Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 19. tbl. 23. árg. 8. maí 2019 - kr. 750 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Travel West 2019-2020 Ferðablað Vesturlands er komið út Hægt er að nálgast blöð á Markaðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi Um eitt hundrað manns tóku á laugardaginn þátt í stranshreinsunardegi á fjórum svæðum á Snæfellsnesi; við Grundarkamp í Grundarfirði, Fúluvík og nágrenni í Stykkishólmi og á tveimur svæðum í Snæfellsbæ; á Hraunlandarifi við Breiðuvík og Beruvík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Áætlað er að um tíu tonn af allskyns rusli hafi verið hreinsað úr náttúrunni. Meðfylgjandi mynd tók Kjartan Bollason þar sem kúlur eru dregnar úr Beruvík. Sjá nánar frétt bls. 18. Síðastliðinn miðvikudag var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri reiðhöll hestamannafélagsins Dreyra á Æðar- odda á Akranesi. Það er Fasteignafélag Akraneskaupstaðar sem verður form- legur eigandi hússins en gerður hefur verið langtímasamningur um rekst- urinn við Dreyra. Það er sambæri- legt rekstrarform og milli Akranes- kaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis um nýja Frístundamiðstöð sem nú er risin við Garðavöll og verður einmitt vígð næstkomandi laugardag. Ungir og eldri fulltrúar í Dreyra, auk full- trúa bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, stungu fyrstu hnausana úr jörðu að aflokinni Firmakeppni Dreyra 1. maí. Ása Hólmarsdóttir formaður Dreyra sagði þetta afar ánægjulega og lang- þráða stund í sögu félagsins. Félagið er stærst af fjórum hestamannafélög- um á landinu sem fram til þessa hafa verið án reiðhallar eða annarrar að- stöðu til tamningar og þjálfunar. Skrifað var undir samning um húsið fyrir réttu ári en tafir urðu á að hægt væri að hefja framkvæmdir þar sem eignarhald lóðarinnar undir væntan- legu húsi var hjá þrotabúi BM Vall- ár. Í vetur var hins vegar gengið frá kaupum á landinu. Nýja húsið verður reist sunnan og ofan við fyrstu hest- húsin sem komið er að á Æðarodda. Reiðhöllin verður 1.125 fermetra límtréshús frá Límtré-Vírneti; 25 metra breitt og 45 metra langt. Áæt- laður byggingarkostnaður er um 100 milljónir króna. Vonir standa til að næsta vor, 1. maí 2020, verði hægt að vígja húsið, en unnið er að breytingu deiliskipulags til að hægt sé að hefja jarðvegsframkvæmdir síðar í sumar. mm Fulltrúar yngri og eldri hestamanna og sveitarstjórna Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar tóku fyrstu skóflustungur- nar að nýrri reiðhöll. Skóflustunga að nýrri reiðhöll Dreyra á Æðarodda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.