rapp, sem kom mjög á óvart. En það verða líka flutt tvö frumsamin lög, sem er einnig mjög gaman,“ segir hann. Spurður hvernig gangi að vinna lögin með keppendum svona í fjarsamskiptum segir Birg- ir það hafa gengið mjög vel. „Þau hafa öll verið svo dugleg í þessu ferli svo þetta hefur gengið mjög vel. Núna er bara aðal spenning- urinn fyrir fimmtudeginum, að hitta krakkana og fá að sjá andlitin bakvið lögin. í fyrra kom það mér svo á óvart hversu fagmannleg þau eru og flott tónlistarfólk. Ég er því rosalega spenntur að hitta þau og fá að vera með þeim á æfing- um fimmtudag og föstudag,“ segir Birgir að endingu. arg Söngkeppni framhaldsskólanna verður í Bíóhöllinni um helgina Hljómsveitin Pési og breiðnefirnir var fulltrúi Menntaskóla Borgarfjarðar í keppninni á síðasta ári. Sveitina skipuðu Þórður Brynjarsson, Snæþór Bjarki Jónsson, Pétur Snær Ómarsson og Kristján Guðmundsson. Piltarnir sungu lagið Mescalin sem hljómsveitin Egó gerði frægt hér á árum áður. Ísólfur Haraldsson frá Vinum hallarinnar sem skipuleggja Söngkeppni framhalds- skólanna Ljósm. úr safni Skessuhorns/glh. Birkir Blær Óðinsson, úr Menntaskólanum á Akureyri, sigraði í Söngkeppninni í fyrra. Hér er hann ásamt hljómsveitinni sem spilaði undir í flestum atriðum keppninnar. Birgir Þórisson er annar frá hægri á myndinni. Ljósm. úr safni Skessuhorns/mm.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.