Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Page 19

Skessuhorn - 16.04.2019, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 2019 19 Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:  Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra. Hann er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni ásamt skólastjóra.  Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Menntunar- og hæfniskröfur:  Leikskólakennaramenntun  Færni í mannlegum samskiptum  Sjálfstæð vinnubrögð  Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður  Góð íslenskukunnátta Ef ekki fæst leikskólakennari í störfin kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og / eða reynslu. Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf matráðar. Starfshlutfall er 100%. Leikskólinn Hnoðraból Reykholtsdal Borgarbyggð Deildarstjóri og leikskólakennari óskast Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 22 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir leikskólakennara sem getur hafið störf 1. júní og deildarstjóra sem getur hafið störf 8. ágúst. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 6. maí 2019. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064 eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is BORGARBYGGÐ [Cite your source here.] Karlakórinn Svanir Verður með tónleika að Laxárbakka Hvalfjarðarsveit laugardaginn 27. apríl klukkan 20:30. Aðgangseyrir kr. 2.000 (erum ekki með posa) Lokatónleikar fyrir söngferð kórsins til Hollands. Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 30. apríl 2019 kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu og Reykholtskirkju Greint verður í erindi frá því „tónlistar léttmeti“, sem varð - veist hefur frá árunum 1901– 1926, og á tónleikum, sem á eftir fylgja, flytur tónlistarfólk úr héraðinu viðeigandi tóndæmi. Kaffiveitingar Aðgangur kr. 1000 Verið velkomin Athugið breyttan tíma Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði „Var hún á leiðinni?“ Svipast um eftir upphafi íslenskrar dægurtónlistar – með fáeinum tóndæmum Trausti Jónsson er umsjónarmaður kvöldsins Árshátíð Heiðarskóla í Hvalfjarðar- sveit var haldin hátíðleg í sal skól- ans síðastliðinn fimmtudag. Nem- endur í 4. og 5. bekk sýndu leikritið Eurosvision frestað. Þar stigu á svið heimsfrægir tónlistarmenn eins og Lady Gaga, hljómsveitin Queen og fleiri, auk þess sem Harry pot- ter og Hermione Granger birtust. Nemendur í unglingadeild stigu einnig á svið með leikritið Sirka Sirkus sem fjallaði um hóp ung- menna sem vildu opna sirkus en komust fljótt að því að það er hæg- ara sagt en gert. Að sýningu lokinni buðu nemendur í 7. – 10. bekk upp á kaffiveitingar. Þá var einnig línu- happdrættið á sínum stað en gest- um gafst kostur á að kaupa miða til að setja nafn sitt í lukkupott. Dreg- ið var úr pottinum á meðan gestur gæddu sér á veitingum og í vinn- ing voru páskaegg af ýmsum stærð- um. En allur ágóði árshátíðarinnar rennur í Ferðasjóð Nemendafélags Heiðarskóla. arg Skemmtileg árshátíð í Heiðarskóla Þemavika og árshátíð Grunnskóla Grundarfjarðar Nú er vel heppnaðri þemaviku lok- ið í Grunnskóla Grundarfjarðar. Þema vikunnar var list í allri sinni mynd og unnu nemendur mörg fjölbreytt og áhugaverð verkefni. Til dæmis unnu nemendur rusla- skrímsli með því að endurnýta rusl að heiman, teiknuðu sjálfsmyndir, bjuggu til skákborð, unnu að fata- hönnun, lærðu förðun á fjölbreytt- an hátt, dönsuðu með Lisbet Rós, sömdu tónverk, tóku þátt í kökusk- reytingakeppni, föndruðu páska- skraut og margt fleira. Þá fóru nemendur í öllum ár- göngum í heimsókn til nokk- urra listamanna bæjarins. Liston, Toggi í Lavalandi og Hrafnhildur í Krums tóku vel á móti nemendum. Skólinn vill koma á framfæri þökk- um fyrir góðar móttökur. Á síðasta degi þemavikunnar héldu nemend- ur opið hús þar sem þeir sýndu for- eldrum sínum og öðrum gestum afrakstur vikunnar. Árshátíð ung- lingastigs fór svo fram á fimmtu- dagskvöld. Þema árshátíðarinnar var Hollywood og salurinn skreytt- ur í samræmi við það. Foreldrar sáu um að elda og framreiða gómsætan mat ofan í nemendur og kennara og nemendur sáu sjálfir um skemmti- atriðin. Kvöldið heppnaðist mjög vel og nemendur fóru sáttir í hátt- inn. -fréttatilkynning

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.