Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Side 13

Skessuhorn - 16.04.2019, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 2019 13 - Sund og sól í Borgarfirði - Íþróttamiðstöðin Borgarnesi Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum Íþróttamiðstöðin Varmalandi Virka daga frá kl. 06.30 – 21.00 Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.00 – 21.00 Mánudaga og miðvikudaga kl. 13.00 – 21.00 Um helgar frá kl. 09.00 – 18.00 Miðvikudaga og föstudaga kl. 13.00 – 18.00 Fimmtudaga og föstudaga kl. 13.00 – 18.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 – 18.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 – 18.00 Lokað mánudaga Lokað þriðjudaga Velkomin í sund! Opnunartími um Páskana í Sundlaugum Borgarbyggðar 2019 Sundlaugin í Borgarnesi Sími 433 7140 18. apríl skírdagur 0pið frá kl. 9-18 19. apríl föstudagurinn langi LOKAÐ 20. apríl laugardagur opið frá kl. 9-18 21. apríl páskadagur LOKAÐ 22. apríl annar í páskum opið frá kl 9-18 25. príl sumardaginn fyrsta opið frá 9-18 1. m í Verkalýðsdagurinn LOKAÐ Sundlaugin Kleppjárnsreykjum Sími 435 1140 18. apríl skírdagur LOKAÐ 19. apríl föstudagurinn langi LOKAÐ 20. apríl laugardagur opið frá kl. 13-18 21. apríl páskadagur LOKAÐ 22. apríl annar í páskum opið frá kl 13-18 25. apríl sumardaginn fyrsta LOKAÐ 1. m í Verk lýðsdagurinn LOKAÐ Sundlaugin á Varmalandi Sími 437 1401 Lokað SK ES SU H O R N 2 01 9 SK ES SU H O R N 2 01 9 Viltu vinna með börnum? Leitað er eftir dagforeldrum til starfa á Akranesi fyrir komandi haust. Dagforeldrar starfa eftir reglugerð Félagsmálaráðuneytis um daggæslu barna í heimahúsi. Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar en Akraneskaupstaður hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra. Réttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra hefur verið haldið af Námsflokkum Hafnarfjarðar og Akraneskaupstaður niðurgreiðir hluta af námsgjaldi. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Akraneskaupstaðar í síma 433-1000, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið skoliogfristund@akranes.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Alls varð 826 milljóna króna af- gangur af rekstri Akraneskaupstað- ar á síðasta ári. Er það 631 millj- ón króna betri afkoma en áætlað var í fjárhagsáætlun ársins 2018 að teknu tilliti til viðauka hennar. „Það skýrist af 668 milljóna króna hærri tekjum en áætlað var vegna launa- tekna íbúa, meiri umsvifa í sveit- arfélaginu og söluhagnaði eigna,“ segir í frétt á vef Akraneskaupstað- ar. Rekstrargjöldin voru 59 millj- ónum hærri en gert hafði verið ráð fyrir og skýrist það fyrst og síðast af gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga sveitarfélagsins. Skatttekjur bæjarins voru 424 milljónum króna hærri í fyrra en árið á undan. Framlög Jöfnunar- sjóðs hækkuðu um 155 milljónir milli ára og aðrar tekjur jukust um 123 milljónir. Auk þess kom til 71 milljón vegna sölu eigna. Í árslok var heildarvirði eigna Akraneskaup- staðar 14.192 milljónir og jókst um 1.102 milljónir á milli ára. Skuld- ir og skuldbindingar námu sam- tals 6.683 milljónum og hækkuðu um 193 milljónir milli ára. Lang- tímaskuldir jukust um 167 milljón- ir króna, lífeyrisskuldbinding sveit- arfélagsins hækkaði um 240 millj- ónir en skammtímaskuldir lækkuðu um 214 milljónir. Veltufé frá rekstri samstæðu A og B hluta bæjarsjóðs var 19,5% af heildartekjum, eða 1.490 milljónir króna. „Traust fjárhagsstaða“ „Ársreikningur Akraneskaupstað- ar sýnir ábyrga fjármálastjórn og trausta fjárhagsstöðu. Ljóst er að Akraneskaupstaður hefur fulla ástæðu til að vera sveitarfélag í sókn,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra á vef Akra- neskaupstaðar. „Fjárhagsstaða bæj- arins hefur styrkst með hverju ári sem líður og nú eru tvö ár í röð þar sem afkoma gefur tilefni til að auka við þjónustu, í viðhaldi innviða og frekari fjárfestinga í uppbyggingu,“ segir bæjarstjórinn. Fjárfestingar Akraneskaupstaðar námu 563 milljónum króna á síð- asta ári. Helstu framkvæmdir voru breytingar á húsnæði Brekkubæjar- skóla fyrir 23 milljónir, uppbygg- ing Guðlaugar við Langasand fyrir 71 milljón, uppbygging frístunda- miðstöðvar og kaup á vélaskemmu við golfvöllinn, samtals 203 millj- ónir króna og fimleikahús fyrir 61 milljón króna. Þá var 31 millj- ón varið til gatna og göngustíga auk þess sem gjaldfært var vegna gatnaramkvæmda svo sem á Vest- urgötu. „Rekstur Akraneskaup- staður er agaður og borin er virð- ing fyrir skattfé bæjarbúa. Fjölgun íbúa kallar á nauðsynlega uppbygg- ingu innviða samhliða mikilvægu viðhaldi á öllum eignum bæjarins. Með ábyrgum rekstri undanfarinna ára eru allar undirstöður rekstrar bæjarfélagsins í góðu lagi og bær- inn hefur burði til að takast á við þær áskoranir sem kunna að felast í kælingu efnahagslífsins ef þess ger- ist þörf. Við horfum því bjartsýn fram á veginn,“ segir Sævar Freyr Þráinsson. kgk Guðlaug við Langasand á Akranesi er meðal nýframkvæmda í bæjarfélaginu. Ljósm. úr safni. „Rekstur Akraneskaupstaðar er agaður“ Samtals 826 milljóna króna afgangur af rekstri bæjarfélagsins

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.