Skessuhorn - 16.04.2019, Page 16
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 201916
Haustið 2019 hefst kennsla í nýju
meistaranámi, alþjóðlegri stjórn-
málahagfræði við Háskólann á Bif-
röst. Námið verður kennt á ensku
og er alþjóðlegt. Hægt verður að
stunda námið hvar sem er í heim-
inum því námið verður allt í fjar-
námi og á það jafnt við um vinnu-
helgar og aðra hóptíma. Námið
er það eina sinnar tegundar á Ís-
landi og er fyrsta stóra skrefið í átt
að aukinni alþjóðavæðingu skól-
ans. Eins og kom fram í ræðu Vil-
hjálms Egilssonar, rektors skólans
á brautskráningu í febrúar síðast-
liðnum þá þýðir kyrrstaða í skóla-
starfinu eiginlega afturför. Auk-
ið framboð náms á ensku fjölgar
ekki aðeins námstækifærum þeirra
sem búa hérlendis og hafa íslensku
ekki að móðurmáli heldur eykur
það samkeppnishæfni skólans er-
lendis. Þetta er fyrsta námslínan
sem kennd verður alfarið á ensku
við skólann. Um árabil hafa sum-
ir áfangar verið kenndir á ensku
í grunnnámi og hefur það reynst
vel.
„Námið í Alþjóðlegri stjórmála-
hagfræði (International political
Economy – IpE) er alfarið kennt á
ensku og tekur á stærstu áskorun-
um samtímans á alþjóðavettvangi.
Með þeim hætti eflir það hæfni
þeirra sem í gegnum það fara til
að láta til sín taka á þeim vettvangi
og láta gott af sér leiða. Við vilj-
um laða til okkar alþjóðlegan hóp
nemenda og búa til öflugt tengsl-
anet sem getur miðlað innbyrðis
af ólíkri reynslu. Við viljum bjóða
upp á kennara sem hafa praktíska
innsýn í alþjóðleg viðfangsefni.
Velkomin í IpE á Bifröst,“ segir
Magnús Árni Skjöld Magnússon,
forseti félagsvísinda- og lagadeild-
ar um námið.
„Námið gerir nemendum kleift
að taka ábyrgð á alþjóðlegum vett-
vangi svo sem í alþjóðlegum stofn-
unum, frjálsum félagasamtökum,
fjölþjóðlegum fyrirtækjum og fjöl-
miðlum þar sem skilningur á sam-
spili hagfræði og stjórnmála í al-
þjóðlegu samhengi er mjög mikil-
vægur,“ segir í kynningu frá skól-
anum. mm
Nýtt alþjóðlegt meistaranám
við Háskólann á Bifröst
Tímamót eru hjá Braga Gunnars-
syni sem undanfarin átta ár hefur
verið vert í Hvernum í Borgarfirði.
Hann hefur nú selt gróðrarstöðina
Björk, tilheyrandi tjaldstæði, hús og
veitingastaðinn Hverinn og eru nýir
eigendur að taka þar við rekstri og
búsforráðum. Áður hafði Bragi fest
kaup á annarri garðyrkjustöð hand-
an Reykjadalsár, en það er gróðrar-
stöðin Víðigerði sem er nýbýli frá
1940 stofnað úr landi Deildartungu
og er staðsett norðan við bílastæði
gesta sem koma til að skoða Deild-
artunguhver. Bragi hyggst ekki
sitja auðum höndum því hann hef-
ur fengið stöðuleyfi fyrir veitinga-
vagn sem staðsettur er í skjóli við
gróðurhúsin, spölkorn frá bílastæð-
um Veitna við Deildartunguhver
og náttúrlaugum Krauma. Þar mun
hann opna sölu úr veitingavagni nú
eftir páska. Blaðamaður Skessu-
horns settist niður með Braga og
fræddist um þessar breytingar hjá
vertinum.
Frjálsræði að losna
undan skuldum
„Já, vissulega má segja að þetta séu
nokkrar breytingar hjá mér. Eft-
ir að hafa gengið frá sölu á Björk,
rekstri veitingastaðarins Hversins,
tjaldstæðanna og gistiþjónustunn-
ar og fluttur hingað í Víðigerði, get
ég með góðri samvisku sagt að ég sé
að hægja á öllu í mínu lífi. Nú er ég
skuldlaus maður en slíkt eitt og sér
veitir venjulegum Íslendingi ákveð-
ið frjálsræði. Það kallar til dæmis
ekki á eins mikla veltu ef rekstur-
inn þarf ekki að standa undir fjár-
magnskostnaði til viðbótar við all-
an annan rekstrarkostnað. Það að
vera bundinn í klafa skulda, með
þeim kjörum sem okkur Íslending-
um bjóðast, setur ákveðnar hömlur.
Held að allir geti tekið undir það.
Mér finnst ég allavega eins og frjáls
maður og ætla að nýta mér þessa
aðstöðu til að njóta lífsins, þótt ég
sé engan veginn neitt að leggjast
með tærnar upp í loftið.“
Staldrið opnað
eftir páska
Þessi orð má til sannsvegar færa
því Bragi keypti í vetur 18 fer-
metra færanlegan veitingavagn sem
hann hefur nú komið upp í skjóli
við gróðurhúsin í Víðigerði og
verður opnaður í næstu viku und-
ir nafninu Staldrið. „Ég ætla að
hafa þetta einfalt og neytendavænt.
Hjá mér verður í Staldrinu hægt
að kaupa fjóra rétti af matseðli og
kostar dýrasti rétturinn 1950 krón-
ur sem er fiskur og franskar. Einn-
ig býð ég upp á grillaðar samlokur,
íslenska kjötsúpu og annan þjóðar-
rétt; SS pylsur.“ Þessi framkvæmd
segir Bragi að sé í góðu samráði
við Veitur og háð því að hann haldi
svæðinu snyrtilegu, leggi hellu-
lagðan göngustíg frá bílastæði og
hafi borð til að gestir geti tyllt sér
úti. „Til að byrja með verð ég með
opið frá klukkan 10-19 alla daga, en
áskil mér þó rétt til að breyta þeim
opnunartíma eftir því sem bætist í
reynslubankann,“ bætir hann við.
Öll árin verið
í uppbyggingu
Bragi flutti í Reykholtsdalinn
2011 og segist hafa átt góð átta ár
við endurbætur á gróðrarstöðinni
Björk þar sem veitingastaðurinn
Hverinn og tjaldstæðin eru stærstu
tekjupóstarnir. „Ég hef öll þessi ár
eytt því sem ég hef aflað í að gera
upp gróðurhús og annan húsakost
í Björk, bjó til gistiaðstöðu í göml-
um pökkunarskúr og í íbúðarhús-
inu og partýskemmu fyrir ættar-
mótin úr einu gróðurhúsanna. Enn
er ræktað grænmeti í þremur gróð-
urhúsum og hef ég lagt áherslu á
það grænmeti sem nýtist á veitinga-
staðnum; salat, tómata og gulrætur.
Gott hráefni og viðskipti við aðra
garðyrkjubændur á svæðinu hefur
átt sinn þátt í að veitingastaðurinn
hefur verið að vaxa á undanförn-
um árum. „Það skiptir nefnilega
Bragi selur Hverinn og flytur yfir hverinn
Veitingavagninn Staldrið opnaður eftir páska við Deildartunguhver
öllu máli í veitingarekstri að hafa
gott hráefni og spara ekki skammt-
ana. Þegar þú ert til dæmis að selja
hamborgara skiptir öllu að vera
með nóg af góðu kjöti og svo hef ég
keypt tómata frá Víðigerði, gúrkur
frá Braut, paprikur frá Reit og ann-
að hráefni eftir því sem ég hef þurft.
Ég er því stoltur af að hamborgar-
arnir í Hvernum og grænmetissúp-
urnar okkar hafa þótt góður matur
og aukið hróður staðarins.“
Þarf að auka þjónustu
Bragi segir að jafnvel þótt hann
sé nú búinn að kaupa svipað stóra
gróðrarstöð og þá sem hann hefur
nú selt, sé hann að gera lífið ein-
faldara. „Ég mun fara hægt og ró-
lega af stað með ræktun í gróður-
húsunum hér í Víðigerði. Vafalaust
rækta meira á næsta ári en ég geri
í sumar. Þá tefur það mig einn-
ig að ég er nýbúinn að fara í axl-
araðgerð og verð því með hönd í
fatla næstu sex vikurnar. Ég á fjór-
ar uppkomnar dætur sem eru allar
við nám í Reykjavík. Þær eru boðn-
ar og búnar til að koma og hjálpa
mér í Staldrinu og því get ég opnað
eftir páska þrátt fyrir að vera hand-
lama.“ Hann segist engar áhyggjur
hafa af nálægð við veitingastaðinn
í Krauma, hans veitingasala ætti að
höfða til annars markhóps og því
einungis auka veltuna á svæðinu.
„Á hlaðið í Deildartunguhver koma
að minnsta kosti 200 þúsund gest-
ir á ári. Einungis lítill hluti af þeim
gestum skilur eitthvað eftir og því
er ódýr matur fín viðbót sem vafa-
lítið muni styrkja Kraumu og þá
starfsemi sem þar er rekin; náttúr-
laugarnar og veitingastað í hærri
klassa. Ferðaþjónustan hér í upp-
sveitum Borgarfjarðar er í miklum
vexti og það veitir ekkert af að auka
þjónustu og afþreyingu.“
Aðkomumaðurinn
Aðspurður segist Bragi frá 14 ára
aldri alltaf hafa verið aðkomumað-
urinn. „pabbi minn er úr Reykja-
firði í Arnarfirði en mamma frá
Vindheimum í Skagafirði. Ég ólst
upp á Bíldudal fyrstu fjórtán árin,
fór svo að Núpi og á Ísafjörð í
skóla en eftir það á Laugarvatn og
er bæði með réttindi sem íþrótta-
kennari og almennur grunnskóla-
kennari. Lærði meira að segja
nudd einnig. Eftir nám bjó ég í 25
ár á Tálknafirði og stundaði út-
gerð. Allan þann tíma var ég ekki
uppnefndur annað en helv.. Bíl-
dælingurinn og hér í Borgar-
firði hef ég verið aðkomumaður-
inn að vestan. Það er mitt hlut-
skipti að vera aðkomumaður. Mér
finnst það reyndar allt í lagi. Það
hafa öll byggðarlög gott af því að
fá aðkomumenn sem sjá gjarn-
an hlutina í öðru ljósi en þeir inn-
fæddu sem aldir eru upp við fast-
mótaðar hefðir og venjur. Fyrir
fjórum árum vildi ég til dæmis fá
leyfi til að byggja veitingastað hér
við Deildartunguhver. Sótti um til
yfirvalda hjá sveitarfélaginu sem
þökkuðu mér bara pent fyrir og
sendu kurteislegt afsvar. Mér finnst
hins vegar fínt að það kannski kom
einhverjum öðrum á sporið og hér
við hverinn er nú risinn stór veit-
ingastaður og náttúrulaugar. Borg-
firðingar og aðrir þurfa að stökkva
á tækifærin sem gefast. Það er því
ánægjulegt að fleiri komi auga á
þau. Þetta hérað er ríkt af jarðhita,
náttúru og mannauð. Á sinn hátt
má segja að ég sé að breyta til með
að selja og flytja mig yfir hver-
inn. Er ekki alltaf sagt að grasið sé
grænna hinum megin við lækinn?
Þeirri spurningu get ég vonandi
svarað í haust,“ segir Bragi Gunn-
arsson að endingu.
mm
Nýir eigendur hafa nú tekið við Hvernum á Kleppjárnsreykjum og stefna á að
opna innan tíðar.
Bragi Gunnarsson hefur nú selt gróðrarstöðina Björk og starfsemina þar og flutt
sig yfir í Víðigerði í sömu sveit.
: Staldrið, nýi veitingavagninn hans Braga er í skjóli við gróðurhúsin og 18 metra
frá bílastæðinu þar sem um 200 þúsund gestir koma á hverju ári til að berja
vatnsmesta hver Evrópu augum. Þegar myndin var tekin átti eftir að koma fyrir
merkingum og ganga frá svæðinu, en opnað verður eftir páska.