Skessuhorn


Skessuhorn - 16.04.2019, Page 24

Skessuhorn - 16.04.2019, Page 24
ÞRIÐJUDAGUR 16. ApRÍL 201924 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Fjölbrautaskóli Snæfell- inga tók á móti skóla- stjórnendum og kenn- urum frá IES Santa Bár- bara skólanum í Malaga á Spáni í vikunni sem leið. Gestirnir voru í heimsókn í gegnum Job shadow verkefni Erasmus verk- efnaáætlunar Evrópu- sambandsins. Tilgangur heimsóknarinnar var að fylgjast með og kynna sér kennsluhætti og starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfell- inga. Spænsku kennar- arnir voru mjög ánægð með dvölina og þótti afar merkilegt að sjá kennslu í opnum rýmum og þá tækni sem notuð er við nám og kennslu í skól- anum. Þá hvöttu gestirn- ir starfsfólk og nemend- ur skólans að endurgjalda heimsóknina með ferð til þeirra við tækifæri. tfk Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari er hérna með þeim Antonio, Cristóbal, Isabel og Louisa fyrir utan Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Fengu heimsókn frá Malaga Alþingi lögfesti í vikunni frumvarp um dagakerfi í strandveiðum sem mun leiða til aukins öryggis sjó- manna, jafnræðis og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheim- ildum í strandveiðipottinn. Síðastliðið sumar var gerð tilraun til bráðabrigða um tólf veiðidaga innan hvers mánaðar á strandveiði- tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Skipting aflaheimilda milli lands- svæða var felld niður og í stað þess sameiginlegur strandveiðipottur sem duga átti til að standa undir 12 dögum í mánuði á öllum svæðum. Þetta gekk eftir og almenn ánægja var með þær breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulaginu. Enn heyr- ast þó áhyggjur af skiptingu á milli svæða þó það liggi fyrir að dagsafl- inn var meiri árið 2018 að meðaltali en frá upphafi strandveiða. Þannig var afli strandveiðibáta á síðasta ári að meðaltali 17,9 tonn eða 1,3 tonnum meiri en árið 2017. Aukið öryggi og sterkari fiskvinnslur Reynslan af síðasta sumri sýndi að meiri möguleikar voru á að veiða verðmeiri fisk sem dreifðist jafn- ar inn til vinnslu yfir hvern mán- uð. Það styrkti fiskvinnslur og fisk- markaði yfir sumarið þegar sam- dráttur var í framboði frá öðrum útgerðum. Landhelgisgæslan telur að reynsla síðasta sumars með tólf daga kerfinu hafi verið góð og að veiðidagar hafi frekar verið vald- ir með tilliti til veðurfars og sjó- lags. Það auki öryggi sjófaranda og að með varanlegri lögfestingu sé þannig verið að stuðla að auknu öryggi. Þær breytingar eru líka gerð- ar að nú er hægt að segja sig frá strandveiðum og hefja aðrar veiðar áður en tímabilinu lýkur og hægt að halda áfram þegar það hentar þó liðið sé á tímabilið og vera t.d. á grásleppu. Þessi sveigjanleiki skipt- ir máli og styður við fjölbreyttari möguleika til veiða yfir sumarið og hagkvæmni í rekstri. 11 þúsund tonn af botnfiski eru sett í strand- veiðipottinn en hann var í 10.200 tonnum í fyrra. Þá eru heimildir á ufsa auknar úr 700 tonnum í 1000 tonn sem leyfilegt er að veiða um- fram hámarksafla hvern dag sem hlýtur að teljast góð búbót fyrir þá sem eru að veiða á ufsaslóðum. Strandveiðipotturinn gekk ekki út árið 2018 og með þessari miklu aukningu í hann ættu allir að vera öruggir með að heimildirnar mæti 12 veiðidaga kerfisbreytingunni. Áfangasigur Atvinnuveganefnd, sem hefur borið þetta mál uppi í góðri samvinnu sín á milli og með stuðningi sjávarútvegs- ráðherra, leggur til að Byggðastofn- un geri í haust úttekt á reynslu síð- ustu tveggja strandveiðitímabila. Er stofnuninni ætlað að leggja áherslu á byggðafestu, öryggismál, fiskigengd- ar, sveigjanleika og útkomu mismun- andi landshluta í úttekt sinni. Það verður síðan unnið úr þeirri niðurstöðu næsta vetur með það að leiðarljósi að efla enn frekar strand- veiðar og horfa til byggðafestu, ný- liðunar, jafnræði byggða og öryggis- sjónarmiða innan greinarinnar. Það er vissulega áfangasigur að kerfisbreytingin sé nú lögfest varanlega og að tekist hafi að ná breiðri sátt þvert á flokka og með greininni sjálfri. Þannig er þetta skref tekið eftir tíu ára reynslu af strandveiðum sem við Vinstri græn erum afar stolt af að hafa komið á fót á sínum tíma með okkar sjávarútvegsráðherra í farar- broddi Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Þær hafa rækilega sýnt fram á að vera mikil lyftistöng fyrir margar minni sjávarbyggð- ir og gefið mönnum möguleika á að stunda veiðar á sumrin án þessa að eiga aflaheimildir eða fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Ég treysti því að með þessum breyt- ingum séum við að treysta og efla enn frekar strandveiðar og sjávar- byggðir landsins. Gleðilegt strandveiðisumar með ósk um góðar gæftir og aflabrögð. Lilja Rafney Magnúsdóttir Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar. Strandveiðar efldar! Meinleg villa birtist í nýlegri skýrslu Skólavogarinnar um meðallauna- kostnað í grunnskólum Borgar- byggðar. Í skýrslu Skólavogarinn- ar stóð að meðallaunakostnaður í Grunnskóla Borgarfjarðar væri um milljón krónum hærri á hvern nem- anda heldur en í Grunnskóla Borg- arbyggðar. Hið rétta er að meðal- launakostnaður á nemanda í Borgar- byggð er 1.573 þúsund krónur. Með- allaunakostnaður í Grunnskólanum í Borgarnesi er 1.440 þúsund krón- ur en 1.772 þúsund krónur í Grunn- skóla Borgarfjarðar. Munurinn er 23% sem er mun eðlilegra í ljósi fá- mennra sveitaskóla annars vegar og þéttbýlisskóla hins vegar. Mistök við úrvinnslu gagna Þegar fyrrgreindar upplýsingar um óeðlilega mikinn mun á launa- kostnaði milli grunnskóla Borgar- byggðar þá óskaði starfsfólk Borgar- byggðar eftir upplýsingum og skýr- ingum frá þeim sem höfðu unnið fyrrgreinda útreikninga og birt þá. Nýlega fékkst það svo staðfest að töl- ur um launakostnað hafði verið víxl- að milli Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar. Heild- arlaunakostnaði í Grunnskólanum í Borgarnesi var deilt út á hvern nem- anda í Grunnskóla Borgarfjarðar sem eru töluvert færri en í Borgarnesi. Svo var á hinn bóginn heildarlauna- kostnaði í Grunnskóla Borgarfjarðar deilt út á hvern nemenda í Grunn- skólanum í Borgarnesi (sem eru tölu- vert fleiri en í G.Bfj). Þannig voru út- reikningarnir rangir á báða vegu og munur á meðallaunum því afar mikill milli skólanna þegar niðurstaðan var birt. Það segir sig sjálft að þegar slík mistök verða þá verður niðurstaðan mjög fjarri raunveruleikanum og all- ur samanburður því rangur. Nauðsynlegt að leiðrétta skekkju Það er alltaf slæmt þegar skekkjur eru í opinberum gögnum. Vitaskuld á að vera hægt að ganga út frá því að þær opinberu hagtölur sem birtar eru séu réttar. Þarna hafa átt sér stað mistök einhvers staðar í þessu vinnu- ferli sem að baki þessum upplýsing- um liggja. Hagstofan safnar á raf- rænan hátt saman upplýsingum um fjárhag sveitarfélaga og aðra starf- semi þeirra úr ýmsum gagnagrunn- um. Þeim er safnað saman af starfs- fólki Sambands íslenskra sveitarfé- laga sem afhendir þær síðan Skóla- voginni. Skólavogin vinnur síðan úr fyrrgreindum upplýsingum og birtir þær í þeim tilgangi að fá fram sam- anburði milli skóla á ýmsan hátt. Út frá þessum röngu upplýsingum hafa einhverjir nú þegar myndað sér skoðun á framtíðarskipan skólahalds í sveitarfélaginu. Í þessu ljósi er mik- ilvægt að því sé komið á framfæri sem víðast að í vinnslu fyrrgreindra gagna urðu mistök sem gerðu það að verkum að umræða fór að um kostn- að við skólahald í Grunnskóla Borg- arfjarðar sem byggði á röngum for- sendum. Gunnlaugur A Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Meinleg villa í nýlegri skýrslu Pennagrein

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.