Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 201910 Gleðilegt heilsuræktarár 2019 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00 Verið velkomin Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 9 Slys varð í álveri Norðuráls á Grundartanga um kvöldmatarleyt- ið á fimmtudag þegar starfsmað- ur brenndist á olnboga, úlnlið og fingrum. Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norður- áli, greinir frá þessu í tilkynningu sem birtist í starfsmannahópi fyr- irtækisins á Facebook. Tildrög slyssins voru þau að starfsmaður í steypuskála var að undirbúa sig við að skafa rennu frá ofni. Virðist sem starfsmaðurinn hafi fallið og borið hendurnar fyrir sig með þeim af- leiðingum að hann hlaut bruna- sár á olnboga, úlnlið og fingrum vinstri handar. „Hann var flutt- ur með sjúkrabíl til aðhlynning- ar og venju samkvæmt mættu full- trúar lögreglu og Vinnueftirlitsins á vinnusvæðið í kjölfarið,“ segir Sólveig og sendir starfsmanninum batakveðjur fyrir hönd fyrirtækis- ins. kgk/ Ljósm. úr safni. Slys í steypuskála Norðuráls Þórsnes í Stykkishólmi keypti ný- verið Arnar SH ásamt veiðiheim- ildum af Guðbrandi Björgvins- syni. Báturinn hefur verið gerður út frá Stykkishólmi. mm Þórsnes kaupir Arnar SH Stjórn Veiðifélags Hítarár hefur óskað eftir því við Borgarbyggð að leyft verði að grafa í gegnum skriðuna sem féll í Hítardal 7. júlí í fyrrasumar þannig að end- urheimta megi dýrmæt uppeldis- svæði árinnar sem næst fyrri far- vegi árinnar. Borgarbyggð er að hluta eigandi lands sem skriðan féll yfir, en sveitarfélagið á eyði- býlið Hítardalsvelli. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að óska eftir verkfræðiskýrslu sem veiðifélagið hefur látið vinna og óskaði jafnfram eftir áliti um- hverfis-, skipulags,- og landbún- aðarnefndar um erindið. Nefnd- in tók erindið fyrir á fundi sínum daginn eftir og samþykkti sömu- leiðis að kalla eftir verkfræði- skýrslunni sem og að tekið verði saman minnisblað um fyrirhug- að verk. Þá vildi nefndin kalla til næsta fundar Ólaf Sigvaldason á Brúarhrauni, formann Veiðifélags Hítarár. Framhlaupið úr Fagraskóg- arfjalli stíflaði eins og kunnugt er ána á hálfs annars kílómetra löngum kafla. Fyrst myndaðist lón ofan skriðunnar en áin fann sér farveg sunnan við hana yfir hraun sem ekki er laxgengt. Marg- ir kunnir veiðistaðir hurfu en dýr- mæt uppeldissvæði þornuðu auk þess upp. Óttast veiðifélagsmenn að styttra veiðisvæði og minnk- andi laxgengd muni koma niður á veiði á næstu árum og þar með minnkandi veiðitekjum. Ólafur Sigvaldason segir að í úttekt verkfræðistofunnar sem veiðifélagið fékk til að leggja mat á verkið, komi m.a. fram að það myndi kosta um 300 milljónir að lagfæra nýja farveg árinnar svo hann yrði laxgengur. Hins vegar áætlaði stofan að það myndi kosta 264 milljónir að grafa í gegnum skriðuna sem næst fyrri farvegi árinnar. Sú leið verði að líkindum farin. Ólafur telur þó að hægt sé að vinna það verk fyrir lægri upp- hæð. Við þetta verk þarf að ýta til og moka um 300 þúsund rúm- metrum af jarðvegi, en skriðan er um tíu metra há þar sem hún er þykkust. Stór jarðýta og beltag- rafa yrði notuð við verkið og efn- inu jafnað yfir skriðuna, gerðar manir og að endingu sáð í svæðið. Verktími er áætlaður tveir til þrír mánuðir. Ólafur segir æskilegt að hægt verði að ráðast í verkið sem allra fyrst, þannig að áin nái að hreinsa sig tímanlega áður en lax- veiðitímabilið hefst næsta sumar. Næstbesta kostinn segir hann að vinna verkið næsta haust, eftir að veiðitíma lýkur. Um fjármögnun segir Ólafur að veiðifélagið verði að taka lán, en bindur þó vonir til að styrkur fáist úr Fiskræktar- sjóði. mm Vilja endurheimta Hítará sem næst fyrri farvegi Þessi mynd var tekin inn með lóninu sem fór að myndast daginn eftir að skriðan féll. Hluti skriðunnar sést og skarðið sem kom í fjallið. Ljósm. Jón G Guðbrandsson. Vatn minnkaði verulega í Hítará eftir að áin stíflaðist. Þessi mynd var tekin laugardaginn 7. júlí við veiðistaðinn Hraunsnef.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.