Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Side 21

Skessuhorn - 16.04.2019, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 2019 21 Eyja- og Miklaholtshreppur óskar eftir að ráða starfsfólk við Laugargerðis- skóla til að sjá um sundlaugarvörslu ásamt því að sjá um tjaldsvæði við Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi sumarið 2019 SK ES SU H O R N 2 01 9 Leitað er eftir starfsfólki á aldrinum 20 – 35 ára í laugarvörslu, afgreiðslu og tjaldsvæði. Starfstími sem um ræðir er frá byrjun júnímánaðar til septem- bermánaðar. Húsnæði á staðnum. Hæfniskröfur: Góð enskukunnátta.• Góð þjónustulund.• Áreiðanleiki.• Áhugi á staðnum og nærumhverfi.• Starfsmenn þurfa að ljúka skyndihjálparnámskeiði.• Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu. Frekari upplýsingar fást í síma 865-2400 og eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is Vinsamlegast sendið umsóknir á eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is fyrir 28. apríl 2019 SK ES SU H O R N 2 01 9 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Velferðar- og mannréttindasvið Störf í stuðningsþjónustu Skóla- og frístundasvið Starf aðstoðarskólastjóra í Brekkubæjarskóla. Starf íþróttakennara í Brekkubæjarskóla skólaárið 2019-2020 Starf umsjónarkennara á yngsta- og miðstigi í Brekkubæjarskóla skólaárið 2019-2020 Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum er að finna á www.akranes.is/lausstorf SKEIFUDAGURINN Hestamannafélagið Grani heldur Skeifudagaginn hátíðlegan í 63. skipti, sumardaginn fyrsta kl 13 á Mið-Fossum í Borgarrði. Kasala, happadrætti og verðlaunaaending eir sýningu á Hvanneyri. MORGUNBLAÐSSKEIFAN - GUNNARSBIKARINN - STÓÐHESTAHAPPADRÆTTI - REIÐSÝNING 25. APRÍL KL 13 FACEBOOK: GRANI LBHÍ / WWW.LBHI.IS Dagana 30. ágúst til 1. septem- ber næstkomandi stendur mikið til í Reykholti í Borgarfirði. Félagsskap- urinn Hurtswic mun þá standa fyr- ir þriggja daga samfelldri járngerð í þorpinu sem gestum og gang- andi er boðið að taka virkan þátt í. Unnið verður járn úr jarðveginum og það mótað í ofnum sem kyntir eru með mó, eins og gert var fyrr á öldum. Rannsaka bardagaað- ferðir á víkingaöld Hurtswic hópurinn hefur undanfar- in 20 ár staðið fyrir ítarlegum rann- sóknum á hverju því sem viðkemur víkingabardögum, allt frá bardaga- tækni til vopnagerðar. Viðburður- inn í Reykholti í haust er einmitt liður í þeim rannsóknum; að kom- ast til botns í því hvernig járn var gert hérlendis á söguöld. „Allar heimildir benda til þess að járngerð hafi verið öðruvísi háttað á þessum tíma hér á Íslandi en í Skandinavíu og annars staðar í Evrópu. Hvers vegna vitum við ekki fyrir víst, en okkur langar að vita það. Þess vegna höfum við sett saman hóp sérfræðinga sem ætlar að hittast í Reykholti og prófa að búa til járn í haust. Þar munum við prófa ýmsar aðferðir til járngerðar, skrásetja og mæla allan árangur ítarlega,“ segir William Short, stjórnandi Hurts- wic, í samtali við Skessuhorn. Með honum í för er Reynir Alfreð Ósk- arson, annar höfuðpaur hópsins. „William starfaði áður sem prófess- or við MIT háskólann í Bandaríkj- unum, þar til einn daginn að hann ákvað að það væri skemmtilegra að verja tíma sínum í að rannsaka vík- ingabardaga. Ég kynntist honum fyrir tíu árum síðan og kom inn í teymið sem sérfræðingur í bardaga- list, en ég hef bakgrunn sem bar- dagaþjálfari,“ segir Reynir. „Síðan þá höfum við rannsakað ýmislegt sem tengist bardögum og sagt er frá í Íslendingasögunum. Það ger- um við með því að framkvæma til- raunir, vísindalegar tilraunir þar sem hlutirnir eru einfaldlega próf- aðir. Til dæmis höfum við prófað að synda í hringabrynju og búa til bogastreng úr mannshári,“ bætir Reynir við. Þriggja daga tilraun Um þessar mundir vinna Willi- am og Reynir hörðum höndum að því að undirbúa viðburðinn í Reyk- holti. Framundan eru fjölmargir fundir og margir sem þarf að hitta. „Þetta verður í rauninni hátíð; þriggja daga samfelld járngerðar- tilraun sem öllum er frjálst að taka þátt í. Það er ýmislegt sem þarf að gera og við tökum allri hjálp fagn- andi,“ segir William. „Á kvöldin verða fyrirlestrar frá hinum ýmsu sérfræðingum um hvaðeina sem viðkemur járngerð og járni,“ bætir hann við. „Akkúrat núna er verið að efnagreina mó frá Íslandi í Banda- ríkjunum og næst á dagskrá hjá okkur hér á Íslandi er að hitta forn- leifafræðinga, járnsmiði, sr. Geir Waage og fleiri,“ segja þeir Willi- am og Reynir. „Undirbúningurinn er kominn á fullt og við hlökkum til að koma aftur í haust og búa til járn í Reykholti. Það er mikil eft- irvænting innan hópsins fyrir þess- um viðburði eins og reyndar öllum tilraununum okkar. Þetta er mjög skemmtilegt. Við vitum aldrei hvað gerist áður en við byrjum, því við erum alltaf að fást við eitthvað sem hefur ekki verið prófað með vís- indalegum hætti áður, segja þeir William og Reynir að endingu. kgk Reyna að ráða gátuna um rauðablástur á Íslandi Þriggja daga lifandi tilraun í Reykholti í haust Hér eru félagar í Hurtswic hópnum að prófa sig áfram við járngerð. Ljósm. aðsend. ReynirAlfreð Óskarsson og William Short, stjórnandi Hurtswic hópsins. Ljósm. kgk. Einfaldir ofnar eins og þessi verða notaðir við rauðablásturinn. Ljósm. aðsend. Járngerð var öðruvísi háttað á Íslandi á söguöld en í Skandinavíu og annars staðar í Evrópu. Hvers vegna er ekki vitað og aðferðin hefur ekki varðveist. Hurtswic hópurinn vonast til að ráða þá gátu í Reykholti í lok ágúst. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.