Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201914 Hann Magnús Jónsson á Arney SH var ekki lengi að ná dagsskammtin- um á fyrsta strandveiðidegi vikunn- ar. Var hann kominn að landi fyrir níu á mánudagsmorgni með leyfi- legan afla og lét vel af veiðinni. tfk Mokveiði hefur verið frá Akranesi undanfarnar vikur. Línubátar leggja fyrir þorsk, grásleppuvertíðin er haf- in og þá hófst strandveiðitímabilið fimmtudaginn 2. maí. Böðvar Ingva- son hefur umsjón með útibúi Fisk- markaðs Snæfellsbæjar á Akranesi. Hann var að vonum hinn ánægðasti þegar Skessuhorn ræddi við hann á hlaupum á hafnarsvæðinu. „Und- anfarið höfum við verið að landa í kringum 50 tonnum á dag, en voru kannski tíu tonn áður,“ segir Böðv- ar. „Markaðurinn er að taka við sér og við reynum að veita sjómönnum góða þjónustu svo að þeir komi til okkar. Það byggist allt á því,“ bæt- ir hann við. „Enda hafa fleiri bátar verið að koma hingað,“ skýtur Jón Sigurðsson að, en hann leysti Einar Guðmundsson af í hafnarvörslunni þennan daginn. Flestir bátarnir sem róa frá Akra- nesi þessa dagana hafa verið við veiðar skammt frá, inni í Hvalfirði og vestur af Akranesi. „Það hef- ur verið alveg landburður af fiski,“ segir Böðvar, „og alveg boltafiskur allt saman,“ bætir Jón við og Böðv- ar tekur undir það. „Þorskurinn er vel haldinn og selst á toppverði, hæsta verði sem fæst á landinu suma daga,“ segja þeir. Gengið ágætlega Þrír línubátar vestan af fjörð- um hafa verið við veiðar frá Akra- nesi undanfarið; Einar Guðna- son ÍS, Fríða Dagmar ÍS og Jón- ína Brynja ÍS. „Við komum hingað síðasta laugardag en róum alla jafna frá Bolungarvík,“ sagði Sigurður Hálfdánarson á Jónínu Brynju ÍS, þegar Skessuhorn ræddi við hann á bryggjunni á Akranesi síðdegis á fimmtudag. Þann daginn lönd- uðu skipverjar einum 18 kössum upp úr bátnum. „Ég hefði nú vilj- að ná meiru í dag, við lönduðum 13 tonnum í gær. En heilt yfir hef- ur þetta bara gengið ágætlega þessa daga sem við höfum verið hérna og fiskurinn fínn,“ sagði Sigurður. kgk Strandveiðar hófust í ellefta sinn fimmtudaginn 2. maí síðastlið- inn og standa yfir út ágústmánuð. Strandveiðunum fylgir jafnan líf og fjör við hafnir landsins. Sú var sannarlega raunin á Akranesi þegar bátarnir lögðust að bryggju síðdeg- is með full kör af boltafiski. „Ég fékk þennan hérna úti í Faxaflóa, bara norður af Baulurif- inu,“ segir Frímann Jónsson á Önd- inni AK, hæstánægður með einkar myndarlegan þorsk sem hann land- aði á Akranesi á fimmtudag. Sá var heldur betur af stærri gerðinni. Góð aflabrögð hafa verið frá Skaganum síðustu vikur, margir að róa og fiskurinn vel haldinn. „Það er búið að vera alveg mok undan- farið. Mjög fallegur fiskur og mjög víða góður fiskur. Ég var að byrja á strandveiðunum í dag, en var bú- inn að róa nokkra róðra inn í Hval- fjörð og þar var góður fiskur líka. Það eru margir að róa þessa dagana en það eru allir búnir að vera að fiska, líka línubátarnir og netabát- arnir,“ segir Frímann, sem reiknar með því að róa á strandveiðar allt tímabilið. Um leið og Frímann var búinn að landa úr Öndinni lagðist Viðvík SH að bryggju eftir dag á strand- veiðum. Löndunarkraninn var ræstur og hafist handa við að hífa körin upp á bryggjuna. Ekki voru það síðustu körin þann daginn, því margir réru frá Akranesi þennan fyrsta dag strandveiðanna. kgk Landburður af fiski Verið að landa upp úr Jónínu Brynju ÍS, sem er einn þriggja línubáta vestan af fjörðum sem landað hafa á Akranesi undan- farið. Böðvar Ingvason mættur á lyftaranum að færa fiskinn á markaðinn. Boltafiskur í körum á Akraneshöfn laust eftir hádegið á fimmtudag. Sigurður Hálfdánsson á Jónínu Brynju ÍS. Körin þrifin. Líf og fjör í Akraneshöfn síðdegis á fimmtudag. Verið að landa úr Viðvík SH til hægri í mynd, Jónína Brynja ÍS fyrir miðju og Sæli AK lengst til vinstri. Mjög víða góður fiskur Frímann Jónsson með boltaþorsk sem hann fékk á fyrsta degi strandveið- anna. Um leið og búið var að hífa körin úr Öndinni lagðist Viðvik að bryggju og lönd- unarkraninn var ræstur að nýju. Myndarlegur strandveiðiþorskur. Kominn úr strandveiðitúr fyrir klukkan níu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.