Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Page 22

Skessuhorn - 15.05.2019, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201922 Hreinsun á umhverfinu hefur verið ofarlega á baugi í sveitar- félaginu Borgarbyggð að undan- förnu. Á norræna strandhreins- unardeginum 4. maí var í fyrsta sinn skipulögð strandhreins- un í Borgarnesi. Var það yngri- flokkaráð Knattspyrnudeildar Skallagríms sem sá um skipu- lagningu og framkvæmd verks- ins sem gekk mjög vel, þrátt fyr- ir frekar fámennan hóp og stórt svæði sem þurfti að komast yfir. Ekki náðist að ljúka við hreinsun allrar strandlengjunnar en lokið verður við verkið á næstu dög- um. Að loknu góðu verki voru grillaðar pylsur í Skallagríms- garði. Sama dag tóku íbúar á Hvann- eyri sig til og hreinsuðu rusl á staðnum. Um það bil 30 manns á öllum aldri mættu og var áhersla lögð á svæðið neðan við Ásveg, Halldórsfjós og gömlu skólabygg- inguna. Mikið safnaðist af rusli og að lokinni hreinsun var boðið upp á léttar veitingar í Skemmunni. „Almennt er mikil ánægja með verkefnið og þátttakendur lögðu glaðir sitt af mörkum til fegrunar umhverfisins,“ segir í tilkynningu frá skipulagssviði Borgarbyggðar. mm/ Ljósm. borgarbyggd.is Rusl hreinsað upp víða í Borgarbyggð Hjónin Eva Hlín Alfreðsdóttir og Kjartan Sigurjónsson í Borgarnesi, ásamt börnunum sínum þremur, tóku þá ákvörðun á síðasta ári að minnka töluvert við sig í húsnæði, bæði í fermetrum talið og búslóð. Ástæðan var einfaldlega sú að þau vildu færa sig í litla bæinn í Borgar- nesi eða gamla bæinn, þjappa fjöl- skyldunni frekar saman og skapa minningar frekar en að borga háar fjárhæðir fyrir steinsteypu. Þeg- ar blaðamaður kíkti í heimsókn þá mátti sjá vel skipulagt heimili við Sæunnargötu, bæði hlýlegt og bjart með frábæru útsýni að Hafnarfjalli. Húseigendur voru búnir að leggja á borð einstaklega fallegt stell sem á flestum heimilum væri einungis tekið fram yfir hátíðarnar. En þetta fallega stell endurspeglar algjör- lega viðhorf fjölskyldunnar í dag á nýja staðnum. „Ég á eitt stell. Ekk- ert annað. Við erum ekki með spari, jólastell eða páskastell eða geymslu fyrir öll stellin mín, við þurfum bara eitt og það er nóg,“ segir Eva Hlín. Úr 180 fermetrum í 86 „Við keyptum fyrir ári sína. Flutt- um inn í byrjun ágúst á síðasta ári,“ byrjar Eva Hlín frásögn sína. Fjöl- skyldan bjó uppi í Bjargslandi, efri bæjarhlutanum í Borgarnesi, í 180 fermetra einbýlishúsi. „Okkur lang- aði að breyta til og fannst eiginlega húsið okkar upp í Bjargslandi of stórt alveg frá því við keyptum það. Á þeim tíma var ekkert annað sem heillaði okkur. Staðsetningin hent- aði okkur þá þar sem við vorum ná- lægt leikskóla og stutt að fara með börnin þangað,“ bætir Kjartan við. Í dag eru krakkarnir komnir í skóla og greip fjölskyldan tækifærið til að færa sig niður í bæ, nær grunnskól- anum. „Nú geta þau öll gengið í skól- ann,“ segir Eva Hlín. Þó svo að staðsetning nær skóla hafi verið mikilvæg þá voru fleiri ástæður fyrir breytingunni, en Eva Hlín útskýrir að hún hafi verið á hraðri leið með að komast í sögubækur yfir helstu safnara landsins þegar þau bjuggu í 180 fermetra húsinu. „Ég er rosa- legur safnari. Það að minnka við okkur um 90 fermetra var algjör u- beygja. Við erum ekki alveg míní- malísk en þúsund sinnum skárri en við vorum, eða ég,“ segir Eva Hlín um leið og hún lítur hlæjandi til Kjartans. „Við héldum bílskúrssölu og losuðum um endalaust af dóti. Húsgögnin sem við áttum fyrir „Við héldum bílskúrssölu og losuðum okkur við endalaust af dóti“ Fjölskylda í Borgarnesi minnkaði við sig um 90 fermetra pössuðu bókstaflega ekki hérna inn, þau voru of stór um sig,“ segir par- ið og lítur yfir alrýmið. Eftir breyt- inguna leggja Eva Hlín og Kjartan gífurlega áherslu á notagildi hvers og eins hlutar sem fær að koma á nýja staðinn og þarf helst að vera tvöföld notkun í öllu. „Aðalmálið líka er að hætta hugsunarlaust að dæla dóti inn. Við þurfum að mæla allt út til að athuga hvort það kom- ist yfir höfuð fyrir. Svo spyrjum við líka; þurfum við þetta? Getum við nýtt þetta á fleiri en einn veg? Þurfum við endilega að kaupa nýtt? Svona vangaveltur fara um kollinn á okkar ef svo vill til að við erum að kaupa inn í búið.“ Breytingarnar hafa verið áskor- un fyrir hjónin en engu minni fyr- ir börnin þeirra þrjú. „Við kennum krökkunum okkar að ef þau vilja eitthvað nýtt, hvað ætla þau að losa sig við í staðinn eða sleppa? Það var aðdragandi að þessari breytingu og meðvituð ákvörðun. Krakkarn- ir fengu að taka þátt í bílskúrssöl- unni og seldu sitt dót ásamt okkar og uppskáru alveg eins og við. Sam- an vorum við að safna okkur fyrir ævintýraferð til Marokkó. Það var ávinningur með breytingunum,“ útskýra Kjartan og Eva Hlín. Það sem skiptir raunverulega máli Það hefur gengið vel hjá fjölskyld- unni að losa sig við dót og ýmsa muni en þau eru hvergi nærri búin og margt sem enn á eftir að fara í gegnum. „Þetta gerist ekki yfir eina helgi. Planið er að halda áfram að fara í gegnum allt okkar innbú. Það er margt uppi í geymslu ennþá. En það er einmitt málið, maður er alltof fastur í því að hafa geymslur og geyma dót. Núna sjáum við allt sem er til. Ef það passar ekki eða er ekki notað, þá fer það. Svo spyr maður sig alltaf um tilgang lífsins. Vill maður endalaust vera í basli við að borga af húsi og þurfa stöð- ugt að vera í yfirvinnu til að halda öllu gangandi? Ég var í mjög fínni vinnu og í kjölfarið eyddi mað- ur meiri peningum, uppfærði allt jafn óðum, svo missti ég vinn- una. Það er nefnilega ekkert pott- þétt í lífinu. Við getum ekki tekið ákvörðun núna að eftir 20 ár ætl- um við að ferðast með börnun- um okkar, nenna þau því þá? Við fórum bara í algjöra endurskoð- un. Viljum við borga af einhverri steinsteypu næstu 40-60 árin, eða viljum við þjappa saman fjölskyld- unni og lifa lífinu, ferðast og búa til minningar? Þetta er áskorun en til þess að vera náin þá þurfum við að vera meira saman og það virkar og uppstillingin hérna hjá okkur ýtir undir nákvæmlega það,“ segir Eva Hlín. Sjálfbærni er mikilvæg fyrir fjölskylduna og í stað þess að hafa allt útistandandi og fastan kostn- að upp úr öllu valdi, kostnað á pari við mánaðarlaun á ársgrundvelli, þá nýtir fjölskyldan þennan pening fyrir upplifanir eins og að ferðast. Okkar val Þegar Eva Hlín og Kjartan tóku þá ákvörðun að færa sig um set og minnka talsvert við sig var þeim ekki alltaf mætt með skiln- ingi af samferðarfólki sínu. „Það var mikið í byrjun að fólk skildi ekki þessa breytingu hjá okkur, skildi ekki af hverju við værum að minnka við okkur. Það þurfti allt- af að vera eitthvað að, skilnað- ur eða gjaldþrot, þegar þetta var einfaldlega val hjá okkur að flytja, vera nær grunnskólanum, minnka skutl og getað gengið nánast allt,“ segir Kjartan. Hjónin segja að það sé margt sem á eftir að gera og að þetta er allt saman eitt stórt ferli. „Það á eftir að skipta um nokkra glugga og við eigum eftir að taka húsið í gegn að utan, en þegar það verður búið þá verður þetta mjög reisulegt og fallegt hús. Það er erfitt að vakna í vondu skapi hérna með þetta fallega útsýni,“ segir Eva Hlín og lítur út um gluggann í átt til Hafnafjallsins. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var stóra spurningin hvenær fjöl- skyldan átti að byrja að lifa fyrir alvöru. „Í staðinn fyrir að minnka við okkur í kringum 60 ára aldur- inn, þegar við værum bara tvö eft- ir heima, þá gerðum við það núna. Í stað þess að safna dóti þá ætl- um við að safna minningum með börnunum okkar,“ segir Kjartan að endingu. glh Sjálfa af fjölskyldunni í Casablanca hjá næststærstu mosku í heimi. Eva Hlín og Kjartan og Regína eru yfir sig hrifin af nýja staðnum .

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.