Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Qupperneq 8

Skessuhorn - 16.04.2019, Qupperneq 8
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 20198 Ekið á kött AKRANES: Ekið var á kött á Þjóðbraut á Akranesi í vik- unni sem leið. Tilkynnt var um slysið og dýraeftirlits- maður Akraneskaupstað- ar kom á vettvang og fjar- lægði hræið. Í tilfellum sem þessum er kannað hvort dýr- in séu merkt og eigendur þá látnir vita. -kgk Aflatölur fyr- ir Vesturland 6.-12. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Akranes: 10 bátar. Heildarlöndun: 36.969 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 13.774 kg í fjórum róðrum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 278.110 kg. Mestur afli: Farsæll SH: 89.307 kg í tveimur lönd- unum. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 332.617 kg. Mestur afli: Bárður SH: 93.891 kg í sex róðrum. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 498.897 kg. Mestur afli: Magnús SH: 134.952 kg í fimm lönd- unum. Stykkishólmur: 1 bátur. Heildarlöndun: 2.778 kg. Mestur afli: Sjöfn SH: 2.778 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sigurborg SH - GRU: 66.156 kg. 9. apríl. 2. Hringur SH - GRU: 64.346 kg. 9. apríl. 3. Örvar SH - RIF: 49.276 kg. 10. apríl. 4. Farsæll SH - GRU: 47.249 kg. 11. apríl. 5. Helgi SH - GRU: 47.248 kg. 7. apríl. -kgk Síðastliðinn föstudag var á Bóka- safni Akraness opnuð sýning þar sem lögð er áhersla á framleiðslu og sköpunargleði sem á sér stað í Fjöliðjunni á Akranesi. 35 ára af- mælisár er nú hafið hjá Fjöliðj- unni, en þar er boðið upp á vernd- aða vinnu og endurhæfingu fyr- ir þá sem þess þurfa og leita eft- ir þjónustu. Í Fjöliðjunni fer fram fjölbreytt vinna og starfsfólkið tekst á við mörg ólík verkefni og gefur að líta afraksturinn á sýn- ingunni. Meðal annars er sýn- ingarbás þar sem sýnt er hand- verk, munir og nytjahlutir unn- ir úr íslenskum viði. Fjöliðjan er í samstarfi við Ólaf Oddsson sem starfar sem útbreiðslustjóri hjá Skógræktinni. Ólafur hefur hald- ið námskeið sem ber nafnið Les- ið í skóginn. Tilgangur þess er að fara með starfsfólk Fjöliðjunnar út undir bert loft, ná sér í fersk- an við og vinna úr honum með tálgun og sköpun. Að sögn Guð- mundar páls Jónssonar forstöðu- manns Fjöliðjunnar er verkefnið með Ólafi enn í mótun en bundn- ar miklar vonir við að það muni auka fjölbreytni og um lífsgæði starfsfólks Fjöliðjunnar. Sýningin Fjölbreytileiki Fjöliðjun- nar verður opin á opnunartíma Bók- safnsins til 15. maí næstkomandi. mm Á sýningunni má sjá ýmsa framleiðslu starfsfólks Fjöliðjunnar, jafnt nytjahluti sem handverk og list. Fjöliðjan opnar afmælissýningu á Bókasafni Akraness Við opnun sýningarinnar í Bókasafni Akraness á föstudaginn var stór hluti starfsfólks mættur. Ólafur Oddsson og Erlingur Birgir Magnússon við sýnin- garkassa þar sem gefur að líta ýmsa muni úr íslenskum viði. Tugir ungmenna sátu í liðinni viku ráðstefnu í Borgarnesi sem Ung- mennaráð UMFÍ stóð fyrir. Yf- irskrift ráðstefnunnar í ár var; „hvernig get ég verið besta útgáf- an af sjálfum mér?“ Á ráðstefnuna tóku um 80 ungmenni á aldrinum 14-25 ára þátt en þau sitja í ung- mennaráðum víðs vegar um landið. Þarna koma þau saman á ópólitísk- um vettvangi og ræddu málefni líð- andi stundar. Við setningu þingsins á fimmtu- daginn flutti Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ráðherra ávarp. „Fólk á alltaf að treysta eigin innsæi en samt vera tilbúið til að hlusta á gagn- rýni og vera tilbúið til að skipta um skoðun. Fullorðnu fólki finnst mjög erfitt að vera það sjálft. En maður má ekki tapa gleðinni held- ur vera maður sjálfur,“ sagði hún. Í ávarpi sínu vitnaði Þórdís til forn- gríska heimspekingsins Sókrates- ar sem uppi var fyrir um þrjú þús- und árum, en hann var dæmdur til dauða fyrir að hvetja unga karlmenn til þess að hugsa á gagnrýninn hátt. Rifjaði hún upp að sjálf hafi hún eitt sinn unnið fyrir Ólöfu Nor- dal. Hjá Ólöfu hafi hún m.a. lært að hlusta á maga sinn, fylgja innsæinu og vera gagnrýnin. Á sama tíma á fólk ekki að gefa sér að allir viti bet- ur en það sjálft. Þar skipti innsæið mestu máli. Betra að stökkva Þórdís er sjálf brautryðjandi á ýms- um sviðum. Hún er yngsti vara- formaður Sjálfstæðisflokksins og yngsta konan til að gegna emb- ætti ráðherra hér á landi. Hún hafi heyrt að ungt fólk eigi að bíða með að koma sér áfram og spyrja spurn- inga. Hún viðurkenndi að í fyrstu hafi sér fundist eins og hún hafi átt að passa inn í ákveðið form, form sem hamli því að fólk hagi sér eða framkvæmi á annan hátt en tíðkist. Það hamli framförum og gagnrýn- inni hugsun. „Ég sé stundum fyr- ir mér piparkökukarl í formi. En maður þarf að taka plássið sem þarf. piparkökukallinn er ekki endilega svarið.“ Þórdís hvatti þátttakendur á ráðstefnunni til að vera óhrædda við að hugsa á gagnrýninn hátt og vera óhræddir að betrumbæta heiminn. Ungt fólk sé framtíðin. „Besta dæmið um þessar mund- ir er hin sænska Greta Thunberg, sem vakið hefur fólk um allan heim til umhugsunar um mikilvægi lofts- lagsmála. Afstaða hennar að ferðast ekki með flugvélum hefur mótað fólk,“ sagði Þórdís og hvatti þátt- takendur til að láta til sín taka, ekki hlusta á úrtöluraddir og þora að taka áhættu: „Það er mjög gott að spyrja, stundum ekki endilega gáfu- lega. Við þurfum ekki að hafa svör- in heldur kunna að spyrja spurn- inganna. Ég hef verið rökföst, fylgt minni sannfæringu og verið ég sjálf. Ef það er eitthvað sem ég get ráð- lagt ykkur er að grípa öll þau tæki- færi sem gefast. Líka þau sem virð- ast of stór. Ef þið standið frammi fyrir því að hrökkva eða stökkva, þá mæli ég með því að stökkva. Það skilar manni lengra,“ sagði Þórdís Kolbrún í ávarpi sínu til íslenskra ungmenna. mm Ungmennaráðstefna fór fram í Borgarnesi Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ræddi við ungmennin við setningu þingsins.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.