Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 13 Heimavist MA og VMA Nánari upplýsingar og umsóknir heimavist.is TIL 7.JÚNÍÁ heimavistinni búa 330 framhaldsskólanemendur alls staðar að af landinu 8 M ÍNÚ TUR 3 MÍNÚTUR 7 MÍ NÚT UR 3 MÍNÚTUR 15 M ÍN ÚT UR 2 M ÍN ÚT UR 3 M ÍN ÚT UR MENNINGARHÚS SU ND RÆ KT IN ÍÞ RÓ TT AH ÚS M IÐBÆ RINN VERSLANIR BÍÓHÚS LYSTIGARÐURINN KAFFIHÚS HL ÍÐ AR FJ AL L VE IT IN GA RS TA ÐU R HE IM AV IST MA OG VMA Á AKUREYRI SUND RÆKTIN Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur SK ES SU H O R N 2 01 9 Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2019-2020 Kennarar í Auðarskóla Við Auðarskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi og 100% staða umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir skólaárið 2019-2020. Umsjónarkennsla á unglingastigi, meðal kennslugreina eru: Íslenska Samfélagsfræði Erlend tunugmál Val Umsjónarkennsla á yngsta stigi, meðal kennslugreina eru: Stærðfræði Íslenska Náttúrufræði Samfélagsfræði Enska Mikilvægt er að umsækjendur búi að: Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu. Umsóknarfrestur er til 17.maí 2019 Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunnskóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið keli@audarskoli.is. Í umsókninni þurfa að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Upplýsingar um starfið veitir Þorkell aðstoðarskólastjóri í síma 4304757. Margrét Björk Björnsdóttir tók við starfi forstöðumanns Markaðs- stofu Vesturlands um mánaðamót- in síðustu. Síðast gegndi starfinu Rósa Gréta Ívarsdóttir sem nú er flutt erlendis. Margrét Björk, eða Maggý eins og hún er oftast köll- uð, er vel kunnug Vesturlandi enda borinn og barnfæddur Snæfelling- ur og starfar hjá Samtökum sveit- arfélaga á Vesturlandi. Hún er m.a. höfundur skýrslunnar um Áfanga- staðaáætlun Vesturlands sem gefin var út í vetur. Margrét Björk var í fyrsta út- skriftarhópnum sem lauk BA námi í ferðamálum frá Háskólanum á Hól- um. BA verkefnið hennar fjallaði um ferðamál, sjálfsvirðingu samfé- laga og byggðaþróun. Hún er því ferðamálafræðingur að mennt en hefur einnig lokið diplóma í verk- efnastjórnun og leiðtogafræðum frá EHÍ, stofnun og rekstri smá- fyrirtækja frá Viðskiptaháskólan- um á Bifröst og ferðamálum dreif- býlis frá Hólaskóla. Margrét Björk hefur starfað sem atvinnuráðgjafi hjá SSV-þróun og ráðgjöf síðast- liðin ellefu ár, en hefur einnig sinnt verkefnastjórn í ýmsum verkefnum sem lúta að byggðaþróun og ferða- málum. „Starfið mitt hjá SSV hefur þró- ast í áranna rás. Ég hef bætt við mig þekkingu í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni og hef verið verk- efnisstjóri í nokkrum sérverkefnum sem flest tengjast ferðamálum og byggðaþróun. Ég tók einnig þrjá MS kúrsa í skipulagsfræðum við LbhÍ til að skerpa skilning minn á skipulagsmálum þegar þau voru orðin stór þáttur í ferðamálaum- ræðunni. Síðasta árið hef ég svo unnið fyrir Markaðsstofu Vest- urlands sem verkefnisstjóri fyrir Áfangastaðaáætlun Vesturlands sem unnin var undir verkstjórn og fyrir Ferðamálastofu. Í beinu framhaldi af vinnunni við Áfangastaðaáætlun Vesturlands fékkst stuðningur til að vinna að fjórum áhersluverkefn- um árin 2019 og 2020 til að stuðla að ábyrgri uppbyggingu ferðamála á Vesturlandi og hef ég unnið að kynningu á Áfangastaðaáætlun og innleiðingu á þeim verkefnum síð- astliðna mánuði. Ég þekki því vel til stöðu mála, væntinga og framtíðar- sýn varðandi ferðamál á Vesturlandi og hlakka til að vinna með öllu því góða fólki sem tengist ferðamálum á Vesturlandi og takast á við þau spennandi en jafnframt krefjandi verkefni sem blasa við til að efla gæði og ábyrga uppbyggingu ferða- mála og kynna Vesturland sem eft- irsóknarverðan áfangastað,” segir Margrét Björk. mm Sveitarstjórnarráðstefnu Vinstri hreifingarinnar græns framboðs fór fram á Akranesi síðastliðinn laugar- dag. Ráðstefnunni lauk undir kvöld með því að gestir réðust í plokk ásamt Guðmundi Inga Guðbrands- syni umhverfisráðherra. „Aðgerð- in rímaði vel við efni fundarins sem fjallaði bæði um umhverfis- og heilbrigðismál og héldu bæði Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, um- hverfisráðherra og Svandís Svav- arsdóttir, heilbrigðisráðherra erindi á fundinum. Loftslagsverkfall ung- menna var sérliður á dagskránni, en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssambands íslenskra stúdenta og ein af skipuleggjendum Loftlagsverkfallsins, sagði frá hug- myndafræði og kröfum verkfalls- ins en Elsa María á einmitt heima á Akranesi,“ segir í tilkynningu. Átján sveitarstjórnarráðsliðar VG sátu fundinn sem einnig var vel sóttur af þingmönnum, almenn- um VG félögum og fleiri gestum, en um sjötíu manns mættu á opna hluta fundarins. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði og varaþingmaður skipulagði sveit- arstjórnarþingið og stýrði fundi. Heimamenn og langt að komnir sveitarstjórnarmenn tóku svo þátt í plokkinu með umhverfisráðherra að loknum fundi. Plokkaðir voru tveir kílómetrar kringum vitann á Breið og var pallbíll fenginn ofan af Mýrum til að koma ruslinu á sinn stað í Fíflholtum. mm Margrét Björk tekur við starfi forstöðu- manns Markaðsstofunnar Margrét Björk Björnsdóttir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og borgarfulltrúinn Líf Magneu dóttur plokka á Breiðinni. Umhverfi og heilsa sem sveitarstjórnarmál

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.