Skessuhorn - 15.05.2019, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 20196
Færa fornbíla til
skoðunar
BORGARNES: Árleg forn-
bílaskoðun hjá Frumherja
í Borgarnesi verður föstu-
daginn 17. maí frá kl. 16.00
til kl. 20.00. Skoðunargjald
er 3.500 krónur fyrir hvern
fornbíl félagsmanns í Fornbí-
lafjelagi Borgarfjarðar. „Þeir
fornbílaeigendur sem eiga
bíla á Samgöngusafninu bera
sjálfir ábyrgð á því að færa
sína bíla til skoðunar eða að
fela það öðrum. Hafist verð-
ur handa við að taka út bíla
af safninu kl. 16.00. Skráða
fornbíla skal færa til skoð-
unar annað hvert ár. Upplýs-
ingar þar um má finna á vef
Samgöngustofu,“ segir í til-
kynningu frá Fornbílafjelag-
inu til félagsmanna. -mm
Elsa Lára að-
stoðarskóla-
stjóri
AKRANES: Elsa Lára Arn-
ardóttir hefur verið ráð-
in í stöðu aðstoðarskóla-
stjóra Brekkubæjarskóla á
Akranesi og tekur við starf-
inu af Magnúsi V Benedikts-
syni. Níu sóttu um stöðuna
en einn dró umsókn sína til
baka. Elsa Lára hefur með
hléum starfað sem umsjón-
arkennari við skólann. Hún
er með B.ed gráðu í grunn-
skólakennarafræðum og er
að ljúka meistaranámi í for-
ystu og stjórnun við Háskól-
ann á Bifröst. Elsa Lára hef-
ur mikla reynslu af kennara-
störfum og er einnig með
margþætta aðra reynslu af
stjórnun og skipulagningu.
Þá hefur hún setið á Alþingi
og er auk þess í bæjarstjórn
Akraneskaupstaðar. -mm
Brutu rúður í
vita
GRUNDARFJ: Lögreglu
var tilkynnt um eignaspjöll
á Hnausavita við norðanvert
Kirkjufell í vikunni sem leið
þegar kom í ljós að rúður
höfðu verið brotnar. Vitinn
er einnig kallaður Grund-
arfjarðarviti og var byggður
árið 1945. Að sögn lögreglu
var birt tilkynning um spjöll-
in á Facebook-síðu Grund-
arfjarðarbæjar. Þar var óskað
eftir upplýsingum almenn-
ings um hugsanlegar manna-
ferðir við vitann. Í kjölfar
þess komst upp hverjir voru
að verki og reyndust það vera
krakkar. Að sögn lögreglu
var fundin mjög farsæl lausn í
málinu. Ekki hefur verið gerð
bótakrafa á foreldrana heldur
ætlar umsjónarmaður vitans
að fá að hitta krakkana, fræða
þá um sögu Hnausavita og fá
þá til að hjálpa sér að þrífa
og laga til eftir skemmdirnar
sem þeir ollu. -kgk
Þungunarfrum-
varp að lögum
ALÞINGI: Frumvarp heil-
brigðisráðherra um þungun-
arrof var samþykkt á Alþingi á
mánudaginn. Hlaut það stuðn-
ing 40 þingmanna, gegn at-
kvæðum 18, þrír greiddu ekki
atkvæði og fjórir voru fjarver-
andi við atkvæðagreiðsluna. At-
hygli vakti að þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins klofnuðu í af-
stöðu sinni til frumvarpsins og
greiddi Bjarni Benediktsson
formaður flokksins t.d. atkvæði
gegn því. Aðrir stjórnarflokkar
greiddu atkvæði með því. Hart
hafði verið tekist á um frum-
varpið, einkum það ákvæði þess
að kona hafi óskertan rétt til að
fá þungun rofna fram að lokum
22. viku meðgöngu. Inga Sæ-
land formaður Flokks fólksins
barðist einarðlega gegn því að
frumvarpið yrði samþykkt. Til-
laga Miðflokksins um frestun
atkvæðagreiðslu um frumvarp-
ið var felld sem og breytingar-
tillaga Páls Magnússonar Sjálf-
stæðisflokki um að þungunarrof
megi í síðasta lagi verða gert í
20. viku meðgöngu. -mm
Gestkvæmt hjá
löggunni
VESTURLAND: Skóla-
krakkar hafa komið í þónokkr-
ar starfskynningar hjá Lögregl-
unni á Vesturlandi undanfar-
ið. Þá koma krakkarnir í heim-
sókn á lögreglustöð og fræðast
almennt um starfsemina, sem
lögregla segir hið besta mál.
-kgk
Olíu stolið
BORGARNES: Lögreglunni
á Vesturlandi var tilkynnt um
þjófnað á eldsneyti að morgni
miðvikudagsins 8. maí. Hafði
hvorki meira né minna en 200
lítrum af olíu verið stolið af bif-
reið sem stóð á lóð Vegagerð-
arinnar við Borgarbraut í Borg-
arnesi.
-kgk
Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr
Borgarnesi, sem leikur fyrir Kent
State háskólann í Ohio fylki í
Bandaríkjunum var á dögunum val-
inn í úrvalslið Mið-Ameríku deild-
arinnar eftir yfirstandandi tímabil
í háskólagolfinu. Það eru þjálfarar
þeirra níu skóla sem leika í deild-
inni sem velja í úrvalsliðið og því
er góð viðurkenning fyrir Bjarka
að komast í liðið en hann er á sínu
lokaári í háskólanum. Borgnesing-
urinn lék að meðaltali á 73 höggum
á þessu ári og endaði fjórum sinn-
um í topp-20.
glh
Nýverið var í Moskvu fundað um
fiskveiðisamning, svokallaðan
Smugusamning, milli íslenskra og
rússneskra stjórnvalda. Snýst samn-
ingurinn um þorskveiðar Íslands í
rússneska hluta Barentshafsins og
felur í sér að íslensk fiskiskip gefa
veitt 6.592 tonn af þorski í rúss-
neska hluta Barentshafsins 2019
auk allt að 1.978 tonna af öðrum
tegundum, en þar af getur þó ýsu-
afli aldrei orðið meiri en 521 tonn.
Jafnframt var samið um svokall-
aðan sölukvóta sem er um það bil
þriðjungur af því magni sem nefnt
var hér að framan. Á móti fá rúss-
nesk fiskiskip 1.500 tonn af makríl
og 2.000 tonn af kolmunna frá Ís-
landi sem þau geta veitt á alþjóð-
legu hafsvæði. Þessar aflaheimild-
ir eru teknar af þeim heildarafla
sem Ísland hefur ákveðið í þessum
tveimur fisktegundum. mm
Skaginn 3X mun setja upp vinnslu-
búnað fyrir sjávarútvegsfyrirtækið
Vísi í línuskipið Pál Jónsson GK,
sem er í smíðum og verður væntan-
lega tilbúið til afhendingar í haust.
Samningur þar að lútandi var und-
irritaður milli fyrirtækjanna á sjáv-
arútvegssýningunni í Brussel í síð-
ustu viku. Samningurinn hleypur
á tugum milljóna íslenskra króna,
segir í tilkynningu. „Fyrirtæk-
in hafa átt farsælt samstarf í gegn-
um tíðina og síðasta samstarfsverk-
efni var að setja upp búnað í skipið
Sighvat GK. Nýi búnaðurinn bætir
alla aflameðhöndlun, svo sem blæð-
ingu, kælingu, flokkun og frágang
afla í lest. Verkefnið er að hluta til
unnið með Marel, sem mun með-
al annars sjá um flokkara og ann-
an búnað,” segir Freysteinn Nonni
Mánason, sölustjóri hjá Skaganum
3X. mm
Bjarki í úrvalslið Mið-Ameríku deildar
Jóhann Guðmundsson formaður íslensku samninganefndarinnar og S. Simakov
formanni rússnesku sendinefndarinnar.
Samið um Smuguveiðar við Rússa
Skaginn 3X selur Vísi
vinnslubúnað í nýjan Pál Jónsson