Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 201916 Gert er ráð fyrir rúmlega 53 millj- óna króna jákvæðri niðurstöðu frá rekstri Snæfellsbæjar á árinu 2019. Fjárhagsáætlun var samþykkt sam- hljóða við síðari umræðu á desemb- erfundi bæjarstjórnar. Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 2,5 millj- arðar og gjöld alls 2,4 milljarðar. Þegar fjármunatekjur og fjármagns- gjöld hafa verið tekin með í reikn- inginn er gert ráð fyrir því að rekstr- arniðurstaðan verði rúmar 53 millj- ónir, sem fyrr segir. Eigið fé Snæfellsbæjar samstæð- unnar er áætlað að verði 3,3 millj- arðar í árslok 2019 og langtíma- skuldir og skuldbindingar 1,4 millj- arðar. Reiknað er með því að hand- bært fé í árslok verði 73 milljónir. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að fjárhagsstaða bæjarins sé góð en þrátt fyrir að undanfarin ár hafi tek- ist að borga niður skuldir jafnt og þétt hafi það ekki tekist á síðasta ári. Taka þurfti ný lán á árinu vegna mikilla framkvæmda og greiðslu líf- eyrisskuldbindinga. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir hækkun skulda á árinu 2019. „Gert er ráð fyrir að skuldahlut- fall Snæfellsbæjar fari ekki yfir 70% í A hluta, en skv. sveitarstjórnar- lögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan marka,“ segir í bókun bæj- arstjórnar. Þar segir jafnframt að gjaldskrár leik- og grunnskóla hækka ekki, fjórða árið í röð en nokkrar gjaldskrár hækka lítillega. Útsvar verður óbreytt sem og álagning- arprósenta fasteignagjalda. „Bæjar- stjórn leggur á það áherslu að hald- ið verði áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er. Styrk- ir til félagasamtaka hækka töluvert mikið á árinu 2019 eða um 42,5% á milli ára. Styrkir á árinu 2019 verða 59.635.000,“ segir í bókuninni. Hæstu styrkirnir eru til íþrótta- og ungmennastarfs. Á árinu 2019 verða í fyrsta skipti teknir upp frístunda- styrkir. „Markmiðið með þessu, ásamt því að hækka ekki gjaldskrár skóla, leikskóla og sundlaugar, er að gera búsæld í Snæfellsbæ auðveldari fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Samstaða um alla liði áætlunar Gert er ráð fyrir töluverðum fram- kvæmdum í Snæfellsbæ á árinu 2019 og reiknað með fjárfesting ársins verði 419,3 milljónir króna. Þar af er 174,5 milljóna fjárfesting hjá bæj- arsjóði en 244,8 milljónir hjá hafn- arsjóði. „Stærstu fjárfestingar ársins eru gatna- og gangstéttaframkvæm- ir, en gert er ráð fyrir 85 millj. þar, og 114,7 milljónir í lengingu Norð- urgarðs í Ólafsvík. Ennig er gert ráð fyrir um 54 millj., í dýpkun á Arnar- stapa,“ segir í bókuninni. Þar kem- ur einnig fram að hafnarsjóður sé vel stæður og skuldi engin langtíma- lán. „Auk þess verður farið í ýmsar aðrar framkvæmdir hjá hafnarsjóði og aðrar smærri framkvæmdir hjá Snæfellsbæ, en meginmarkmið árs- ins verður að styrkja innviði stofn- ana Snæfellsbæjar.“ Í bókun bæjarstjórnar segir að rekstur Snæfellsbæjar hafi verið með ágætum undanfarin ár. Það megi að miklu leyti þakka góðu samstarfi við forstöðumenn og starfsfólk bæjar- ins. Samstarf í bæjarstjórn er jafn- framt mjög gott, að því er fram kem- ur í bókuninni. Allir bæjarfulltrúar unnu saman að gerð fjárhagsáætl- unar á sérstökum vinnufundum. „Er full samstaða um alla liði fjárhags- áætlunar og er það afar mikilvægt að samstaða sé góð í bæjarstjórn.“ kgk Búist við jákvæðum rekstri Snæfellsbæjar Töluverðar framkvæmdir framundan á árinu Horft í átt að Svöðufossi í Snæfellsbæ. Ljósm. úr safni/ kj. Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir 12 millj- óna króna afgangi frá A og B hluta sveitarsjóðs. Áætlunin var sam- þykkt á síðasta fundi sveitarstjórn- ar um miðjan desember. Áætlað er að heildartekjur samstæðu A og B hluta verði rúm 991 milljón en heildargjöld 962 milljónir. Niður- staða án fjármagnsliða er áætluð 29 rúmar milljónir en 12 milljónir eftir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld, sem fyrr segir. Eigið fé Dalabyggð- ar er áætlað að verði rúmar 676 milljónir en skuldir og skuldbind- ingar samtals tæplega 662 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað að verði 55,5 milljónir og handbært fé í árs- lok rúmar 84 milljónir. Álagningarhlutfall útsvars verð- ur óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52% sem er hámarksútsvar. Álagningar- hlutfall fasteignaskatts, lóðarleigu, holræsagjalds og vatnsskatts verð- ur einnig óbreytt milli ára, en fast- eignamat hefur hækkað um 11%. Framlög Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga til Dalabyggðar lækka milli ára. Gjaldskrár sveitarfélagsins hækka almennt um 4% eða 5%. „Nokkrar gjaldskrár sem ekki hafa tekið breytingum í nokkur ár, svo sem gjaldskrár fyrir hafnir annars vegar og félagsheimili hins vegar, hækka meira,“ segir í tilkynningu á vef Dalabyggðar. kgk Reiknað með tólf milljóna afgangi af rekstri Dalabyggðar Séð út á Hvammsfjörð frá útsýnispallinum við Ægisbraut í Búðardal. Ljósm. úr safni/ sm. Hollvinasamtök Borgarness af- hentu á þrettándanum Björgunar- sveitinni Brák björgunarvesti að gjöf sem þakklætisvott fyrir þátt- töku sveitarinnar og fleiri bátaeig- enda sem koma með bátana sína á Brákarhátíð og leyfa þeim sem vilja að fara í bátsferð. Hefur þessi við- burður ávallt slegið í gegn hjá öll- um aldurshópum. „Stjórn Holl- vinasamtaka Borgarness er Brák mjög þakklát fyrir þetta góða sam- starf og hlökkum við til næstu há- tíðar sem verður haldin 29. júní í sumar,“ segir í tilkynningu. mm Hollvinasamtökin færðu Brák björgunarvesti Á myndinni eru Jakob Guðmundsson, Halldór Hólm, Sigga Dóra formaður Holl- vinasamtakanna og Margrét Rósa. Gamli þjóðvegurinn austan við Akranes, frá hringtorginu sem nefnist Kalmanstorg og að hest- húsahverfinu við Æðarodda, er vart fær bílum og hvað þá fótgang- andi. Einkum á tveimur köflum er hann sokkinn ofan í jörðina, alsett- ur holum og ofaníburður horfinn. Við veginn er meðal annars svæði þar sem hundeigendur geta viðr- að sig og hunda sína, nokkur hest- hús og því dagleg umferð um veg- inn. Vegagerðin afsalaði sér þessum vegi fyrir mörgum árum og hefur hann verið á forsvari Akraneskaup- staðar gegn skilyrði um að honum væri haldið við. Íbúi sem nota þarf veginn oft, en vill ekki láta nafns síns getið, biðlar nú til bæjaryfir- valda um að leggja pening í ofaní- burð og heflun vegarins. Að sögn Sævar Freys Þráinsson- ar bæjarstjóra var tekinn skurkur í lagfæringum á þessum vegbút í maí á síðasta ári. Undanfarið hafi hann svo farið illa í vætutíðinni. „Alltaf er þetta spurning um forgangsröð- un fjármuna, en ég vil þakka máls- hefjanda á að benda á þetta,“ sagði Sævar. mm Gamli þjóðvegurinn vart fær

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.