Skessuhorn - 15.05.2019, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 17
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Akraneskaupstaður auglýsir
til sölu Faxabraut 3
Um er að ræða atvinnuhúsnæði við Akraneshöfn samtals 94 m2
að stærð. Húsnæðið er við endabil með sérinngangi og innkeyrslu-
dyrum og er aðkoma að húsnæðinu mjög góð.
Húsnæðið er hugsað fyrir hafnsækna starfsemi og er mjög
snyrtilegt að innan.
Ásett verð er kr. 17,2 m.kr. en á húsnæðinu er svonefnd VSK kvöð að
fjárhæð um 2 m.kr. sem bætist við kaupverðið.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Fasteignamiðlun Vesturlands
ehf. Tekin verður afstaða til tilboða í lok dags 27. maí 2019.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Íbúafundur um mótun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar
Tilgangur fundarins er að fá fram hugmyndir íbúa um brýnustu viðfangsefnin og framtíðarsýn á sviði umhverfismála í sveitar-
félaginu. Á fundinum gefst íbúum gullið tækifæri til að hafa áhrif og koma hugmyndum sínum á framfæri.
Stefán Gíslason og Salome Hallfreðsdóttir frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. sjá um fundarstjórn og verður fundurinn með
þjóðfundarfyrirkomulagi. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Skráning er hafin á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is/umhverfisþing
Íbúar á Akranesi eru eindregið hvattir til að taka daginn frá og mæta á fundinn.
Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar vinnur að mótun umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.
Að gefnu tilefni verður efnt til íbúafundar um málefnið fimmtudaginn 23. maí í
Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og hefst hann kl. 17:30.
Mánudaginn 20. maí næstkomandi
verður leikskólinn Vallarsel á Akra-
nesi 40 ára. Deginum verður fagn-
að með skrúðgöngu, hátíðarhöld-
um og opnu húsi eftir hádegi þang-
að sem foreldrar og aðrir velunnar-
ar skólans eru velkomnir frá klukk-
an 14:30. Vallarsel er elsti starfandi
leikskólinn á Akranesi, sá fyrsti sem
var byggður sem slíkur. Síðan hef-
ur í tvígang verið byggt við skól-
ann. Nú eru 143 börn í sex deildum
á Vallarseli og starfsmenn eru um
fjörutíu talsins. Blaðamaður settist
niður með þeim Brynhildi Björgu
Jónsdóttur leikskólastjóra og Vil-
borgu Guðnýju Valgeirsdóttur að-
stoðarleikskólastjóra. Rætt er um
áherslur, hagsmunamál og væntan-
legt afmæli.
Fjölmenning bætir
„Við erum stolt af því að starfrækja
fjölmenningarskóla, en hér er hátt
hlutfall nemenda af erlendu bergi
brotnu. Nú eru 22 börn í skólanum
og í haust verða 30 tvítyngd börn
hjá okkur. Við höfum hvað þetta
snertir skapað okkur sérstöðu meðal
leikskóla á Akranesi og aflað okkur
sérþekkingar í móttöku tvítyngdra
barna og barna af erlendu bergi
brotin,“ segja þær Björg og Vilborg
í upphafi samtals okkar. Þær segja
enn eima af fordómum í garð inn-
flytjenda hér á landi, bæði frá sam-
félaginu en jafnvel einnig frá for-
eldrum annarra barna. Því vilji þær
breyta með fræðslu til að fordóm-
um verði eytt. „Okkar reynsla er sú
að börn innflytjenda eru afskaplega
nýtir þjóðfélagsþegnar og foreldrar
þeirra eru að taka virkan þátt í okk-
ar starfi og það af fullum krafti. Við
lítum á þessi börn sem einstaklega
góða viðbót við önnur börn sem
hjá okkur eru. Fjölbreytnin eyk-
ur þroska annarra og víðsýni. Inn-
flytjendur hafa einfaldlega sýnt það
og sannað að þeir gera samfélagið
okkar betra.“
Fyrstu kynni mikilvæg
Þær Björg og Vilborg nefna að
rannsóknir hafi sýnt að fyrstu tíu
vikur einstaklings á nýjum stað
skipti höfuðmáli um ákvörðun við-
komandi um framtíðarbúsetu. „Því
lítum við á það sem skyldu okk-
ar að taka vel á móti nýbúum, for-
eldrum og börnum þeirra, þann-
ig að þeir skynji sig velkomna í það
samfélag sem þeir eru að flytja til.
Þetta sama má yfirfæra á reynslu
fólks ef það byrjar vinnu á nýjum
stað, flytur, fer í skóla eða hvað
annað.“ Þær segja starfsfólk Vallar-
sels hafa byggt upp reynslu í mót-
töku fólks sem komið er lengra að
og þurfi því oft á tíðum meiri tíma
og fræðslu um hvernig snúa eigi sér
í framandi umhverfi á nýjum stað.
„Þessari reynslu í móttöku erlendra
barna gætum við hæglega miðlað til
forsvarsmanna annarra skóla hér í
samfélaginu sem og annars staðar,“
segja þær Vilborg og Björg.
Húsnæðis- og fræðslu-
mál ofarlega á baugi
Leikskólastjórarnir á Vallarseli
draga ekki dul á að húsnæðismál
leikskólanna á Akranesi og lítil end-
urnýjun í hópi leikskólakennara séu
þau tvö atriði sem brenni hvað mest
á þeim sem og öðru leikskólafólki á
Akranesi um þessar mundir. „Okk-
ar helstu áhyggjur eru í raun póli-
tísks eðlis. Við erum með fullsetna
leikskóla hér á Akranesi og mikil
þörf á að farið verði fljótt og örugg-
lega að leggja drög að fjárfestingum
til framtíðar. Skólarnir okkar eru að
eldast og geta ekki að óbreyttu tek-
ið við þeirri fólksfjölgun sem fram-
undan er í bæjarfélaginu. Á Akra-
nesi hafa leikskólamál verið til mik-
illar fyrirmyndar í mörg ár og bær-
inn okkur oft í umræðunni verið
settur á stall með sveitarfélögunum
Árborg, Akureyri og Hafnarfjarð-
arbæ í framsækni á sviði leikskóla-
mála. Við erum stoltar af skólan-
um okkar en hér á Akranesi er leik-
skólastarfsfólk hins vegar að eldast
og lítil endurnýjun í þeim hópi á
landsvísu. Því teljum við að stjórn-
völd verði að efla leikskólaþáttinn
í kennslu og kjörum, en bæjaryfir-
völd hér á Akranesi hafa það hins
vegar alveg í hendi sér að undirbúa
byggingu nýs leikskóla sem allra
fyrst. Góður aðbúnaður í skólun-
um og vinnuaðstaða verður síðan
hvatning til að fleiri afli sér mennt-
unar í leikskólakennarafræðum
þannig að ekki verði skortur á hæfu
og vel menntuðu fólki. Einung-
is þannig getur Akraneskaupstaður
varið þá góðu ímynd sem leikskól-
arnir hér hafa skapað sér.“
Afmælisvika framundan
Afmæli Vallarsels hefst í raun næst-
komandi föstudag þegar 32 börn
sem fædd eru 2013 verða útskrifuð.
Hinn eiginlegi afmælisdagur er síð-
an mánudaginn 20. maí. „Við mun-
um hefja afmælisdaginn með skrúð-
göngu um bæinn í fylgd lögreglu
og annarri skipulagðri dagskrá inn-
anhúss í kjölfarið. Það verður opið
hús eftir hádegi þangað sem foreldr-
ar og aðrir velunnarar skólans okk-
ar eru velkomnir frá kl. 14:30. Vikan
verður svo undirlögð af innanhúss-
dagskrá hjá okkur í tilefni afmælisins.
Einkunnarorð okkar eru „Syngjandi
glöð í leik og starfi.“ Við munum
gera okkar til að viðhalda því mark-
miði að hver og einn skipti máli og
að hér séu allir á jafningjagrundvelli.
Við erum stoltar af okkar skóla,“
segja þær Brynhildur Björg og Vil-
borg Guðný að endingu. mm
Brynhildur Björg og Vilborg Guðný inni á Stekk, þar sem 2014 árgangurinn er til
húsa á Vallarseli.
Leikskólinn Vallarsel fagnar
fjörutíu árum
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is