Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 2. tbl. 22. árg. 9. janúar 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Gleðilegt nýtt ár sími 437-1600 Sýningar á Sögulofti hefjast að nýju nú í janúar Grettissaga Einars Kárasonar laugardaginn 12. janúar kl. 20:00 sunnudaginn 13. janúar kl. 16:00 „Farðu á þinn stað“ Frumsýning er laugardaginn 26. janúar kl. 20:00 Næsta sýning sunnudag 27. janúar kl. 16:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir 20 ÁR „Háafellsgeitur bjóða sig fram við að endurvinna jólatré allra sem vilja gefa þeim sín. Sækjum í ná- grennið,“ skrifar Jóhanna Berg- mann Þorvaldsdóttir, bóndi á Háa- felli í Hvítársíðu, á Facebook síðu sína - og bætir við: „Þeir sem vilja afhenda sjálfir fá að sjálfsögðu gei- taknús að launum.“ Ekki fer á milli mála hversu vel geiturnar kunna að meta barrið. mm/ Ljósm. jbþ Geitur nýta jólatrén Annað árið í röð hefur Vesturland hlotið viðurkenningu hjá tíma- ritinu Luxury Travel Guide. Árið 2017 var það valið sem myndræn- asti áfangastaður Evrópu en árið 2018 sem vetraráfangastaður Evr- ópu, eða; ,,Winter Destination of Europe 2018“. Tímaritið sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blað- ið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. „Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar og þá sérstaklega heillandi yfir vetrar- mánuðina,“ segja starfsmenn Mark- aðsstofu Vesturlands sem tóku við viðurkenningunni fyrir hönd lands- hlutans. Margir staðir nefndir Í greininni hjá Luxury Travel Guide eru m.a. nefnd falleg skíðasvæði og náttúrulaugarnar í Krauma í Borg- arfirði þar sem hægt er að slaka á og njóta í fallegu umhverfi, í heitu vatn- inu úr Deildartunguhver. Paradísin Snæfellsnes með töfrandi hraun- breiðurnar heilla jafnframt, eldgíg- arnir og litlu fiskiþorpin. Auk þess eru nefnd falleg svæði í kringum Húsafell með fossana, villtu blómin og nálægðina við ísgöngin í Lang- jökli og Víðgelmi, stærsta hraunhelli landsins. Þá eru einnig nefndir fjöl- margir fallegir og myndrænir staðir þar sem sjá má norðurljósin. „Þegar Vesturland er annars veg- ar er af nægu að taka og ferðaþjón- usta hefur blómstrað hér á síðustu árum bæði með nýjungum og rót- grónum ferðaþjónustufyrirtækjum. Mikið hefur verið lagt í að auka að- gengi og byggja upp áfangastaði. Það eru spennandi tímar framund- an á Vesturlandi og við tökum fagn- andi á móti nýju ári,“ segir starfsfólk Markaðsstofu Vesturlands. mm Vesturland valið vetraráfangastaður Evrópu Verðlaunagripurinn frá Luxury Travel Guide var myndaður á kanti Guðlaugar við Langasand á Akranesi. Ljósm. Markaðsstofa Vesturlands. Skjámynd af opnu í tímaritinu þar sem greint er frá því að Vesturland er Vetrará- fangastaður Evrópu 2018.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.