Skessuhorn - 16.04.2019, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Gráir fyrir járnum
Nýverið féll frá á níræðisaldri Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðing-
ur, fyrrverandi borgarfulltrúi og sendifulltrúi. Í mínum huga var Björgvin
fremsti talsmaður Íslendinga um að kjör eldri borgara yrðu lagfærð. Nán-
ast fram í andlátið ritaði hann greinar um þessi mál og færði sterk rök fyr-
ir máli sínu. Í síðustu greininni sem hann ritaði, fyrir einungis nokkrum
dögum, fjallaði hann um þá eldri borgara sem hafa verst kjörin, hafa stríp-
aðan lífeyri frá almannatyggingum og engar aðrar tekjur. „Ég tel brýnast
að bæta kjör þessa hóps; hann hefur ekki nóg fyrir framfærslukostnaði,“
skrifaði Björgvin og leiddi rök fyrir að það væri tiltölulega ódýrt að leysa
vanda þessa hóps og það ætti að gera eigi síðar en strax. Tók hann einnig
til umfjöllunar þá eldri borgara sem hafa lífeyrissjóð og ef til vill einhverj-
ar aðrar tekjur einnig. „Flestir halda, að þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð
alla sína starfsævi eigi áhyggjulaust ævikvöld. Svo einfalt er það ekki. Þeir
þurfa margir að hafa áhyggjur af fjármálum sínum þrátt fyrir greiðslur í
lífeyrissjóði alla sína starfsævi,“ skrifaði hann.
Björgvin var formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavik og
sem slíkur undirbjó hann málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna skerð-
inganna sem það stendur fyrir. Í frétt á forsíðu blaðsins í dag segjum við
einmitt frá því þegar Grái herinn kynnti á aðalfundi Landssambands eldri
borgara væntanlega málsókn á hendur ríkinu. Grái herinn hefur stofn-
að sérstakan málsóknarsjóð sem ætlað er að verða fjárhagslegur bakhjarl
málshöfðunar, enda er við því búist að jafnvel verði að færa málarekstur
þann alla leið til Mannréttindadómstólsins í Strassburg. Barátta hópsins
mun snúast um það sem kallað er óréttlát og yfirgengileg tekjutenging
í lífeyriskerfi almannatrygginga. Gagnrýndar eru þær miklu tekjuteng-
ingar sem hér á landi viðgangast og eru einsdæmi miðað við öll okkar
nágrannalönd. Hér er íslenska ríkið búið að byggja upp regluverk sem
þurrkar einfaldlega út grunnlífeyri fólks frá hinu opinbera ef það nýtur
tekna úr lífeyrissjóði. Af því leiðir að hvergi í nálægum löndum er hlutur
hins opinbera í eftirlaunum aldraðra minni en hér á landi. Í svari félags-
málaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland á Alþingi kom nýverið fram að
ef fallið yrði frá öllum skerðingum á ellilífeyrisþega myndi það kosta rík-
issjóð ríflega fjörutíu milljarða króna.
Eldra fólk hér á landi er þrautseigt en jafnframt seinþreytt til vandræða.
Af því leiðir að alltof lengi hefur fólk látið það yfir sig ganga að gengið
sé á fjárhagslegt sjálfstæði þess þegar hefðbundinni starfsævi lýkur. Þetta
er að mínu mati alveg óþolandi afstaða og mér er lífsins ómögulegt að
skilja af hverju allir helstu stjórnmálaflokkar þessa lands hafa ekki áhuga
á að leiðrétta þetta hróplega ranglæti. Það er einfaldlega ekki boðlegt
fyrir Katrínu forsætisráðherra að svara gagnrýni Gráa hersins með því að
boða stofnun enn eins starfshópsins til að skoða kjör eldri borgara. Það
þarf ekkert að skoða, ríkið verður einfaldlega að finna sér nýja tekjustofna
til að fjármagna útgjöld sín, eða draga úr opinberum útgjöldum. Ekkert
flókið.
Ef kjör eldri borgara verða bætt með þeim hætti að hætta að stela ellilíf-
eyrnum af fólki skulu ráðamenn ekki hafa nokkrar áhyggjur. Fólkið mun
ekki stefna á að fara með þessa peninga í gröfina. Þeir fara út í neysluna,
auka viðskipti og þar með velsæld yngra fólks og þannig myndi ég áætla
að beinn nettókostnaður ríkissjóðs af leiðréttingunni yrði ekki 40 millj-
arðar, heldur kannski tíu. Ég er friðarins maður, en engu að síður tilbúinn
að ganga í Gráa herinn strax og ég fæ aldur til.
Magnús Magnússon.
Lögreglan á Vesturlandi hélt sam-
eiginlega æfingu með sérsveit rík-
islögreglustjóra á Akranesi í gær,
mánudagsmorgun. Æfð voru við-
brögð við vopnamáli og tóku lög-
reglumenn á Akranesi þátt sem
fyrstu viðbragðsaðilar. Skrifstofur
Sementsverksmiðjunnar voru
fengnar að láni hjá ríki og bæ til æf-
ingarinnar og gegndu þær hlutverki
fjölbýlishúss. „Æfingin var sett
þannig upp að öryggisverðir til-
kynna um vopnaðan mann í fjölbýli.
Lögreglan á Akranesi mætir á stað-
inn, ræðir við öryggisverðina sem
tjá lögreglu að í húsinu sé vopnaður
maður og mögulega með fólk í gísl-
ingu. Síðan kemur vopnaður maður
út úr húsinu, hrópar að lögreglu og
hefur uppi kröfur áður en hann fer
inn í húsið aftur. Þá kallar lögregla
eftir aðstoð sérsveitar sem kemur á
vettvang og umsátur hefst,“ útskýr-
ir Ásmundur Kr. Ásmundsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá Lög-
reglunni á Vesturlandi, í samtali við
Skessuhorn. Auk þess segir hann
að sérfræðingar í samtalstækni frá
ríkislögreglustjóra hafi tekið þátt
í æfingunni. Fóru þeir inn í húsið
og ræddu við hinn vopnaða. Á æf-
ingunni var staðan hins vegar met-
in þannig að fara þyrft inn í húsið,
yfirbuga manninn og frelsa gíslana,
sem sérsveitin og gerði.
Engin hætta á ferðum
Ásmundur vill árétta að aðeins hafi
verið um æfingu að ræða og að
engin hætta hafi verið á ferðum.
Öll vopn sem lögreglumenn sáust
bera voru æfingavopn, bláar byssur
sem skjóta litakúlum. Mótaðilinn
og gíslarnir voru leiknir af nem-
um í lögreglufræði sem eru þessa
dagana í starfsnámi hjá Mennta-
og starfsþróunarsetri lögreglunnar.
Ásmundur segir vel hafa tekist til á
æfingunni. „Þetta gekk allt saman
vel og æfingamarkmiðin náðust,“
segir Ásmundur. „Tilkynningin
barst um kl. 5:00 að morgni og æf-
ingunni var lokið um kl. 10:00. Um
20 sérveitarmenn tóku þátt, fjórir
lögreglumenn á Akranesi á báðum
vöktunum tóku þátt sem fyrstu við-
bragðsaðilar og um 15 nemar hjá
MSL í fylgd kennara,“ segir hann.
„Við tilkynntum ekki um æfinguna
fyrirfram en auðvitað sá nokkuð af
fólki til okkar. Ég vil því ítreka að
engin alvöru skotvopn voru notuð
við æfinguna, aðeins æfingavopn og
engin hætta var nokkurn tímann á
ferðum,“ segir Ásmundur að end-
ingu.
kgk/ Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi.
Síðdegis á sunnudaginn var
Slökkvilið Borgarbyggðar kallað út
vegna elds í gróðurlendi skammt
frá Litlu-Brekku á Mýrum. Auk
mannskapar frá slökkviliðinu á
Bifröst, Reykholti, Hvanneyri og
Borgarnesi var kallað eftir aðstoð
Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarð-
arsveitar. Þá var þyrla Landhelgis-
gæslunnar einnig kölluð út til að
flytja vatn í stórpoka yfir svæðið, en
aðstoð hennar var afturkölluð þeg-
ar ljóst þótti að næðist að slökkva
eldinn af landi. Að sögn Bjarna
Kristins Þorsteinssonar slökkviliðs-
stjóra var strekkings vindur á svæð-
inu sem tafði slökkvistarf nokkuð.
Sagði hann að um tíma hefði ver-
ið óttast um að eldurinn næði að
breiða úr sér alveg vestur að Langá
og niður undir ós hjá Leirulæk, en
tekist hefði að slökkva í tíma áður
en til þess kom. Bjarni sagðist ekki
treysta sér til að slá á flatarmál þess
lands sem brann en sagði það þó-
nokkuð svæði. Þá er óljóst um elds-
upptök. Bjarni áminnir fólk um að
fara varlega við þessar aðstæður, en
jörð er víða þurr og mikill eldsmat-
ur í sinu og gróðri.
mm/ Ljósm. iss.
Sinueldur við Litlu-Brekku á Mýrum
Lögregla og sérsveit æfðu
viðbrögð við vopnamáli
Frá æfingunni. Fylgst með gangi mála á vettvangi.
Svipmynd frá æfingunni á Mánabraut á Akranesi á mánudagsmorgun. Sér-
sveitarmaður með bláa æfingabyssu.