Skessuhorn - 08.05.2019, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 29
Borgarbyggð -
miðvikudagur 8. maí
Menningarferð Félags aldraðra í
Borgarfjarðardölum verður farin í
Dalasýslu frá kl. 9:00 til 19:00.
Dalabyggð -
miðvikudagur 8. maí
Fræðslufundur fyrir almenning
í Rauða kross húsinu við
Vesturbraut 12 í Búðardal.
Er hægt að koma í veg fyrir
heilablóðfall? Þekkirðu
einkennin? Hvað ber að varast?
Þórir Steingrímsson og Baldur
B. E. Kristjánsson frá Heilaheill
fræða. Ókeypis aðgangur og allir
velkomnir. Heitt á könnunni.
Akranes - fimmtudagur 9. maí
Styrkleikanámskeið. Hvað er það
besta við þig? Hvernig ertu þegar
þú ert í essinu þínu? Gætir þú
þegið meiri orku og gleði í líf þitt?
Námskeiðið Styrkleikarnir þínir
verður haldið á fimmtudögum frá
kl. 17-19 í fjögur skipti frá og með
9. maí. Kennari er Steinunn Eva
Þórðardóttir.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 9. maí
Skallagrímur mætir Álftanesi
í 3. deild karla í knattspyrnu.
Leikurinn hefst kl. 20:00 á
Skallagrímsvelli í Borgarnesi.
Akranes - föstudagur 10. maí
Fyrsti leikur ÍA í Inkasso-deild
kvenna í knattspyrnu þetta
sumarið. Skagakonur mæta FH á
Akranesvelli kl. 19:15.
Akranes - föstudagur 10. maí
Dúndurfréttir í Gamla
Kaupfélaginu á Akranesi kl. 21:30.
Mjög fjölbreytt blanda af alls
konar rokki, mjúkt og hart þannig
að allir ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi. Miðasala á www.midi.is.
Borgarbyggð -
laugardagur 11. maí
Stórsýning Rafta og
Fornbílafjelags Borgarfjarðar
í Brákarey kl. 11:00. Bifhjóla-
og fornbílasýning. Aðgangur
ókeypis. Kaffi- og vöfflusala.
Hvalfjarðarsveit -
sunnudagur 12. maí
Tónleikar til styrktar
Hallgrímskirkju í Saurbæ kl.
16:00. Guðmundur Sigurðsson
organisti silar verk eftir Friðrik
Bjarnason, Dietrich Buxtehude,
Johann Sebastian Bach, Jóhann
Jóhannsson, Smára Ólafsson,
George Shearing og Johann
Pachelbel. Kór kirkjunnar mun
flytja nokkur lög í upphafi
tónleikanna. Aðgangseyrir er
kr. 1.500. Ekki tekið við kortum.
Hótel Glymu verður með tilboð
handa tónleikagestum.
Grundarfjörður -
sunnudagur 12. maí
Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju
kl. 20:00. Fram koma Tindatríó og
Friðrik Vignir organisti.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 14. maí
Grettissaga Einars Kárasonar. Einn
af okkar virtustu rithöfundum
og rómuðustu sagnamönnum,
Einar Kárason, mun stíga á stokk
á Söguloftinu í Landnámssetrinu
í Borgarnesi og flytja Grettissögu.
Einar er sá listamaður sem hefur
verið með flestar frumsýningar
í Landnámssetrinu. Núna ætlar
hann að segja okkur eina
vinsælustu Íslendingasöguna,
söguna um ógæfumanninn
Grettir Ásmundsson. Miðasala á
www.landnam.is.
Nýfæddir Vestlendingar
Á döfinni
Íbúð í Borgarnesi
Til leigu er tveggja herbergja íbúð
við Hrafnaklett 8 í Borgarnesi.
Leiguverð kr. 140 þúsund.
Hitaveita og hússjóður innifalinn.
Upplýsingar í síma 864-5542 eða
karlsbrekka@outlook.com.
Stúdíóherbergi í Borgarnesi
Til leigu er stúdíóherbergi með
húsgögnum á besta stað í
Borgarnesi. Laust strax. Nánari
upplýsingar í síma 860-8588.
Skrifstofa til leigu
Til leigu er björt og góð skrifstofa
á Akranesi. Sameiginlegur
aðgangur að kaffistofu og
snyrtingu með annarri starfsemi.
Uppl. sími 894-8998.
Markaðstorg Vesturlands
LEIGUMARKAÐUR
1. maí. Drengur. Þyngd: 3.936
gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Halla
Sigríður Bragadóttir og Arnar
Óðinn Arnþórsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Deildarstjóri
óskast til starfa í
leikskólanum Skýjaborg,
Hvalfjarðarsveit fyrir
næsta skólaár
Skýjaborg er í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar
með 7 klst. vinnudag / 35 stunda vinnuviku.
Deildarstjórar og leikskólakennarar fá aukin undirbúningstíma
miðað við kjarasamning (leikskólakennarar 5 klst. og
deildarstjórar 7 klst.).
Hvalfjarðarsveit veitir starfsfólki sínu styrk til náms
í leikskólakennarafræðum og leikskólaliðanámi.
Leikskólakennaranemar geta gert samning og haldið
dagvinnulaunum í staðarlotum og í vettvangsnámi í allt að
7 vikur á ári.
Umsóknarfrestur er til 27. maí næstkomandi.
Nánari upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð, hæfniskröfur og
umsóknarfyrirkomulag er að finna á https://skoli.hvalfjardarsveit.is.
litu
Kynningarfundur
Í samræmi við ákvæði starfsleyfa Norðuráls,
Elkem Ísland og Als álvinnslu, boðar
Umhverfisstofnun til opins kynningarfundar um
niðurstöður mengunareftirlits og
umhverfisvöktunar á Grundartanga
þriðjudaginn 14. maí nk. að Hótel Glym,
Hvalfjarðarsveit kl. 15:30.
Dagskrá fundar
Fundarstjóri:• Ragna Ívarsdóttir
Mengunareftirlit Umhverfisstofnunar• –
Halla Einarsdóttir
Niðurstöður eftirlits 2018 • –
Einar Halldórsson
Niðurstöður Umhverfisvöktunar á Grundartanga •
2018 – Alexandra Kjeld
Vanda Úlfrún Liv Hellsing• frá Norðurál flytur erindi
Sigurjón Svavarsson• frá Elkem flytur erindi
Umræður • að loknum framsögum.
!
5. maí. Drengur. Þyngd: 3.005
gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar:
Sigurbjörg Erna Halldórsdóttir
og Friðjón Örn Magnússon,
Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Hafdís
Rúnarsdóttir.
5. maí. Stúlka. Þyngd: 3.364
gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar:
Ólafía Kristjánsdóttir og
Andri Már Engilbertsson,
Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna
Valentínusdóttir og Eva Berglind
Tulinius nemi.