Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 20192
Við höfum haft það mjög gott veður-
farslega séð undanfarnar vikur en nú er
útlit fyrir kólnandi veður og talsverðar
umhleypingar. Þá er sérstaklega vert að
minna ökumenn á að gæta sín á hálk-
unni sem getur myndast.
Á morgun fimmtudag er spáð vest-
anátt 18-23 m/s úti við norðurströnd-
ina um morguninn en lægir síðan og
rofar til. Mun hægari vindur og rigning
eða slydda með köflum suðvestanlands,
styttir upp seinni partinn. Hvöss vest-
anátt en þurrt á Austurlandi og lægir
síðdegis. Frost víða 0-5 stig en hiti 1-5
stig syðst á landinu. Á föstudag geng-
ur í sunnan og suðaustanátt 10-18 m/s
með slyddu eða rigningu en lengst af
þurrt á Austurlandi. Hlýnar í veðri og
hiti 1-6 stig seinni partinn. Á laugardag-
inn er spáð allhvössum vindi og fremur
svölu veðri á landinu, snjókomu á norð-
anverðu landinu en slydda eða rigning
sunnanlands. Á sunnudag er útlit fyrir
norðanátt með éljum og kólnandi veðri
en yfirleitt léttskýjað sunnan- og vest-
anlands. Á mánudag er gert ráð fyrir að
gangi í hvassa suðaustanátt með úr-
komu víða á landinu, einkum sunnan-
og vestanlands og áfram svalt veður.
Í síðustu viku voru lesendur vefsíðu
Skessuhorns spurðir hversu oft á dag
þeir bursta tennurnar. Þeir sem svör-
uðu eru flestir samviskusamir burstar-
ar en 58% sögðust bursta tvisvar á dag.
Fjórðungur burstar tennurnar einu sinni
á dag og 10% þrisvar á dag. 4% svar-
enda segjast bursta sig oftar en þrisvar
á dag en 3% bursta sig sjaldnar en einu
sinni á dag.
Í næstu viku er spurt:
Hvað telur þú að lægstu
laun ættu að vera há?
Fjölhæft íþróttafólk sem hefur nýlega
verið heiðrað með viðurkenningum eða
verðlaunum fyrir afrek sín í íþróttum á
síðasta ári eru Vestlendingar vikunnar
að þessu sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdótt-
ir hefur verið skipuð rektor Land-
búnaðarháskóla Íslands til fimm
ára frá 1. janúar síðastliðnum. Tek-
ur hún við af Sæmundi Sveinssyni
sem gegnt hefur stöðunni frá 2017.
Ragnheiður er verkfræðingur að
mennt og var áður framkvæmda-
stjóri verkfræðistofunnar Svinna-
verkfræði sem sinnt hefur ráðgjöf á
sviðum umhverfismála, nýsköpunar
og rannsókna. Ragnheiður er með
doktorspróf frá danska Tæknihá-
skólanum og lauk MBA-prófi frá
Háskóla Íslands. Hún hefur gegnt
stöðu gestaprófessors og gestadó-
sents við umhverfis- og bygginga-
verkfræðideild Háskóla Íslands og
var aðstoðarorkumálastjóri á árun-
um 2005-2009. Ragnheiður hef-
ur einnig sinnt ýmsum stjórnar- og
nefndarstörfum, m.a. fyrir Rannís,
Háskóla Íslands, Matís, Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands, Evrópusam-
bandið og Norska rannsóknaráðið.
Landbúnaðarháskóli Íslands er
reistur á grunni öflugrar rann-
sóknastofnunar og tveggja gróinna
menntastofnana á landbúnaðar-
sviði, Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins, Landbúnaðarháskól-
ans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla
ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Skólinn
tók til starfa í núverandi mynd árið
2005. Meðal greina sem kenndar
eru við skólann eru búfræði, skóg-
fræði, umhverfisskipulag og nátt-
úru- og umhverfisfræði. Náms-
brautir skólans eru hvort tveggja á
starfsmennta- og háskólasviði og
er mikil samlegð á milli skólastig-
anna.
Nú stunda 480 nemendur nám
við skólann, þar af tæplega 80 á
meistara- eða doktorsstigi. mm
Ragnheiður Inga skipuð rektor
Landbúnaðarháskóla Íslands
Ragnheiður Inga ásamt Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.
Um áramótin hætti Vegagerðin að
halda úti mannaðri vakt í fyrrum
gjaldskýli við norðurenda Hvalfjarð-
arganganna. Eftir að ríkið eignað-
ist göngin og yfirtók rekstur þeirra
var ákveðið að manna skýlið fyrst um
sinn, án þess að viðkomandi starfs-
menn innheimtu gjald. Var það gert
af öryggissjónarmiðum. Öryggis-
vöktun með göngunum hefur nú al-
farið færst á hendur Vegagerðarinn-
ar. Mun hún sinna henni með vökt-
un öryggismyndavéla frá vaktstöð
í Borgartúni 7 í Reykjavík, eða frá
Ísafirði. Öryggisvöktun felst meðal
annars í að hægt er að loka fyrir um-
ferð ofan í göngin ef eitthvað bját-
ar þar á, kalla til viðbragðsaðila eða
loka fyrir almenna umferð þegar for-
gangsakstur þarf að fara í gegn.
Góð reynsla fyrstu
mánuðina
Reynsla Vegagerðarinnar af rekstri
Hvalfjarðarganganna þessa fyrstu
þrjá mánuði hefur verið mjög góð,
að sögn G.Péturs Matthíassonar
upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.
„Við höfum verið með sömu verk-
taka og Spölur var með og síðan hef-
ur þjónustustöðin okkar í Hafnar-
firði komið sterk inn í þjónustuna
við göngin. Það hefur verið ákveð-
ið að ekki verði vakt við gangam-
unnann norðanmegin, enda hefur
sú vakt snúist að miklu leyti um að
hringja eftir aðstoð dráttarbíls frá
Akranesi komi til þess að bíll stöðv-
ist í göngunum. Sá viðbragðstími er
alveg jafn langur þótt símtalið komi
úr vaktstöðinni hér í Reykjavík,“
segir G.Pétur og bætir við að nán-
ast óþekkt sé að slík vakt sé til staðar
við álíka göng erlendis. „En tilkoma
vaktar í tilfelli Spalar skýrist jú af því
að það þurfti vakt í gjaldskýlið hvort
eð var.“
G.Pétur segir að komi eitthvað
upp á í göngunum skuli fólk hringja
í Neyðarlínuna 112 og fá aðstoð þar.
„Hjá Neyðarlínunni munu menn
hafa samband við vakstöðina okkar.
En líklega verður hún þegar búin að
kalla eftir dráttarbíl sem gert er um
leið og bíll stöðvast þótt oft komi
fyrir að málið leysist og dráttarbíln-
um er þá snúið við. Síðan er þeirri
akrein sem bíll hefur stöðvast á lok-
að með því að loka við annan munn-
ann, eða báðum akreinum er lokað
ef þannig stendur á – þetta miðast
við hversu mikil og þung umferðin
er,“ segir G.Pétur. Hann áréttar að
þann tíma sem vakt hefur verið eft-
ir að Vegagerðin tók við göngunum
hafi einungis einn maður verið á vakt
í skýlinu. Því hafði vettvangsaðstoð
vaktmanna þegar lagst af í lok sept-
ember. „En fyrir kom að sá vaktmað-
ur sem fór á vettvang dró bíl upp úr
göngunum en bent hefur verið að
varasamt sé að draga marga nútíma-
bíla á þann hátt og því öruggast og
réttast að nota þjónustu dráttarbíla.“
Fólk vant
mannaðri gæslu
Skessuhorn hefur spurnir af því að
vegfarendum þyki mörgum slæmt
að ekki sé hægt að leita aðstoðar
starfsmanna í vaktskýlinu lengur.
Byggir sá ótti e.t.v. á hefðinni fyr-
ir mannaðri vakt í skýlinu. Marinó
Tryggvason, fyrrverandi rekstr-
ar- og öryggisstjóri hjá Speli, seg-
ir aðspurður að fyrirtækið hafi frá
áramótum fengið talsverðan fjölda
fyrirspurna frá fólki, en ítrekar að
Spölur hafi ekkert með rekstur
ganganna að gera lengur. Einungis
sé unnið að uppgjöri við viðskipta-
menn og í framhaldinu verði fé-
laginu formlega slitið síðar í vetur.
„Fólk hefur bæði komið við á skrif-
stofu okkar, hringt eða sent tölvu-
póst. Ég get staðfest að mörgum
finnst ónotaleg að sjá skýlið mann-
laust og fólk veit ekki hvert það á
að snúa sér. Það er sífellt eitthvað
að koma upp á eins og lesa má um
í þremur gerðarbókum sem starfs-
menn Spalar skráðu hjá sér þau
rúmu tuttugu ár sem fyrirtækið rak
göngin,“ segir Marinó. Aðspurð-
ur segir hann að tölfræði yfir fjölda
atvika í göngunum hafi ekki verið
tekin saman, en áætlar að það hafi
að jafnaði verið einu sinni á dag
sem koma þurfti fólki til aðstoð-
ar, enda er umferðin mikil, göng-
in brött og ekki leyfilegt að fara
um þau gangandi eða á reiðhjóli.
„Hvalfjarðargöngin eru ólík öðr-
um jarðgöngum sem Vegagerðin
hefur nú í rekstri. Þar er tíu sinn-
um meiri umferð en um þau jarð-
göng sem næstmest umferð er um.
Þá eru þetta einu göngin sem liggja
undir sjó og það er staðreynd að
jafn margir einstaklingar kljást við
innilokunarkennd eins og þeir sem
haldnir eru flughræðslu, svo ég
taki dæmi. Vissulega finnst okkur
síðustu starfsmönnum Spalar var-
hugavert að göngin skuli ekki hafa
mannaða öryggisvakt lengur. En ég
ítreka að það er ekki á okkar verk-
sviði lengur að segja til um það,“
segir Marinó.
Síðasti gæslumaðurinn hefur lokið
vakt í skýli HvalfjarðargangaÚ
T
S
A
L
A
40%
afsláttur
af öllum
útsöluvörum
112 ef eitthvað hendir
Eftir þessa breytingu treystir Vega-
gerðin á að vegfarendur hringi í
Neyðarsímann 112 ef eitthvað hend-
ir. Vaktstöð Vegagerðarinnar send-
ir síðan eftir atvikum dráttarbíl, eða
kallar til aðstoðar lögreglu, slökkvi-
liðs eða annarra viðbragðsaðila ef
óhöpp eiga sér stað í Hvalfjarðar-
göngum. mm
Skýli Hvalfjarðarganganna hefur
verið mannlaust frá áramótum.