Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 23 SK ES SU H O R N 2 01 9 Matreiðslumaður Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði leitar að faglærðum matreiðslumanni til að stýra mötuneyti Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Mötuneytið er rekið í anda heilsueflandi framhalds- skóla og áhersla lögð á hollan og næringarríkan mat. Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur og sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa farsæla reynslu af svipuðum rekstri, góða færni í mann- legum samskiptum og áhuga á að umgangast ungt fólk. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og við- komandi stéttarfélags og skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Hrafnhildi Hallvarðsdóttur skóla- meistara í netfangið hrafnhildur@fsn.is . Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfjörður Vakin er athygli umsækjenda á að samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en af ráðningu getur orðið. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 27.maí 2019. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari í netfangi hrafnhildur@fsn.is eða í síma 865-0424 og Sólrún Guð- jónsdóttir aðstoðarskólameistari í netfangi solrun@fsn.is . Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann. Námsráðgjafi Við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði er laus til umsóknar 50 % staða námsráðgjafa. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í námsráðgjöf. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsókn með ferilskrá, prófskírteinum, sakavottorði og með upplýsingum um umsagnaraðila skal senda rafrænt til skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga á netfangið hrafnhildur@fsn.is. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2019. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Sakavottorð fylgi umsókn. Nánari upplýsingar veitir aðstoðarskólameistari, Sólrún Guðjónsdóttir, solrun@fsn.is og skólameistari, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir hrafnhildur@fsn.is. Einnig er hægt að hafa samband í síma 430-8400. Á vef skólans www.fsn.is má auk þess finna ýmsar upplýsingar um skólann. Framhaldskólakennarar– Fjölbrautaskóli Snæfellinga Fjölbrautaskóla Snæfellinga Grundarfirði óskar eftir að ráða framhaldskólakennara næstkomandi skólaár 2019-2020. Meðal kennslugreina eru líffræði, efnafræði og eðlisfræði. Um er að ræða hlutastörf í hverri grein. Einnig er laus til umsóknar tímabundin staða framhaldsskólakennara í íþróttum og næringarfræði á haustönn 2019. Um hálfa stöðu er að ræða. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í fagi og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Leitað er að kennurum sem hafa frumkvæði, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og hafa áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi og uppbyggingu náms í samræmi við ný lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008). Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsókn með ferilskrá, prófskírteinum, sakavottorði og með upp- lýsingum um umsagnaraðila skal senda rafrænt til skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga á netfangið hrafnhild- ur@fsn.is. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Umsóknarfrestur er til og með 27.maí 2019. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari hrafnhildur@fsn.is og Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari á net- fanginu solrun@fsn.is. Einnig er hægt að hafa samband í síma 430-8400. Á vef skólans www.fsn.is má auk þess finna ýmsar upplýsingar um skólann. Skólameistari Vinnupeysa 3.990 kr,- Eiríkur Skagabraut 6, Akranesi sími: 431-5110/666-5110 smaprent@smaprent.isSmáprent Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Sker og Útgerðin í samstarf Rut Ragnarsdóttur hjá Útgerðinni í Pakkhúsinu í Ólafsvík og Lilja Hrund Jóhannsdóttir hjá Sker Res- taurant hófu samstarf í síðustu viku. Samstarfið byggir á því að hjá Út- gerðinni verður verða til sölu létt- ar veitingar frá Sker Restaurant. Samstarfinu var fagnað 1. maí síð- astliðinn þar sem gestum var boð- ið að njóta léttra veitinga í Pakk- húsinu þar sem meðal annars var boðið upp á sushi frá Sker Restaur- ant. Fyrst um sinn verður alla daga hægt að fá vefjur og salöt auk þess sem sushibakkarnir verði í boði við tækifæri. Þá segir á Facebook síðu Útgerðarinnar að þær stöllur ætli að leika sér aðeins með framboð- ið svona fyrst um sinn svo það er aldrei að vita hvað verður í boði að gæða sér á í Pakkhúsinu. „Vörurnar okkar verða auðvitað áfram á sínum stað og fólk getur einfaldlega litið við og náð í gómsætan bita frá báð- um fyrirtækjum á einum stað. Frá- bær valkostur fyrir þá sem vilja eitt- hvað hollt, fljótlegt og þægilegt,“ segir í færslu á Facebook síðu Út- gerðarinnar. arg Lilja Hrund og Rut eru í samstarfi um veitingasölu. Ljósm. þa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.