Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Síða 5

Skessuhorn - 16.04.2019, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 2019 5 Fimmtudaginn 17. apríl: Opið frá kl. 12-18 Föstudaginn 18. apríl: Opið frá kl. 12-16 Laugardaginn 20. apríl: Opið frá kl. 10-18 Sunnudaginn 21. apríl: Lokað Mánudaginn 22. apríl: Opið frá kl. 10-18 Fimmtudaginn 25. apríl: Opið frá 12-20 Páskaopnun í Guðlaugu Hlökkum til að sjá þig! Evert Víglundsson, eigandi og yf- irþjálfari CrossFit Reykjavíkur og upphafsmaður CrossFit á Íslandi, verður með fyrirlestur þriðjudag- inn 23. apríl klukkan 20 á Akranesi um hvernig við getum orðið besta útgáfan af sjálfum okkur. Evert mun í fyrirlestrinum fara yfir mik- ilvægi svefns, næringar, hreyfing- ar, félagsskapar og streitustjórnun- ar. „Vilt þú verða betri í einhverju í lífinu? Þá er þessi fyrirlestur fyrir þig,“ segir í tilkynningu. Fyrirlesturinn verður í húsnæði Crossfit Ægis á Vesturgötu 119 á Akranesi og eru allir velkomnir. Frítt er fyrir meðlimi Crossfit Ægis en aðrir borga 1.500 krónur. Nán- ari upplýsingar er hægt að sjá í aug- lýsingu hér í blaðinu. arg Hjónin Ingibjörg Kristleifsdóttir og Halldór Gísli Bjarnason opn- uðu síðastliðinn sunnudag kaffi- húsið Heimskringluna. Það er til húsa í gamla Héraðsskólahúsinu í Reykholti og gengið inn um aðal- inngang hinnar reisulegu bygging- ar. Hátíðarsalurinn, sem byggður var á sínum tíma yfir sundlaugina, verður nýttur fyrir gesti kaffihúss- ins. Þar er jafnframt hangandi uppi sýning Óskars Guðmundssonar; „Árið 1918 í Borgarfirði“ sem opn- uð var í hátíðarsalnum á 100 ára af- mæli fullveldisins. Þau Ingibjörg og Halldór segjast ætla að leggja áherslu á veitingar úr hráefni sem framleitt er í héraðinu. Þá verða bakaðar vöfflur og annað sætabraut einnig á boðstólnum. Aðspurð segjast þau ætla að aðlaga opnun- artímann að umferðinni, en mik- ill fjöldi gesta sækir Reykholt heim á hverju ári. Rekstur kaffihússins Heimskringlunnar er tilraunaverk- efni þeirra í sumar í samstarfi við Snorrastofu, en húsnæðið hafa þau á leigu út september. Þau Halldór Gísli og Ingibjörg fluttu í Reykholt á síðasta ári eft- ir að hafa keypt þar íbúðarhús við Hallveigartrögð og selt íbúð sína í Reykjavík. Þeirra aðal starfsemi hefur verið námskeiðahald og rekstur Litlu Menntabúðarinnar - lifandi menntunar þar sem kenn- arar læra. Ingibjörg er leik- og grunnskólakennari og hefur starf- að sem formaður Félags stjórnenda leikskóla síðastliðinn áratug. Auk þess að semja um kaup og kjör og gæta hagsmuna félagsmanna hefur Ingibjörg tekið þátt í samstarfi um ýmis málefni, m.a. um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og efl- ingu leikskólastigsins. Hún hefur einnig tekið virkan þátt í alþjóða- samskiptum með kennurum og stjórnendum um praktík og póli- tík. Halldór Gísli er menntaður grunn- og framhaldsskólakenn- ari og hefur mestalla sína starfs- ævi sinnt sérkennslu. Hann er einn af frumkvöðlum að stofnun starfs- eða sérnámsbrauta á framhalds- skólastigi og síðustu 14 árin hefur hann kennt við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Þau Halldór og Ingibjörg störf- uðu við ferðaþjónustu á Húsafelli öll sumur fram til síðustu aldamóta samhliða námi og starfi, en Ingi- björg er systirin í hópi fimm barna Kristleifs Þorsteinssonar og Sig- rúnar Bergþórsdóttur á Húsafelli. Þau segjast í samtali við Skessu- horn hafa ákveðið það á síðasta ári að flytja á æskuslóðir Ingibjargar og vilja nú leyfa öðrum kennurum og starfsfólki menntastofnanna að njóta menntunar, menningar og upplyftingar á líkama og sál um leið og gestir njóta tilverunnar á hinum fornfræga mennta- og menningar- stað. Í sumar munu þau hins veg- ar leggja áherslu á móttöku ferða- manna og þjónustu í gamla Hér- aðsskólahúsinu. mm Halldór Gísli og Ingibjörg í anddyri gamla Héraðsskólahússins. Á vegg aftan við þau er mynd af gamla Reykholtsbænum og lágmynd af Þóri Steinþórssyni skóla- stjóra til hægri. Opna kaffihúsið Heimskringluna í Reykholti Fyrirlestur um að vera besta útgáfan af sjálfum sér

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.