Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 15 Guðmundur Ingi Guðbrands- son, umhverfis- og auðlindaráð- herra, undirritaði í síðustu viku friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði. Eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. „Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjó- fuglabyggðar. Friðlýsing Akureyj- ar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síð- asta ári og er sú fyrsta sem er und- irrituð undir merkjum þess,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgeng- astur. Eyjan flokkast því sem al- þjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingunni er því að vernda þetta búsvæði fugla og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista Náttúrufræðistofnunar Ís- lands yfir fuglategundir sem teljast í bráðri hættu. Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hekt- arar að stærð, norðaustan við Sel- tjarnarnes. Hið friðlýsta svæði er þó mun stærra eða 207 hektarar að stærð þar sem markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki í fjöru, á grunnsævi og hafsbotninum umhverfis eyjuna. mm Magnús Guðmundsson lætur af störfum sem forstjóri Landmælinga Íslands í sumar. Hann hefur stýrt stofnuninni frá árinu 1998, eða allt frá því stofnunin var flutt á Akra- nes. „Ég mun hætta störfum í júní næstkomandi eftir að hafa starfað hjá þeirri traustu og góðu stofnun í mörg ár við skemmtileg og gefandi verkefni,“ ritar Magnús á Facebo- ok-síðu sína. Magnús var í júní á síðasta ári settur framkvæmdastjóri Vatnajök- ulsþjóðgarðs og hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Land- mælinga síðan þá. Hann verður skipaður í starf framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs nú í sumar, eftir að eins árs setningartíminn er liðinn. Starf forstjóra LMÍ var auglýst laust til umsóknar um liðna helgi. kgk Þjóðminjasafn Íslands er að senda út nýja spurningaskrá á Sarpi, sem fjallar um Evrovision hefðir, sem mörgum þykir skemmtilegt efni. Hvetur safnið almenning til að taka þátt í könnuninni. „Tilgang- urinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orð- ið til siðir og hátíðahöld sem skil- greina má sem nýlegan sið. Söngva- keppnin hefur sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin ár eft- ir ár og mikil stemning myndast í kringum hana. Hins vegar hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi hvernig menn gera sér glaðan dag í tilefni af keppninni. Nú ósk- ar Þjóðminjasafnið eftir liðsinni al- mennings við að bæta úr þessu, en fyrst og fremst er verið að leita eft- ir frásögnum fólks af eigin reynslu. Spurningaskráin er jafnframt liður í þeirri starfsemi Þjóðminjasafnsins að safna upplýsingum um samtím- ann,“ segir í tilkynningu. Fyrsta söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin árið 1956 með þátttöku sjö landa. Síðan hefur keppnin orðið vinsælli með hverju árinu sem líður en um 35-40 þjóðir hafa tekið þátt á undan- förnum árum. Keppnin hefur ver- ið send beint út á Íslandi frá 1983 en fyrir þann tíma voru sýndar upp- tökur sem nutu vinsælda. Ísland tók fyrst þátt í Eurovision 1986 og var forkeppni hér heima þegar í upp- hafi. Í dag er forkeppnin þrjú kvöld sem endar á undanúrslitakvöldi og sýnt beint frá þeim öllum, en það er sama fyrirkomulag og tíðkast í aðal- keppninni í Evrópu. Söngvakeppn- in hefur náð gríðarlegum vinsæld- um á alþjóðavísu og er eitt vinsæl- asta sjónvarpsefnið á Íslandi. Tengill á spurningaskrána er: http://www.sarpur.is/Spurninga- skra.aspx?ID=1924393 mm Þjóðminjasafnið kannar Evrovisionhefðir Í fyrra bar framlag Ísraels sigur úr býtum og keppnin því haldin í Tel Aviv 18. maí næstkomandi. Hér er Netta Barzilai að flytja atriði sitt. Magnús hættir hjá Landmælingum Magnús Guðmundsson. Ljósm. úr safni/ gbh. Akurey í Kollafirði friðlýst Borgarstjóri og umhverfisráðherra handsala samning um friðlýsinguna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.