Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 27
Umhverfis- og hreinsunarvika hófst á Akranesi síðastliðinn
miðvikudag með hinni árlegu, stóru vorhreinsun aðildarfélaga
Íþróttabandalags Akraness. Komið var saman við íþróttahús
bæjarins, börn og fullorðnir fengu poka og hanska og svæð-
um innan bæjarins skipt milli hópanna. Að lokinni hreinsun
var frítt í sund fyrir alla plokkara og boðið upp á kakó, klein-
ur og ávexti. Skessuhorn fylgdist með hreinsunarstarfinu og
mátti sjá að börnin voru fljót að fylla í pokana, víða var rusl að
finna. Krakkarnir voru sérlega áhugasamir um verkefnið og
segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍA að
margir hafi lýst sérstakri ánægju með þátttöku í verkefninu.
„Þetta var æðislega gaman,“ sagði einn ungur drengur við mig
og bókstaflega geislaði af gleði,“ segir hún.
Hreinsunarvikan hélt svo áfram. Gámar voru settir niður á
nokkrum stöðum í bænum og gátu íbúar og starfsmenn fyr-
irtækja skilað þar endurgjaldslaust því flokkaða sorpi sem saf-
naðist við vorhreinsun á lóðum og almennum svæðum. Gá-
mar voru merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Ald-
raðir og öryrkjar gátu auk þess óskað eftir því í þjónustuveri
Akraneskaupstaðar að fá aðstoð við að sækja staka, þunga eða
stóra hluti. mm/ Ljósm. mm og íþróttafélög ÍA.
Stór hreinsunardagur á Akranesi
Fulltrúar úr yngstu flokkum knattspyrnunnar fengu úthlutað að hreinsa strandlengjuna við Langasand. Þessar glaðlegu stúlkur voru að hreinsa grasflötina við Þjóðbraut.
Hressar stúlkur úr fimleikafélaginu við Kirkjubraut.
Fimleikastúlkur við hreinsun nærri Þjóðbraut.
Þessar hressilegu stúlkur nutu dagsins.
Stillt upp með afrakstur ruslahreinsunar.
Karatefélagið hreinsaði ströndina við Ægisbraut.
Liðsmenn úr Kára hreinsuðu niður við Breið.
Félagar í Sundfélagi Akraness. Mikið rusl var í nágrenni fjölfarinna umferðargatna. Hér er
hópur frá fimleikafélaginu.
Svo var vel þegið að fá kakó og aðra hressingu að hreinsun
lokinni.
Þær stóðu í eldlínu skipulagningar og gáfu plokkurum
hressingu.