Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Framar ei frestur gefst „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin...“ Þannig hefst snilldarkvæði Tómasar Guðmundssonar um Hótel jörð. Eitt fallegasta kvæði sem skrifað hefur verið. Fallegt af því boðskapur þess er svo réttur. Fjallar borgarskáldið í því um dvöl okkar hér og landið sem við fáum að láni. Sumir njóta þessarar dvalar meðan aðrir setjast bara við hótelgluggann og bíða þess sem verða vill. En hvort sem við njótum tímans eða látum okkur leiðast, þá höfum það í huga, eins og skáldið bend- ir á, að; „við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gisti- staði að ræða.“ Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð. Því eigum við að hlúa að henni og skila landinu í jafn góðu eða betra ástandi en við tókum við því. Annað er glæpur. Umræðan um umgengni okkar við jörðina hefur stauraukist á síðustu mánuðum og misserum. Því veldur aukin fræðsla eins og til dæmis má sjá í náttúrulífsþáttum David Attenborough, í góðum heimildaþáttum RUV; Hvað höfum við gert og víðar. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að neysla og óhóf er gengið út í öfgar. Rusli er hent á sjó og landi, gengið er á gæði loftsins og af þessu skapast mengun, breyting verður á veðráttu og um leið lífslíkum fjölda plantna og dýrategunda. Hvort sem það er vegna hlýnandi loftslags af mannavöldum eða einfaldlega að við erum stödd á þeim stað í hlýnunarskeiði jarðar, þá mælist hiti nú meiri en áður. Þótt okkur finn- ist notalegt að lesa fréttir um að hitamet falli, þá getur því vissulega fylgt Þórðargleði. Það er ekkert grín að jöklar séu að hverfa, heilu fiskistofn- arnir færa sig um set og leita á kaldari hafssvæði og jafnvel eru dæmi um að heilu stofnarnir deyi út. Á þeim svæðum jarðarkringlunnar þar sem fólki er þröngur stakkur skorinn er fátt um bjargir þegar öfgar í veðráttu kalla ýmist yfir þurrka eða flóð. En það þýðir ekkert að vera með einhvern barlóm. Við verðum að bregð- ast við og bæta okkur. Við eigum ekki að hlusta á menn eins og Donald Trump sem vilja gera lítið úr ástandinu, af því það hentar ekki iðnvæðing- unni og heimsyfirráðum þeirra. Stjórnvöld eru fyrir margt löngu byrjuð að leggja mengunarskatta á ökutæki og stutt er í að valkvæð ferðalög með þotum eða skemmtiferðaskipum verði skattlögð sérstaklega. Það er ekkert sjálfgefið að það taki ekki í budduna að ganga á gæði jarðar. Með öðrum hætti en skattlagningu verður þróuninni ekki snúið við. Hér á jörðu niðri er margt hægt að gera. Við eigum ekki að sætta okkur við að metani sem kemur úr okkar eigin sorpurðun sé brennt engum til gagns. Hægt væri að knýja þúsundir bíla með því, en nú er þessu eldsneyti brennt dag og nótt engum til gagns. Við þurfum heldur ekki einnota drykkjarílát eða skyrdósir úr plasti. Við þurfum ekki að kaupa burðarpoka í hverri verslunarferð og við þurfum ekki allt þetta umbúðafargan. Þótt okkur sé ekki tamt að flokka rusl, þá eigum við að gera það. Enginn vandi er að jarðgera afganga úr eld- húsinu og flokka úrgang í að minnsta kosti sjö til átta endurvinnanlega hluta. Það gátu Danir gert fyrir þrjátíu árum þegar ég bjó ytra, en ennþá eru flokkunarílátin okkar einungis tvö eða í besta falli þrjú! Að fjölga flokk- um endurvinnanlegs sorps snýst um að koma sér í gang og hætta þessu væli. Af því við verðum einfaldlega öll að leggjast á árar í þágu umhverfisverndar og fyrir jörðina sem við höfum að láni. Ef við gerum ekkert mun sá dagur upp renna, eins og segir í lokaerindi Tómasar: „Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst - né færi á að ráð- stafa nokkru betur.“ Magnús Magnússon Hjólað í vinnuna er verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands hefur staðið fyrir ár hvert frá árinu 2003. Verkefnið nær yfir þrjár vikur í maí á hverju ári og hefst í dag, miðvikudaginn 8. maí og stendur fram yfir þriðjudaginn 28. maí. Tilgangurinn er að efla hreyf- ingu og starfsanda á vinnustöðum og er megin markmið verkefnisins að vekja athygli á heilsusamlegum og umhverfisvænum ferðamáta eins og að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur. Hægt er að skrá sig til leiks á www.hjoladivinn- una.is. arg Nýverið lauk Þorsteinn Guð- mundsson verktaki á Fróðastöð- um við jarðvegsskipti undir þrjú síðustu húsin sem eftir á að byggja við Hallveigartröð í Reykholti. Sig- urður Magnússon byggingameist- ari mun síðar í sumar hefja fram- kvæmdir við smíði tveggja einbýlis- húsa og eins raðhúss. Að sögn séra Geirs Waage sóknarprests í Reyk- holti var það fyrirtækið Reykholts- staður ehf sem átti frumkvæði að gerð Hallveigartraðar en með sam- komulagi við þáverandi Borgar- fjarðarsveit, sem síðar varð hluti Borgarbyggðar. Var gatan því gerð í einkaframkvæmd og hafist handa um aldamótin. Eftir bankahrun- ið 2008 varð Reykholtsstaður ehf. hins vegar að leysa til sín þrjár lóð- ir sem áður hafði verið úthlutað og eru það síðustu þrjár óbyggðu byggingalóðirnar við götuna. Nú þegar er búið að selja annað ein- býlishúsið og aðra parhússíbúðina og segir Geir að Sigurður Magnús- son muni byggja húsin og selja þau sem eftir eru. Hvetur Geir áhuga- sama kaupendur um að snúa sér til Sigurðar. Geir segist leggja áherslu á að lóðunum verði skilað fullbún- um í takti við hið gróna land neðan við Hallveigartröð þaðan sem út- sýni er yfir staðinn. mm Alþingi samþykkti í síðustu viku ný lög um skóga og skógrækt. Sett eru fram ný markmið m.a. varðandi verndun náttúruskóga og aukna út- breiðslu þeirra, ræktun skóga til fjölþættra nytja og sjálfbæra nýt- ingu skóga. Skógræktin er sú stofn- un sem hefur eftirlit með fram- kvæmd laganna og daglega stjórn- sýslu á því sviði sem lögin ná til. Lögin kveða jafnframt á um gerð landsáætlunar í skógrækt sem fjallar um stöðu og framtíð skóga í land- inu, ásamt tölusettum markmið- um um árangur. Vinna skal lands- hlutaáætlanir í samráði við sveitar- félög og aðra hagsmunaaðila sem útfæra þá stefnu sem fram kemur í landsáætlun. Lögin gera ráð fyr- ir að Skógræktin geti tekið þátt í og stutt við skógræktarverkefni sem er á ábyrgð annarra svo sem ein- staklinga, félagasamtaka eða sveit- arfélaga. Sérstakur kafli fjallar um skógrækt á lögbýlum og er víkk- að út frá eldri lögum hvers konar skógrækt fellur þar undir. Sjálfbær nýting skóga er leiðar- stef í nýjum lögum og kveða á um að við fellingu skóga þurfi leyfi Skógræktarinnar. Grundvallarregla er að árleg felling í skógum lands- ins skal að jafnaði ekki vera meiri en árlegur vöxtur þeirra. Einnig skal umhirða og nýting skóga mið- ast við að skógarnytjar skili sem mestum hagrænum, félagslegum og umhverfislegum ávinningi fyrir samfélagið. Varanleg eyðing skóga er óheimil samkvæmt lögunum og skal með slík mál farið í samræmi við ákvæði laga um mat á umhverf- isáhrifum. „Það eru tímamót að nú sé búið að samþykkja ný skógræktarlög. Með þeim er mótaður mun skýr- ari rammi fyrir stefnumótun og skipulag skógræktar, vernd og end- urheimt birkiskóga og nýtingu á ræktuðum skógi,“ segir Guðmund- ur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Á grundvelli nýrra laga um landgræðslu og skóg- rækt verða nú unnar landsáætlanir fyrir þessa náskyldu málaflokka. Sú vinna mun skipta miklu þegar kem- ur að framkvæmd á alþjóðasamn- ingum hérlendis um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni,“ segir ráðherrann. mm Jarðvegsskipt fyrir þrjú hús í Reykholti Hjólað í vinnuna Ný lög um skóga og skógrækt Daníelslundur við Svignaskarð í Borgarfirði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.