Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Side 18

Skessuhorn - 15.05.2019, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201918 Akraneskaupstaður og Golfklúbb- urinn Leynir buðu bæjarbúum og gestum til formlegrar opnunar á nýrri Frístundamiðstöð við Garða- völl síðastliðinn laugardag. Frí- stundamiðstöðin er þúsund fer- metrar að flatarmáli, fjölnota hús sem í senn verður klúbb- og félags- aðstaða golfklúbbsins Leynis með æfingaaðstöðu í kjallara, fundaað- stöðu og veitingastaðnum Galitó bistro café, en auk þess allt að tvö hundruð manna veislusalur til út- leigu. Auk táknrænnar vígslu á laug- ardaginn með borðaklippingu var í ávörpum fulltrúa Akraneskaupstað- ar og Golfklúbbsins Leynis farið yfir byggingarsögu hússins og því lýst hvernig húsið mun verða lyfti- stöng fyrir félagsaðstöðu Akurnes- inga, en það bætir ekki síst mögu- leika Golklúbbsins Leynis sem nú er á flestum sviðum í fararbroddi íslenskra klúbba hvað alla aðstöðu varðar. Skammur framkvæmdatími Frá því framkvæmdir hófust við húsið eru einungis liðnir 14 mán- uðir. Skóflustunga var tekin að hús- inu í janúar 2018 og fyrsti áfangi þess tekinn í notkun um áramót- in síðustu. Húsið þykir afar vel heppnað og er í senn falleg bygging og notadrjúg fyrir fjölbreytta starf- semi, bæði sem tengist starfi golf- klúbbsins en ekki síður sem fjölnota veislu- og samkomuhús á Akranesi. Þess má geta að veitingasalur get- ur ýmist rúmað 200 manns í sæti en hægt að taka húsgögn úr honum og breyta í tvöfaldan fullgildan boccia- völl. Galito hefur nú opnað nýjan veitingastað í húsinu, Galito Bistro Café þar sem hægt er að kaupa mat af matseðli alla daga. Hilmar Ólafsson veitingamaður mun stýra þeim þætti í starfsemi hússins. Við þetta sama tækifæri á laugardaginn var skrifað undir styrktarsamninga milli Leynis og Olís annars veg- ar og Landsbankann hins vegar. Þá var endurnýjaður rekstrarsamning- ur Akraneskaupstaðar og Leynis. Boðið var upp á kaffiveitingar innandyra en úti voru hundruðir pylsa grillaðar. Í gangi var styrkt- armót Verkalýðsfélags Akraness í golfi, kynning á golfi fyrir byrj- endur á öllum aldri, SNAG golf fyrir unga sem aldna, hoppukast- ali fyrir yngstu gesti, andlitsmálun og margt fleira. Dagurinn var ein- staklega vel heppnaður í góðu veðri eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Samstillt átak Gesti við vígsluathöfnina ávörpuðu þeir Þórður Emil Ólafsson, formað- ur Leynis, Guðmundur Sigvalda- son, framkvæmdastjóri klúbbsins og Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri. Þórður Emil sagði að nú væri Golfklúbburinn Leynir kominn í fremstu röð golfklúbba í landinu Nýja Frístundamiðstöðin við Garðavöll var vígð á laugardaginn Hér mundar hópurinn skærin sem notuð voru til að klippa á borða og opna Frístundamiðstöðina á Garðavelli með tákn- rænum hætti. F.v. Guðmundur Sigvaldason, Þórður Emil Ólafsson, Elsa Lára Arnardóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson, Sævar Freyr Þráinsson, Rakel Óskarsdóttir og Marella Steinsdóttir. Á laugardaginn fór fram styrktarmót VLFA í golfi. Hér undirbýr Vilhjálmur Birgis- son formaður upphafshögg sitt þegar hann hóf keppni klukkan 13. Í baksýn er framhlið nýju Frístundamiðstöðvarinnar. Gestir að koma sér fyrir skömmu áður en vígsluathöfnin hófst. Guðmundur Sigvaldason og Þórður Emil Ólafsson bjóða gesti velkomna. Sævar Freyr Þráinsson ávarpar gesti. Guðmundur og Þórður Emil við merkið sem ÍA gaf Leyni í tilefni dagsins. Akraneskaupstaður færði Leyni hjartastuðtæki að gjöf í tilefni dagsins. Búi Örlygsson og Eggert Hjelm Herbertsson fygljast með dagskránni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.