Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Side 9

Skessuhorn - 16.04.2019, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 2019 9 Fjölbreytileiki Fjöliðjunnar Sýning þar sem framleiðsla og sköpunargleði Fjöliðjunnar fær að njóta sín. Sýningin er opin á afgreiðlsutíma Bókasafnsins og stendur yfir til 15. maí. mánudaga- föstudaga kl. 12-18 og laugardaginn 27. apríl, kl 11-14 Verið velkomin Bókasafn Akraness - Dalbraut 1 - s. 433-1200 bokasafn.akranes.is - bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 01 9 Fréttaveita Vesturlands Fréttaveita Vesturlands www.sk ssuhorn.is Stjórn hjúkrunar- og dvalarheim- ilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi fjallaði á fundi sínum 4. apríl síð- astliðinn um samskipti sín við heil- brigðisráðuneytið og áhugaleysi þess að koma til móts við þarf- ir íbúa. „Stjórn Brákarhlíðar lýs- ir miklum vonbrigðum með svör heilbrigðisráðuneytisins við endur- teknum erindum Brákarhlíðar varð- andi annars vegar fjölgun hjúkrun- arrýma og hins vegar óskum um að breyta dvalarrýmum í hjúkrunar- rými, eitt á móti einu. Stjórn Brák- arhlíðar unir ekki slíkum úrskurð- um,“ segir í ályktun sem send hefur verið ráðuneytinu. „Sú afstaða að hafna því að fjölga heildaríbúðarrýmum í Brákarhlíð er óskiljanleg, fyrst og síðast vegna þess að það er viðvarandi skortur á hjúkrunarrýmum og að það er yfir- lýst markmiðið stjórnvalda að bæta úr þeim skorti. En slíkt markmið getur varla verið skilyrt því að al- farið sé um að ræða glænýja stein- steypu. Í Brákarhlíð eru öll íbúðar- rými ný eða nýendurgerð skv. ítr- ustu kröfum um hjúkrunarrými en þar eru einnig vannýtt rými. Það liggur fyrir að hægt er að bæta við fjórum nýjum herbergjum sem standast alla staðla varðandi gerð og búnað fyrir verð eins, borið saman við kostnaðarmat, aðgengi- legt á heimasíðu ráðuneytisins. Auk þess hefur ekki verið farið fram á að ráðuneytið taki þátt í þeim kostn- aði.“ Fram kemur í bréfi stjórnar að biðlisti inn á Brákarhlíð er nú lang- ur og þau rök að vísa til góðrar stöðu í Heilbrigðisumdæmi Vest- urlands standast ekki skoðun. „Slík staða jafnar ekki út biðlista í Brák- arhlíð. Einstaklingar úr öðrum heilbrigðisumdæmum sækjast eftir því að búa í Brákarhlíð og með til- komu færni- og heilsumatsnefnda á sínum tíma er vistun í hjúkrun- arrými ekki bundin við íbúa hvers umdæmis fyrir sig. Því er mikilvægt að geta virt vilja hvers einstaklings hvort sem hann kemur af höfuð- borgarsvæðinu eða annars staðar frá.“ Dvalarrýmum hefur fækkað mikið á landsvísu en staðan í Brák- arhlíð nú er sú að hlutfall dvalar- rýma á móti hjúkrunarrýmum er mjög hátt; 17 af 52 varanlegum rýmum eru dvalarrými. Þá er rétt að geta þess að 7 af þeim 17 ein- staklingum sem nú eru á dvalar- rýmum eru með hjúkrunarrýmis- mat og fá þjónustu í þá veru. Það að bjóða upp á að skipta út tveim- ur dvalarrýmum fyrir hvert eitt hjúkrunarrými er óásættanlegt, ekki aðeins fyrir Brákarhlíð, held- ur eins fyrir samfélagið allt, því að með því stæðu auð rými, fullgild hjúkrunarrými, sem annars stað- ar er verið að bæta við samkvæmt áformum stjórnvalda. Stjórn Brák- arhlíðar skorar á Svandísi Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra að end- urskoða afstöðu sína, nú og við undirbúning fjárlaga komandi árs, til erinda Brákarhlíðar um ofan- greint og hvetur einnig alþingis- menn NV-kjördæmis til þess að leggja málinu lið, samfélaginu öllu til heilla. mm Stjórn Brákarhlíðar unir ekki úrskurðum ráðuneytisins Heyþyrla? Við hjá Ergo erum engir sérfræðingar í heyverkun en við fjármögnum hins vegar heyþyrlur. Við fjármögnum flest milli himins og jarðar. Kynntu þér möguleikana á ergo.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.