Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Page 14

Skessuhorn - 16.04.2019, Page 14
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 201914 Nautaeldi til kjötframleiðslu er stundað í smáum stíl hjá mörg- um kúabændum í landinu. Þeir eru hins vegar færri sem hafa slíkt að aðalstarfi, þótt vissulega finnist slík bú. Hér um vestanvert landið má nefna Mýranaut á Leirulæk á Mýr- um, Hvítanes í Hvalfjarðarsveit og Norðtungu í Þverárhlíð. Magnús Skúlason bóndi í Norðtungu hefur á liðnu ári staðið í stórræðum og þar er nú risin 550 fermetra viðbygging við eldra fjós og hlöðu til að hægt sé að auka framleiðslu nautakjöts. Flutt var í nýja fjósið í upphafi mánaðarins og þar eru nú vel á fjórða hundrað nautgripir í húsi á ýmsum aldri í alls um 1400 fermetrum. Búið stefnir á að verða sjálfbært í allri fóðuröflun, bæði hvað hey og korn snertir. Blaða- maður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Magnúsar bónda og ræddi við hann um nautgriparæktina, en einnig veiðimál, en hann er formaður Veiði- félags Þverár og sem slíkur stendur hann ásamt félögum sínum í harðri baráttu fyrir mikilvægi verndunar ís- lenska villta laxastofnsins. Sú barátta er hörð og óvægin. Erlendir auðkýf- ingar með aðstoð alþingismanna hef- ur tekist að egna saman íbúum ólíkra landshluta. Hagsmunir eru miklir á báða bóga. Breyttir búskaparhættir Fyrst víkjum við að byggingarfram- kvæmdum og nautaeldinu í Norð- tungu. Vestan við fjóshlöðuna er nú risin 550 fermetra bygging. Reisu- legt stálgrindarhús sem tónar vel við aðrar byggingar á bænum. „Þessi bygging er sú fyrsta sem komið er að þegar ekið er heim að bænum og ég lagði áherslu á það við arkitekt- inn að hún yrði eins falleg og vænta má af búfjárhúsi.“ Magnús segir að nautaeldi hafi í einhverjum mæli ver- ið stundað á bænum allt frá 1990. „Þá var hér rekið kúabú en eftir það voru alltaf einhverjar holdakýr sam- hliða mjólkurframleiðslunni. Mjólk- urframleiðslu var svo hætt á bænum 2003 og þá fór ég út í verktakastarf- semi og stofnaði Traktorsverk árið 2005. Hef sinnt ýmsum verkefnum í jarðvegsvinnu og vegagerð en á síð- ari árum verið mest í heyskaparþjón- ustu fyrir bændur. Þá hef ég oftar en einu sinni reynt að hefja sauðfjárrækt til að hafa af henni tekjur, en eins og aðstæður eru núna er það algjör- lega útilokað að tekjur standi und- ir kostnaði. Staðan á markaði fyrir kindakjöt eru bókstaflega fjandsam- leg fyrir bændur og því ráða meðal annars viðskiptablokkir sem hafa af- komu þeirra í vasanum. Mér finnst mjög dapurlegt hvernig komið er fyrir íslenskri sauðfjárrækt því það er ákveðinn samfélagslegur kúltúr sem fylgir störfum við sauðfé. Sauðfjár- rækt hefur verið og er enn ákveðin byggðafesta. Án hennar væru marg- ar sveitir komnar í eyði og fámennið meira. Af þeim sökum hef ég hald- ið eftir einum sjötíu kindum og á því erindi í leitir, réttir og annað stúss sem fylgir starfi sauðfjárbænda. Nú er sauðfjárbúskapur því miður orðin aukabúgrein eða aukavinna hjá flest- um bændum. Þeir starfa utan bús til að afla sér lífsviðurværis og þar erum við heppnir Borgfiðingar að tæki- færin til atvinnu liggja víða. Borgar- fjörður er góður til búsetu og ferða- þjónusta er að koma sterk inn sem at- vinnugrein í héraðinu okkar. Mannlíf er því töluvert að breytast samhliða því að mikil nýliðun er að verða í sveitunum,“ segir Magnús. Aðspurð- ur segir hann Traktorsverk ekki vera í sérstakri útrás, umsvifin hafi heldur minnkað á liðnum árum. Eftirspurn eftir heyskaparþjónustunni sé hins vegar síst að minnka og þeirri eftir- spurn hyggst hann svara áfram. Heimafengið fóður að öllu leyti Framleiðsla á íslensku nautakjöti ann- ar engan veginn eftirspurn. Magnús áætlar að á markaðinn vanti 3-5 þús- und nautaskrokka á ári ef anna ætti allri eftirspurn innanlands. Þessum skorti fylgi sú ógn sem leiðir af vænt- anlegum innflutningi á fersku kjöti sem yrði raunveruleg ógnun við inn- lenda búfjárstofna og þá ræktun sem hér er stunduð. „Ég hef verið með talsvert stóran hóp af blendingskúm sem borið hafa úti og kálfarnir geng- ið undir. Með því að stækka fjósið stefni ég hins vegar á að geta hýst alla hjörðina yfir háveturinn og fargaði því um daginn þeim kúm sem höfðu aldrei á hús komið. Þær voru býsna villtar og erfitt að eiga við þær. Með þessu móti get ég gert alla gripina mannvana og það er mikill munur í hinum daglegu störfum. Samhliða holdablendingum hef ég alltaf keypt kálfa af bændum hér í héraðinu, el þá fyrst upp á mjólkurdufti og síðan á korni og heyi þar til réttri slátur- stærð er náð um tveggja ára aldurinn. Kýrnar þarf ég að hýsa að lágmarki 5-6 mánuði á veturnar og þarf því talsvert fóður í alla hjörðina. Ég hef ræktað korn og stefni á að auka rækt- un þannig að búið verði sjálfbært um allt korn. Kornæktin þarf að skila á að giska hálfu öðru kílói á hvert fram- leitt kíló af kjöti. Með því að vera sjálfbær um allt fóður er framleiðsl- an mjög heilnæm og góð vara verður til, í samanburði við mikið af því kjöti sem framleitt er erlendis. Við erum einfaldlega með heilnæmara kjöt sem líkami okkar á betra með að vinna úr en margt af því sem í boði er erlend- is.“ Aðspurður um hvernig hið erf- iða ár veðurfarslega í fyrra hafi ver- ið fyrir kornræktina segir Magnús að kornuppskeran hafi verið í lágmarki í fyrra, eða þetta þrjú tonn af hektara, en fari í sex tonn í betri sumrum. Eigum að setja stefnuna á að anna innlendri eftir- spurn Magnús segir nautgriparæktina skemmtilega búgrein. „Ég reyni að vera vel skipulagður og geri áætlan- ir fram í tímann, til dæmis þannig að slátrun fari fram jafnt og þétt yfir árið til að þjóna óskum sláturleyfis- hafans sem í mínu tilfelli er Kaup- félag Skagfirðinga. Það er mikil eft- irspurn eftir stærri og því hagkvæm- ari nautum til slátrunar. Þau íslensku þurfa að ná 270-300 kílóa fallþunga en holdablendingar 350 kílóum og þar yfir.“ Bændur fá um 800 krónur fyrir kílóið af kjöti nú um stundir. Um 30 holdakýr eru nú í hjörð Magnús- ar í Norðtungu en hann stefnir á að þær verði hundrað. Kýrnar eru yfir- leitt látnar bera á vorin og ganga kálf- ar þeirra undir þeim yfir sumarið en teknir á hús í lok nóvember. Holdak- vígur sem fæðast eru allar látnar lifa, þeim er haldið og látnar bera að hausti þegar þær eru tveggja og hálfs árs og þannig jafnast flæðið og hægt að slátra oftar á ári. Ýmist eru holdakvígurn- ar látnar eiga einn kálf og slátrað eftir að hafa komið þeim á legg, eða látnar lifa áfram til ræktunar. Nú er búið að flytja inn fósturvísa í nýjan stofn nauta af Abberdin Angus kyni og kveðst Magnús binda miklar vonir við að sú ræktun skili betri framleiðslu og hag- kvæmari nautgriparækt þegar fram líða stundir. „Stefnan er náttúrlega sú að hafa einungis holdablendinga í ræktun og draga að sama skapi úr ræktun íslensku kálfanna sem eru ekki eins vel gerðir til kjötframleiðslu.“ Magnús í Norðtungu er hugsi yfir áherslum stjórnvalda þegar kemur „Eigum að stefna að framleiðslu þess nautakjöts sem markaðurinn þarf“ Rætt við Magnús bónda í Norðtungu um nautgriparækt en einnig baráttu hlunnindabænda við ógnina sem steðjar af opnu sjókvíaeldi á Vestfjörðum Magnús Skúlason bóndi í Norðtungu. Nýja fjósið er fremsta byggingin þegar ekið er heim að bænum. Eftir á að klæða veggi hússins að utan, en það er að öðru leyti að mestu tilbúið. Horft yfir hluta nýja fjóssins sem nú þegar er fullt af nautum á öllum aldri.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.