Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Síða 20

Skessuhorn - 16.04.2019, Síða 20
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 201920 Síðastliðinn fimmtudag var hald- inn lokafundur vinnuhóps sem skipaður var af Borgarbyggð í janúar til að fylgja eftir verkefni um lagningu þriggja fasa rafmagns á Mýrarnar. Hópurinn var skipað- ur í kjölfar þess að Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra hafði lýst yfir vilja til að flýta áformum um þrífös- un rafmagns á Mýrunum og fylgdi því eftir á fundi ríkisstjórnarinn- ar 6. febrúar síðastliðinn. Í fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar fyr- ir árin 2020 – 2024 er tekið mið af framangreindu og áhersla lögð á að ljúka þrífösun á Mýrum og í Skaftárhreppi. Gert er ráð fyrir 80 milljónum króna í fimm ára fjár- málaáætlun, yfir þriggja ára tíma- bil, sem framlag frá ríkinu í formi svokallaðs flýtigjalds. Með tilkomu þeirra fjármuna verður mögulegt að nýta samlegðaráhrif með lagn- ingu ljósleiðara í Borgarbyggð og leggja þriggja fasa rafmagn og ljós- leiðara um Mýrarnar á árunum 2019 – 2022. Samkvæmt verkáætl- un Rarik er svæðinu skipt upp í þrjá aðskilda verkhluta sem koma til framkvæmda á jafn mörgum árum. Í eldri verkáætlun RARIK var ekki gert ráð fyrir þessum framkvæmd- um fyrr en um 2035. Með fundinum síðastliðinn fimmtudag lauk vinnuhópurinn störfum. Á honum afhenti pétur Þórðarson forstjóri Rarik, fulltrúa Búnaðarfélags Mýrarmanna verk- áætlun og Ingvi Már pálsson skrif- stofustjóri atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins afhenti honum skjöl sem staðfesta fjármuni ríkis- valdsins til verkefnisins. Nú tek- ur við sú vinna að ljúka fullnaðar- hönnun lagnakerfis ljósleiðara um Mýrar og mun Guðmundur Daní- elsson halda utan um þá vinnu í samstarfi við Halldór Jónas Gunn- laugsson frá Búnaðarfélagi Mýra- manna og fulltrúa Rarik. Almenn ánægja var meðal hópsmeðlima um samstarfið enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa og áætlað er að hefja framkvæmdir á Lamba- stöðum í byrjun maí á þessu ári. Starfshópurinn var skipaður Lilju Lilja Björg Ágústsdóttur for- seta sveitarstjórnar, sem jafnframt var formaður, auk péturs Þórðar- sonar forstjóra RARIK, Ingva Más pálssonar skrifstofustjóri atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytis- ins, Hólmfríði Sveinsdóttur sér- fræðings hjá samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytinu, Halldóri Jónasi Gunnlaugssyni frá Búnaðar- félagi Mýrarmanna og Guðmundi Daníelssyni ráðgjafa. Stafsmaður hópsins var Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri í Borgarbyggð. mm Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Pétur Þórðarson, aðstoðarforstjóri RARIK og Halldór Jónas Gunnlaugsson, fulltrúi Búnaðarfélags Mýrarmanna. Ljósm. kg. Lagning þriggja fasa rafmagns hefst í vor á Mýrunum Ársþing Íþróttabandalags Akra- ness var haldið 75. sinni síðastliðið fimmtudagskvöld. Ársskýrsla fram- kvæmdastjórnar var lögð fram af Marellu Steinsdóttur, formanni ÍA. Fram kom á fundinum að rekstur ÍA og aðildarfélaga er með ágæt- um og bjartsýni gætir fyrir kom- andi tíð. „Sérstaklega þegar litið er til þeirra miklu framkvæmda sem nú eru á íþróttamannvirkjum bæj- arins,“ segir í frétt á vef ÍA. Að þessu sinni voru ellefu sæmd- ir Bandalagsmerki ÍA fyrir vel unn- in störf í þágu íþróttahreyfingar- inanr á Akranesi. Þeir sem heiðr- aðir voru að þessu sinni eru; Dipu Gosh, Guðný Tómasdóttir, Guð- rún Guðmundsdóttir, Halldór Jónsson, Helgi Magnússon, Jó- hannes Guðjónsson, Jónas Hall- grímur Ottósson, Jón Ármann Ein- arsson, Kristmar páll Sigurðsson, Ólöf Guðmundsdóttir og Sigurður Arnar Sigurðsson. Þá tók Þráinn Hafsteinsson, fulltrúi frá Íþróttasamandi Íslands, til máls og veitti Sigurði Arnari, Eydísi Líndal Finnbogadóttur og Trausta Gylfasyni gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og vel unnin störf í þágu ÍA og íþróttahreyfingarinnar á Ís- landi. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir var enn fremur sæmd silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf í þágu ÍA. Tveir samningar undirritaðir Á þinginu var skrifað undir tvo samninga milli Akraneskaupstað- ar og ÍA. Annars vegar heildar- samning um rekstur og samskipti bæjarfélagsins og ÍA, en hins veg- ar um leigu og rekstur líkams- ræktarstöðvarinnar að Jaðarsbökk- um og á Íþróttahúsinu við Vestur- götu. Samningarnir gilda til ársloka 2022. Það voru Sævar Freyr Þráins- son, bæjarstjóri á Akranesi og Mar- ella Steinsdóttir, formaður ÍA, sem undirrituðu samningana. Kostnaðaraukning Akraneskaup- staðar vegna þessara samninga er 4,9 milljónir á ársgundvelli, en verð- ur samtals 3.750 þús. á árinu 2019. Aukningin er til komin vegna al- mennrar hækkunar styrks til rekst- urs ÍA, úr 3,1 milljón í 4,5 milljónir Ársþing ÍA var haldið á fimmtudag og vegna samstarfs bæjaryfirvalda og ÍA um Heilsueflandi samfélag. Akraneskaupstaður leggur til 3,5 milljónir króna til verkefnastjórn- unar við innleiðingu verkefnisins, sem verður í höndum ÍA sem og framkvæmd verkefnisins. Heildar- kostnaður samninganna á ári er átta milljónir króna. Samningurinn um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og ÍA snýr að því að viðhalda sam- starfi bæjarfélagsins og ÍA. Mark- miðið er að íþróttastarf á Akranesi verði áfram þróttmikið, æsku og al- menningi til heilla. Sérstök áhersla er lögð á forvarnir og uppeldis- gildi íþrótta og virkrar samvinnu íþróttahreyfingarinnar við skóla og almenning. Samningurinn um leigu og rekst- ur líkamsræktarstöðvar gildir fyrir bæði Jaðarsbakka og Vesturgötu. ÍA sér um rekstur líkamsræktar- stöðvanna, þ.e.a.s. stendur straum af kostnaði við uppsetningu, við- hald tækja og viðgerðir. Allur bún- aður sem ÍA setur upp er eign bandalagsins. Leigufjárhæð samn- ingsins er tengd veltunni, en 80% af tekjum rekstrarins renna til ÍA en 20% til Akraneskaupstaðar. ÍA fær samhliða samningnum afnot af búningsklefum mannvirkjanna fyr- ir iðkendur sína. kgk/ Ljósm. ÍA. Hörður Ó. Helgason þingforseti í ræðustól. Þau voru sæmd Bandalagsmerki ÍA fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akranesi. Sigurður Arnar Sigurðsson, Eydís Líndal Finnbogadóttir, Helga Sjöfn Jó- hannesdóttir og Trausti Gylfason voru heiðruð af ÍSÍ fyrir störf í þágu íþróttahreyf- ingarinnar. Með þeim á myndinni er Þráinn Hafsteinsson frá ÍSÍ. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi og Marella Steinsdóttir, formaður ÍA, undirrituðu tvo samninga milli Akraneskaupstaðar og ÍA. Ragnheiður Inga Aðalsteinsdóttir og Pálmi Haraldsson viku úr varastjórn ÍA. Í stað þeirra koma Hallbera Jóhannesdóttir og Gísli Karlsson ný inn í varastjórnina. Hér eru þau Ragnheiður Inga og Pálmi ásamt Marellu Steinsdóttur, formanni ÍA.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.