Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 201922 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Settir þú þér einhver markmið fyrir árið 2019? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Einar Pálsson Nei. Þórður Jónasson Nei, engin markmið. Margrét Kristófersdóttir Nei, engin. Petronella Kristjánsdóttir (með henni á myndinni er Emelía Ingibjörg) Nei, engin sérstök markmið. Ég ætla bara að halda áfram að lifa heilbrigðu lífi eins og ég hef gert. Berglind Gunnarsdóttir Já, að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Snæfellskonur máttu játa sig sigr- aðar gegn Val, 78-70, þegar lið- in mættust í fyrsta leik Domino‘s deildar kvenna eftir jólafrí á laug- ardaginn var. Leikið var á Hlíðar- enda í Reykjavík. Valskonur höfðu yfirhöndina í upphafi leiks en Snæfell var þó ekki langt undan. Heimaliði náði hins vegar góðri rispu undir lok fyrsta leikhluta og hafði 16 stiga forystu að honum loknum, 30-14. Snæfell lagaði stöðuna lítið eitt í upphafi annars fjórðungs en eftir það gekk liðunum illa að skora. Þau tóku við sér þegar nær dró hálfleik en Valur hafði áfram af- gerandi forskot, 47-32. Snæfellskonur voru heldur sterkari og minnkuðu muninn í níu stig fyrir lokafjórðunginn, 65-56. Afleit byrjun í fjórða leik- hluta gerði hins vegar út um all- ar sigurvonir Snæfells. Þær skor- uðu ekki stig fyrstu þrjár mínút- urnar en á meðan jók Valur for- skotið í 14 stig. Snæfellskonur náðu að minnka muninn niður í átta stig seint í leiknum en það var um seinan. Valur sigraði að lokum með 78 stigum gegn 70. Kristen McCarthy var atkvæða- mest í liði Snæfells með 29 stig, 16 fráköst og sjö stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 14 stig og Katarina Matijevic var með tíu stig og sex fráköst. Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 22 stig og gaf fimm stoðsendingar í liði Vals, Dagbjört Dögg Karls- dóttir var með 13 srtig, Helena Sverrisdóttir tólf stig, ellefu frá- köst og fimm stoðsendingar og Hallveig Jónsdóttir tólf stig. Snæfell er í þriðja sæti deildar- innar með 20 stig, jafn mörg og Keflavík en tveimur stigum á eftir toppliði KR. Næst leikur Snæfell í kvöld, miðvikudaginn 9. janúar, þegar liðið mætir Breiðabliki á útivelli. kgk Snæfellskonur töpuðu gegn Val Berglind Gunnarsdóttir verst Guðbjörgu Sverrisdóttur, leikmanni Vals í leiknum á laugardagskvöld. Ljósm. Valur. Skallagrímur tók á móti Íslands- meisturum KR í Domino‘s deild karla í körfuknattleik að kvöldi þrettándans. Var það fyrsti leikur Skallagríms í deildinni eftir jólafrí og máttu Borgnesingar sætta sig við tap, 78-94. Skallagrímsmenn áttu erfitt upp- dráttar í fyrsta leikhluta. KR-ingar mættu hins vegar ákveðnir til leiks og tóku öll völd á vellinum strax í upphafi. Eftir aðeins fjögurra mín- útna leik höfðu þeir skorað 19 stig gegn tveimur stigum Skallagríms. Gestirnir stjórnuðu ferðinni og leiddu með tólf stigum eftir fyrsta leikhluta, 16-28. Borgnesingar tóku við sér í öðrum leikhluta en gest- irnir héldu þeim þó alltaf í öruggri fjarlægð. Staðan í hléinu var 37-51, KR í vil. Skallagrímsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn illa og skoruðu ekki stig fyrstu fjórar mínúturnar. Á meðan komust KR-ingar 24 stigum yfir og þeir fóru með þægilegt forskot inn í lokafjórðunginn, 53-74. Þar héldu þeir Skallagrímsmönnum í skefjum allt til leiksloka og sigruðu að lok- um með 16 stigum, 78-94. Gabríel Sindri Möller var stiga- hæstur í liði Skallagríms með 19 stig, Aundre Jackson var með 17 stig og ellefu fráköst og Domagoj Samac skoraði tólf stig og tók níu fráköst. Julian Boyd skoraði 23 stig fyrir Kr og Kristófer Acox var með 21 stig, tólf fráköst og fimm stoðsend- ingar. Emil Barja skoraði 15 stig og gaf sjö stoðsendingar og Jón Arn- ór Stefánsson var með tíu stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Skallagrímur er í ellefta sæti deildarinnar með fjögur stig eft- ir tólf leiki, fjórum stigum á eftir næstu liðum fyrir ofan. Næst leika Borgnesingar á morgun, fimmtu- daginn 10. janúar, þegar þeir heim- sækja Grindvíkinga. kgk Meistararnir of stór biti fyrir Skallagrím Hinn ungi Gabríel Sindri Möller átti góðan leik fyrir Skallagrím. Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímur samdi á dögunum við hinn unga og efnilega leikstjórnanda Gabríel Sindra Möller. Hann er 19 ára gamall og kemur frá Njarðvík. Fyrir áramót lék hann með Hamri í 1. deild karla á venslasamningi frá Njarðvík, þar sem hann skoraði 10,9 stig að meðaltali í leik. Gabríel á að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrir- liði U18 ára landsliðsins árið 2017. Hann er nú hluti af æfingahópi U20 ára landsliðs Íslands. Gabríel þreytti frumraun sína með Skallagrími gegn Íslandsmeist- urum KR þar sem hann stóð sig vel, skoraði 19 stig og var stigahæstur leikmanna Skallagríms. kgk Gabríel Sindri til Skallagríms Gabríel Sindri Möller á vítalínunni gegn KR á sunnudaginn var. Ljósm. Skallagrímur. Nýtt ár hefst af krafti hjá Íþrótta- bandalagi Akraness. Í kvöld, mið- vikudag klukkan 20, mun Jóhannes Guðlaugsson mæta á Jaðarsbökk- um til að segja frá því hvernig hægt er að nýta verkefnið „Sýnum Kar- akter“ betur í þjálfun. „Jóhann- es Guðlaugsson er Skagamaður og yfirþjálfari hjá ÍR en hann hef- ur nýtt mörg verkfæri og verk- efni „Sýnum karakter“ í þjálfun. Hann mun segja okkur frá sinni reynslu en erindi Jóa hentar fyrir allar íþróttagreinar og hvetjum við alla þjálfara, aðstoðarþjálfara og aðra áhugasama til að mæta,“ seg- ir í frétt ÍA. mm Ætla að sýna karakter

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.