Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Page 7

Skessuhorn - 16.04.2019, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 2019 7 Móttaka heyrnarfræðinga VESTURLAND GRUNDARFIRÐI - FIM 2.maí BORGARNESI – FÖS 3.maí Staðsetning: v/HEILBRIGÐISSTOFNANIR HEYRNARMÆLING – RÁÐGJÖF – HEYRNARTÆKI AÐSTOÐ OG STILLINGAR BÓKANIR í síma 581 3855 og í tölvupóst hti@hti.is • www.hti.is Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Gleðilega páska Opið um páskana e ins og venjulega. Sama góða þjónust an eins og alla hina dagana. Skírdagur, 12-14. Föstudagurinn la ngi, 12-13, vakt lyfja fræðings. Laugardagur 20. apríl, 10-14. Páskadagur, 12-1 3, vakt lyfjafræðings . Annar í páskum, 12-13, vakt lyfjafræð ings. Sími: 666 5110 smaprent@smaprent.is www.smaprent.is Smáprent Bolir í mörgum litum Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína Rekstur Snæfellsbæjar var jákvæð- ur um 125,3 milljónir króna á síð- asta ári, en gert hafði verið ráð fyrir 22,9 milljóna króna afgangi í fjár- hagsáætlun. Rekstrarafkoman varð því töluvert betri en gert hafði ver- ið ráð fyrir, eða sem nemur 102,4 milljónum króna. Þetta kemur fram á vef Snæfellsbæjar, en ársreikning- ur bæjarfélagsins var til fyrri um- ræðu á fundi bæjarstjórnar síðast- liðinn fimmtudag. „Athygli vek- ur að allar stofnanir Snæfellsbæjar skila rekstri á eða undir áætlun, sem er mjög ánægjulegt og eiga for- stöðumenn hrós skilið fyrir árang- urinn,“ segir í frétt Snæfellsbæjar. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam rúmum 3,5 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta tæpum 2,7 milljörðum. Veltufé frá rekstri var 259 milljónir króna og veltu- fjárhlutfall er 1,55. Handbært fé frá rekstri var 58,2 milljónir króna í árslok 2018. Heildareignir bæjarsjóðs námu rúmum 4,2 milljörðum króna og heildareignir sveitarfélagsins í sam- anteknum ársreikningi námu rúm- um 5,4 milljörðum króna í árslok. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu 1,54 milljörðum króna og 1,94 milljörðum í samanteknum árs- reikningi. Skuldir hækkuðu milli ára um 180,7 milljónir. Eigið fé bæjarsjóðs nam 2,67 milljörðum og eigið fé í saman- teknum reikningsskilum nam 3,5 milljörðum í árslok. Eiginfjárhlut- fall er 63,43% en var 65,89% áður. Fjárfest var fyrir 369 milljónir á árinu í varanlegum rekstrarfjár- munum. Ný lán voru tekin á árinu 2018 að upphæð 328,5 milljón- ir. Greidd voru niður lán að fjár- hæð 156,6 milljónir. „Rétt er að taka fram að stærstur hluti þessarar lántöku, eða 178.502.037- var tek- inn vegna uppgreiðslu á samningi milli ríkissjóðs og Snæfellsbæjar um uppgjör lífeyrisskuldbindinga,“ segir á vef Snæfellsbæjar. Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuld- um og skuldbindingum er 71,48% í samanteknum ársreikningi en var 69,49% árið áður. Sem kunnugt er má þetta hlutfall ekki vera hærra en 150% skv. sveitarstjórnarlögum. „Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verð- ur því að teljast afar góð,“ segir á vef bæjarfélagsins. kgk Frá Arnarstapa. Ljósm. úr safni. „Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður að teljast afar góð“ Talsvert betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.