Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Síða 16

Skessuhorn - 15.05.2019, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201916 Á þriðjudagskvöldið í síðustu viku kom eldur upp í vinnu- og hæf- ingarstaðnum Fjöliðjunni á Akra- nesi. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu og ljóst að hefðbundin starfsemi leggst þar niður í nokk- urn tíma, en starfseminni verður komið fyrir á Smiðjuvöllum 9 til bráðabirgða. Eldsvoðinn var mik- ið áfall fyrir starfsmenn Fjöliðj- unnar og að sögn Ástu Pálu Harð- ardóttur, yfirþroskaþjálfa í Fjöliðj- unni, er mikil sorg innan hópsins. Ásta Pála hefur unnið sem þroska- þjálfi í Fjöliðjunni frá árinu 1998, þó með þriggja ára pásu. Hennar starf er fyrst og fremst að stýra fag- legu starfi á vinnustaðnum og gæta að hagsmunum starfsfólksins. Ekki bara vinnustaður Í Fjöliðjunni starfa margir ólík- ir einstaklingar og hefur bruninn mikil áhrif á marga þeirra. „Þetta er ekki bara vinnustaður því fyrir marga starfsmenn er þetta svo miklu meira. Fjöliðjan er fasti punkturinn í tilverunni hjá mörgum og brun- inn raskar daglegum ryþma sem getur haft mikil áhrif. Skilning- ur á aðstæðunum er misjafn með- al starfsfólksins og sumir skilja ekki af hverju þau geti ekki bara mætt í vinnuna. Það er mitt hlutverk að aðstoða þau í þessum aðstæðum,“ segir Ásta Pála. „Það er líka mikil- vægt fyrir flesta að geta mætt, ekki bara fyrir vinnuna, heldur einnig félagsskapinn. Við erum mjög sam- heldinn hópur og miklir vinir. Hjá okkur starfa einnig einstæðingar sem eru kannski mikið einir nema í vinnunni. Við fáum alltaf heitan mat í hádeginu og setjumst saman niður að borða eins og ein stór fjöl- skylda. Það er því erfitt að komast ekki og hitta alla vini sína á hverjum degi,“ segir Ásta Pála. Mikill samhugur í samfélaginu Morguninn eftir brunann hittist starfsfólk Fjöliðjunnar heima hjá Ástu Pálu og ræddu um brunann og aðstæðurnar sem nú eru komn- ar upp. „Við hefðum getað fengið fundarsal til að hittast í en mér þótti það ekki boðlegt í þessum aðstæð- um. Mér þótti mikilvægt að hitt- ast ekki á svo ópersónulegum stað og bauð þeim heim til mín. Þráinn prestur kom og spjallaði við okk- ur en hann hefur verið mikill vin- ur okkar í Fjöliðjunni. Það var sam- eiginleg ákvörðun okkar Þráins að hann myndi ekki einungi koma til okkar þegar það væri sorg svo hann hefur oft komið í óformlegar heim- sóknir og spjallað við okkur. Starfs- fólkið þekkir hann vel og Þráinn er mikill vinur okkar allra. Hann brást strax við og kom til okkar og ætlar að bjóða okkur í Vinaminni til að hittast og eiga góða stund saman og mér þykir mjög vænt um það,“ seg- ir Ásta Pála. Hún segist finna mik- inn samhug í samfélaginu. „Mað- ur verður bara meyr og gríðarlega þakklátur fyrir þann meðbyr sem við finnum úr samfélaginu. Það þykir öllum vænt um Fjöliðjuna og fólk vill að vel sé hlúð að starfsem- inni þar og það er gott að finna,“ segir hún. Mikilvægt að húsnæði uppfylli kröfur Strax í kjölfar brunans var hafist handa við að leita að öðru húsnæði til að hýsa starfsemi Fjöliðjunnar. „Við erum búin að skoða húsnæði sem gætu nýst okkur til skamms tíma en það þarf þó aðeins að að- laga aðstöðuna að þörfum starfs- fólksins,“ segir Ásta Pála. „En það er mikilvægt að húsnæðið uppfylli allar þarfir okkar því starfsfólk- ið á rétt á að geta mætt til vinnu þar sem þeirra þörfum er mætt. Ég mun aldrei geta samþykkt húsnæði sem ekki uppfyllir þær kröfur, þá væri ég að fara alveg gegn eigin sannfæringu og það gæti ég ekki,“ bætir hún við. Því má við þetta bæta að eftir að rætt var við Ástu Pálu var gengið frá leigu á hús- næði í Akurshúsinu að Smiðjuvöll- um 9. Hún segir að flutningurinn í annað húsnæði gæti reynst mörgu starfsfólkinu erfiður og segir Ásta Pála því mikilvægt að staðið verði að honum á nærgætinn hátt. „Það kom til dæmis upp sú hugmynd að skipta hópnum upp, en það kemur ekki til greina að mínu mati. Þetta eru miklar breytingar og ef við færum að stía í sundur myndi það hafa mjög slæm áhrif á heildina. Þetta er viðkvæm þjónusta sem við verðum að hlúa vel að og ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að svo verði.“ Óttast helst að daga uppi Rétt fyrir brunann kom í ljós að mygla væri í húsinu við Dalbraut 10 og því lá fyrir að það þyrfti að fara í framkvæmdir. „Það þarf því ekki bara að meta skemmdir eftir brunann heldur líka mygluna. Nú þarf bara að meta hver sé skyn- samlegasta lausnin í þessari stöðu, hvort eigi að byggja upp hús- ið eða byggja nýtt. Staðsetningin við Dalbrautina er mjög ákjósan- leg fyrir starfsemina, það er mið- svæðis og allir geta komið sér sjálf- ir í vinnu, gangandi eða á hjóli,“ segir Ásta Pála. Hún segir stað- setninguna einnig skipta starfsfólk Fjöliðjunnar máli því margir hafi tengst staðnum. „Við búum í bæj- arfélagi sem hefur gefið það út að hlúa vel að öllum íbúum, líka þeim sem þurfa á þjónustu eins og Fjöl- iðjunni að halda.“ Stolt af starfsfólkinu Starfsfólk Fjöliðjunnar bíður nú eftir að geta hafið störf aftur og segir Ásta Pála biðina eiga eftir að vera erfiða fyrir marga. „Sem betur fer erum við heppin með fólk hér á Akranesi og allir eru til- búnir að hjálpa. Heiðrún Janusar- dóttir hefur boðið okkur að hittast fyrir hádegi í Þorpinu. Það er svo mikilvægt fyrir starfsfólkið að hitt- ast sem oftast á meðan við bíðum eftir að geta byrjað að vinna aftur. Ég vona bara að biðin verði ekki löng og er bjartsýn því það er mik- ill hugur í öllum,“ segir Ásta Pála og brosir. Hún segist einnig mjög ánægð með viðbrögð starfsfólks- ins. „Þau hafa sýnt mikið æðru- leysi og eru öll mjög skynsöm og frábær. Ég gæti ekki verið stoltari,“ segir Ásta Pála að lokum. arg Ásta Pála, yfirþroskaþjálfi hjá Fjöliðjunni, segir mikilvægt að starfsfólkið komist sem fyrst aftur til vinnu. Mikil sorg vegna bruna í Fjöliðjunni í síðustu viku Á Kaffi Emil í Grundarfirði var opnuð listasýning á þriðjudag- inn í síðustu viku. Listamaður- inn á bakvið verkin er Þjóðverjinn Anno Weihs og er þetta önnur sýn- ingin sem hann setur upp á Kaffi Emil. Á sýningunni eru svokölluð Cyanotypes verk sem hann hefur unnið hér á Íslandi síðustu mán- uði. Cyanotypes er ævagömul að- ferð til að prenta myndir sem kall- ast bláprent og eru myndirnar allar einstakar. Verkin eru einnig mjög breytileg og þegar unnin eru Cya- notypes verk spilar pappírinn, efn- in sem eru notuð, tíminn sem hvert verk fær og sólarljósið stóran þátt í því hvernig lokaútkoman verður. Verkin eru flest af því sem finnst í náttúrunni, sjávarfang, þörungar, fjaðrir eða annað í þeim dúr. Sýn- ingin verður opin á Kaffi Emil út sumarið. arg/Ljósm. ki Þórður Már Sigfússon hefur ver- ið ráðinn skipulagsfulltrúi Dala- byggðar og fleiri sveitarfélaga og hóf hann störf í byrjun apríl. Þórður er með BS-gráðu í land- fræði og hefur einnig lokið Mast- ersnámi í skipulagsfræði. Hann lauk námi á síðasta ári og hefur síðan unnið sem verktaki. Hann er ættaður úr Árneshreppi og bjó í fimm ár á Djúpavík sem barn en hefur búið í Hafnarfirði síðustu ár. „Ég ákvað að sækja um starf- ið því mér þótti þetta spennandi og fjölbreytt. Mitt starfssvæði telur fimm sveitarfélög; Dala- byggð, Reykhólahrepp, Strand- abyggð, Kaldaðarneshrepp og Ár- neshrepp, sem öll eru með veiga- mikil mál í gangi sem ég þarf að hafa yfirumsjón með og afgreiða. Það verður spennandi að takast á við,“ segir Þórður þegar Skessu- horn sló á þráðinn til hans. „Ég þekki svæðið líka að hluta til þó ég sé ekki staðkunnugur hér í Döl- unum en það kemur með tíman- um og ég er bara spenntur fyrir því,“ bætir hann við. Áhugi á að byggja í Búðardal Fyrstu vikurnar í starfi hef- ur Þórður haft í nógu að snúast við að koma sér inn í verkefni og nefnir sem dæmi fyrirhuguð vindorkuver og Hvalárvirkjun- armál. „Mörg þessara verkefna eru á byrjunarstigi og munu taka mörg ár að fullklára. En það eru líka mörg minni verk sem ég er að setja mig inn í og má þar nefna að verið er að deiliskipuleggja nýja götu í Búðardal og svo er að rísa raðhús á Reykhólum. Fólk virðist vera tilbúið að flytja hing- að í Dalina og við finnum mik- inn áhug hjá fólki að byggja við nýja götu,“ segir Þórður. Enn á eftir að staðfesta deiliskipulag- ið og segist hann binda vonir við að það verði staðfest í B-deild í lok mánaðar. „Það er líka nóg að gera í uppbyggingu frístunda- byggða en það er mikill áhugi hjá fólki hér að byggja sumarbústaði og breyta jörðum að hluta í frí- stundabyggð,“ segir hann. Þórður er fluttur í Búðardal og segist kunna vel við sig. „Konan og börnin eru enn í Hafnarfirði en þau koma svo von bráðar. Ég er að koma mér inn í mannlíf- ið hér en það er aðeins öðruvísi en í bænum. Hér er kyrrlátt og ekki eins mikið um að vera,“ seg- ir Þórður. „Þetta er skemmtilegt lítið þorp og það er alltaf hægt að finna sér eitthvað til dundurs. Ég kann vel við kyrrðina og þyk- ir gott að komast úr látunum og stressinu í bænum,“ bætir hann við. arg Þórður Már er nýr skipulags- fulltrúi í fimm sveitarfélögum Opnar myndlistarsýningu á Kaffi Emil

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.