Skessuhorn - 16.04.2019, Page 12
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 201912
Síðastliðinn föstudag bauð Borg-
arverk í Borgarnesi starfsfólki sínu
og öðrum gestum til heljar mik-
illar veislu. Tilefnið var flutning-
ur skrifstofu fyrirtækisins að Borg-
arbraut 57. Húsakynnin voru sýnd
en sjálf veislan var haldin í sal Hót-
els B-59 þar sem borð svignuðu af
veisluföngum. Þar flutti Gísli Ein-
arsson tölu. Gerði óspart grín að
stjórnendum Borgarverks og fleir-
um við mikinn fögnuð viðstaddra.
Meðfylgjandi myndir voru teknar
við þetta tilefni.
mm
Grundarfjarðarkirkja réði á dögun-
um til sín kórstjóra og organista til
starfa. Undanfarin ár hefur þurft að
manna þessar stöður með aðkomu-
fólki en nú þurfti ekki að leita langt
í ráðningarferlinu. Linda María
Nielsen tónlistarkennari er tekin
við stjórn kórsins og Þorkell Máni
Þorkelsson verður organisti. Linda
María hefur búið í Grundarfirði
undanfarin ár en Þorkell Máni er
nýfluttur aftur í sinn uppeldisbæ en
hann ólst þar upp og á ættir að rekja
þangað. Lilja Magnúsdóttir gjald-
keri sóknarnefndar var afskaplega
ánægð með þessa lendingu. “Við
höfum verið í vandræðum undan-
farin ár með að manna þessar stöð-
ur en nú er vonandi komin fram-
tíðarlending í þessu,” segir Lilja í
stuttu spjalli við fréttaritara. “Þetta
er afar farsæl lausn fyrir sóknina,”
bætir hún við. tfk
Slysavarnaskóli sjómanna hlaut
hvatningarverðlaun Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi á ársfundi sam-
takanna sem fram fór í Hörpu á
föstudaginn. Í kynningu formanns
SFS, Jens Garðars Helgasonar, við
afhendingu verðlaunanna, kom
fram að á fimmta þúsund manns
hefðu farist í sjóslysum á Íslandi á
20. öldinni, en undanfarin tvö ár
hafi ekkert banaslys orðið á sjó.
Slysavarnaskóli sjómanna er í eigu
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
en hann var stofnaður árið 1985 til
að sinna öryggisfræðslu fyrir sjó-
menn. Skólinn hefur staðið frammi
fyrir því að þurfa að kaupa nýj-
an endurlífgunarbúnað sem not-
aður er við kennslu á námskeið-
um fyrir sjómenn. Verðlaunin í
ár, sem Hilmar Snorrason skóla-
stjóri veitti viðtöku, eru ein milljón
króna, sem varið verður til þess að
endurnýja búnaðinn. Hilmar sagði
við móttöku verðlaunanna að þau
væru hvatning til allra við skólann
að gleyma sér ekki í unnum sigrum.
Að ná tveimur árum án banaslyss á
sjó væri stórfenglegur árangur sjó-
manna sem hefðu tileinkað sér þá
þekkingu sem skólinn hefði veitt
þeim. mm
Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi var haldinn síðastlið-
inn föstudag. Þar var Jens Garðar
Helgason, framkvæmdastjóri Laxa-
fiskeldis kjörinn formaður. Við
stofnun samtakanna í október 2014
var Jens fyrst kjörinn formaður og
hefur því gegnt stöðu formanns frá
stofnun. Aðrir í stjórn voru kosnir:
Anna Guðmundsdóttir,
fjármálastjóri. Gjögur hf.
Ásgeir Gunnarsson,
framkvæmdastjóri veiða og
vinnslu. Skinney–Þinganes hf.
Bergur Þór Eggertsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri.
Nesfiskur ehf.
Einar Valur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri. Hraðfrystihús-
ið-Gunnvör hf.
Friðbjörn Ásbjörnsson,
framkvæmdastjóri. FISK-Seafood
ehf.
Guðmundur Gíslason,
stjórnarformaður.
Fiskeldi Austfjarða hf.
Guðmundur Smári Guðmundsson,
framkvæmdastjóri. Guðm. Run-
ólfsson hf.
Gunnþór Ingvason,
framkvæmdastjóri. Síldarvinnsl-
an hf.
Hjálmar Kristjánsson,
framkvæmdastjóri. KG Fiskverk-
un hf.
Jakob Valgeir Flosason,
framkvæmdastjóri. Jakob Valgeir
ehf.
Kristján Vilhelmsson,
framkvæmdastjóri útgerðarsviðs.
Samherji Ísland ehf.
Ólafur Marteinsson,
framkvæmdastjóri. Rammi hf.
Ólafur Rögnvaldsson,
framkvæmdastjóri. Hraðfrystihús
Hellissands hf.
páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri. Huginn hf.
pétur H. pálsson,
framkvæmdastjóri. Vísir hf.
Sigurður Viggósson,
stjórnarformaður. Oddi hf.
Stefán Friðriksson,
framkvæmdastjóri. Ísfélag Vest-
mannaeyja hf.
Ægir páll Friðbertsson,
framkvæmdastjóri. HB Grandi hf.
mmÞjóðin eldist og samkvæmt töl-
um Hagstofunnar mun fólki eldra
en 80 ára fjölga um tæplega 6.000
eða 46% til ársins 2030. „Hætta á
sjúkdómum eykst með hækkandi
aldri og þar vega þungt ýmsir sjúk-
dómar tengdir lífsstíl. Margþættur
ávinningur felst í því að efla heilsu
aldraðra og gera þeim kleift að búa
sem lengst á eigin heimili. Með
því er unnt að auka lífsgæði fólks,
stemma stigu við auknum kostnaði
heilbrigðiskerfisins og stuðla að
meiri gæðum þjónustunnar í sam-
ræmi við þarfir einstaklinganna,“
segir í tilkynningu frá ráðuneyti
heilbrigðismála.
Undanfarin ár hefur Embætti
landlæknis stuðlað að heilsuefl-
ingu landsmanna, m.a. með sam-
starfssamningum við sveitarfélög
um heilsueflandi samfélag og út-
gáfu lýðheilsuvísa. „Heilsuefling
er mikilvæg á öllum aldursskeið-
um en ör fjölgun í elstu aldurshóp-
unum kallar á að aldraðir fái sér-
staka athygli. Skapa þarf aðstæður
sem ýta sérstaklega undir heilsuefl-
ingu og markvissar forvarnir með-
al aldraðra. Einnig þarf að stór-
efla félagslega aðstoð við aldraða í
heimahúsum og sömuleiðis heima-
hjúkrun. Fjölgun dagdvalarrýma er
líka mikilvægur liður í þessu. Með
þessu móti ætti að vera hægt að
draga verulega úr þörf meðal aldr-
aðra fyrir búsetu á hjúkrunarheim-
ili.“
Á vegum ráðuneytisins hefur
verið ákveðið að efna til samstarfs-
verkefnis með áherslu á heilsuefl-
ingu aldraðra og markvissari þjón-
ustu við þá sem þurfa stuðning til
að geta búið á eigin heimili vegna
heilsubrests. Ríkisstjórnin sam-
þykkti tillögu heilbrigðisráðherra
þessa efnis á fundi sínum síðastlið-
inn föstudag. Undirbúningur verk-
efnisins verður á hendi ráðuneyta
heilbrigðis, forsætis, félags, og fjár-
mála, Sambands íslenskra sveitar-
félaga og Embættis landlæknis og
mun starfshópur þessara aðila skila
tillögum um fyrirkomulag þess til
heilbrigðisráðherra í júní næst-
komandi.
mm
Borgar-
verk bauð
til veislu
Kórstjóri og organisti ráðnir til
Grundarfjarðarkirkju
F.v. Guðrún Margrét Hjaltadóttir formaður sóknarnefndar, Lilja Magnúsdóttir
gjaldkeri, Linda María Nielsen kórstjóri, Þorkell Máni Þorkelsson organisti og
Runólfur Guðmundsson meðstjórnandi.
Víðtækt samráð um
heilsueflingu aldraðra
Stjórn Samtaka fyrirtækja
í sjávarútvegi
Jens Garðar Helgason, framkvæmda-
stjóri Laxa-fiskeldis og formaður
stjórnar SFS.
Slysavarnaskóli
sjómanna verðlaunaður
Hilmar Snorrason, skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna.