Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 20198 Öryrkjar voru hlunnfarnir LANDIÐ: Trygginga- stofnun ríkisins hef- ur hlunnfarið um þús- und manns í hópi öryrkja um milljarða króna á und- anförum árum, um hálf- an milljarð króna á ári. Bætur þeirra voru skert- ar á grundvelli búsetu. Sú lagaframkvæmd TR stenst ekki. Þetta staðfestir vel- ferðrráðuneytið sem segir í bréfi til velferðarnefnd- ar Alþingis að TR hafi haft yfir hálfan milljarð af ör- yrkjum á hverju ári í mörg ár. Fram kemur í bréfi vel- ferðarráðuneytisins að við- urkennt er að TR eigi að og muni endurgreiða ör- orkulífeyrisþegum sem urðu fyrir þessum skerð- ingum. -mm Hátíðirnar almennt tíðindalitlar VESTURLAND: Jól og áramót voru róleg og frem- ur tíðindalítil hjá Lög- reglunni á Vesturlandi og gengu hátíðarhöldin vel og friðsamlega sig. Einn ökumaður var stöðvaður vegna aksturs undir áhrif- um áfengis á nýársnótt í Borgarnesi. Fleiri ölvunar- akstursbrot eru ekki skráð hjá embættinu yfir hátíð- irnar. Strætisvagn valt á Vestfjarðavegi, skammt frá afleggjaranum að Stóra- Skógi í Dölum síðdegis sunnudaginn 30. desember. Bílstjóri og fjórir farþeg- ar voru í bílnum og sluppu allir án teljandi meiðsla. Er þar talið hafa skipt sköp- um að allir voru með sæt- isbeltin spennt. Mikil hálka var á svæðinu þegar strætó- inn fékk á sig vindhviðu með fyrrgreindum afleið- ingum. Ökumaður hóp- ferðabifreiðar missti stjórn á henni á Snæfellsnesvegi við Kirkjufellsfoss á gaml- ársdag, með þeim afleið- ingum af bifreiðin stöðv- aðist þversum á veginum. Hált var á svæðinu og held- ur leiðinlegt veður þegar óhappið varð, að sögn lög- reglu, en greiðlega gekk að losa bílinn. -kgk Atvinnuleysi að aukast LANDIÐ: Áætlað er að 204.700 manns á aldrin- um 16–74 ára hafi að jafn- aði verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81% atvinnu- þátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mann- fjölda var 78,7% og hlut- fall atvinnulausra af vinnu- afli var 2,9%. Atvinnulaus- ir í nóvember 2018 mæld- ust 2.400 fleiri en í sama mánuði árið 2017 þegar þeir voru 3.500 eða 1,8% af vinnuaflinu. -mm Ráðgjafarnefnd um blóðgjöf LANDIÐ: Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóð- bankaþjónustu mun í kjöl- far fundar 17. janúar næst- komandi, skila Svandísi Svavarsdóttur heilbrigð- isráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjaf- ir samkynhneigðra karl- manna. Málið hefur ver- ið til umfjöllunar hjá fagr- áðinu að ósk ráðherra síð- an 15. október sl., en auk þess var vakið máls á því með eftirminnilegum hætti í Áramótaskaupi sjónvarps á gamlárskvöld. Álit nefnd- arinnar mun meðal annars verða gefið á því hvaða ráð- stafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóð- þega verði bann við blóð- gjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið. -mm Nýásaflatölur fyrir Vesturland dagana 29. desember - 4. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 1 bátur. Heildarlöndun: 4.443 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 4.443 kg í einum róðri. Arnarstapi: Engar landan- ir um áramótin. Grundarfjörður: 3 bátar. Heildarlöndun: 130.929 kg. Mestur afli: Hringur SH: 47.453 kg í einni löndun. Ólafsvík: 12 bátar. Heildarlöndun: 86.763 kg. Mestur afli: Bárður SH: 19.080 kg í fjórum róðr- um. Rif: 9 bátar. Heildarlöndun: 58.950 kg. Mestur afli: Magnús SH: 12.433 kg í þremur lönd- unum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 9.479 kg. Mestur afli: Hanna SH: 3.053 kg í einum róðri. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 47.453 kg. 30. desember. 2. Sigurbjörg SH - GRU: 47.192 kg. 2. janúar. 3. Helgi SH - GRU: 36.284 gr. 30. desember. 4. Særif SH - RIF: 8.030 gr. 4. janúar. 5. Egill SH - ÓLA: 7.556 gr. 4. janúar. -kgk Á þessu ári eru tuttugu ár síðan Landmælingar Íslands hófu starf- semi sína á Akranesi. Í gær, þriðju- dag, voru rétt 20 ár liðin frá form- legri opnunarathöfn á Akranesi. Stofnunin hafði á þeim tíma verið starfrækt frá árinu 1956 í Reykjavík en var flutt á Akranes eftir að nefnd á vegum forsætisráðuneytisins hafði tekið ákvörðun um að flytja nokkrar ríkisstofnanir út á land. Í tilefni af- mælisins verður blásið til málþings á Akranesi föstudaginn 22. febrúar næstkomandi. „Á þeim tíma sem stofnunin hef- ur verið starfsrækt á Akranesi hefur henni farnast vel. Vel hefur geng- ið að ráða starfsfólk en ekki verð- ur þó litið frá því að nálægðin við Reykjavík spilar þar inn í enda er um fjórðungur starfsmanna stofn- unarinnar búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Það verður þó að teljast Akurnesingum og nærsveitum til gróða að hafa Landmælingar Ís- lands sem vinnustað með sérhæfð- um störfum einkum á sviði náttúru- og verkfræði auk annarra sérhæfðra starfa,“ segir í frétt LMÍ. Málþingið á Akranesi verður sem fyrr segir föstudaginn 22. febrúar frá klukkan 13:00 til 15:30. Yfir- skrift þess verður: „Ríkisstofnun úti á landi - búbót eða basl?“ Drög að dagskrá málþingsins má sjá í frétt á vef Landmælinga Íslands en kann þó að taki breytingum á næstu dög- um. mm Málþing í tilefni tuttugu ára afmælis LMÍ á Akranesi Matvælastofnun varar við neyslu á Holta/Kjörfuglskjúklingi með rekjanleikanúmeri 005-18-48-3-01 vegna gruns um salmonellu sem fannst í reglubundinni sýnatöku við slátrun. Reykjagarður, sem fram- leiðir vöruna, hefur innkallað hana af markaði. Viðvörunin/innköllunin á ein- ungis við um eftirfarandi fram- leiðslulotu: • Vörumerki: Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls • Vöruheiti: Ýmis •Rekjanleikanúmer: 005-18-48-3-01 • Framleiðandi: Reykjagarður • Dreifing: Verslun Krónunnar í Vallakór, Granda, Bíldshöfða, Há- holti og Lindum. Verslanir Hag- kaupa í Spönginni, Akureyri, Eið- istorgi, Akrabraut og Flatahrauni. Costco, verslanir Nettó í Hafnar- firði og verslanir Iceland í Engi- hjalla, Hafnarfirði og Vesturbergi. „Neytendum sem hafa keypt kjúklinga með þessu lotunúmeri er bent á að skila vörunni til viðkom- andi verslunar eða beint til Reykja- garðs að Fosshálsi 1. 110 Reykja- vík. Nánari upplýsingar veitir Magnús Huldar Ingþórsson, fram- leiðslustjóri Reykjagarðs, í síma 575 6440,“ segir í tilkynningu frá MAST sem send var út í hádeginu í gær, þriðjudag. mm Grunur um salmonellu í kjúklingi Laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Sea Farm hafa fengið ASC umhverfisvottun á framleiðslu sína. ASC (Aquaculture Stewar- dship Counsel) er ein strangasta umhverfisvottun þegar kemur að fiskeldi og þekkt um allan heim. Allur lax sem framleiddur verð- ur á Vestfjörðum árið 2019 verð- ur vottaður en bæði Arnarlax og Arctic Sea Farm eru staðsett þar. „Við erum mjög ánægð með að vera komin með ASC umhverfis- vottun. Þetta er undirstrikar mark- mið okkar um að stunda fiskeldi á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag,“ segir Kristian Mattias- son, framkvæmdastjóri Arnarlax, í fréttatilkynningu frá fyrirtækjun- um. ASC vottunarstaðallinn hef- ur verið þróaður meðal annars af World Wildlife Fund (WWF) og fiskeldisfyrirtækjum en til að fá vottun þurfa fyrirtækin meðal annars að lágmarka umhverfisá- hrif, starfa í sátt við samfélag og umhverfi. ASC vottun er hliðstæð MSC staðlinum sem er þekktasti umhverfisstaðallinn fyrir sjávaraf- urðir nema þessi staðall er aðlag- aður eldisafurðum. ASC samtökin sem að baki staðlinum starfa eru ekki rekin í hagnaðarskini og óháð samtök. mm Laxeldisfyrirtæki á Vestfjörðum hljóta umhverfisvottun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.