Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 201914 Síðasta ár var viðburðarríkt fyrir Arn- ór Sigurðsson, 19 ára knattspyrnu- mann frá Akranesi. Hann lék fyrir ári síðan með sænska liðinu IFK Norr- köping, þangað sem hann hélt frá ÍA vorið 2017, en var í haust seldur til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu. Arnór var ekki lengi að vinna sér inn sæti í byrjunarliði CSKA, sem sit- ur í 4. sæti rússnesku deildarinnar. Hann lék sinn fyrsta leik í Meistara- deild Evrópu í september. Þar með varð hann yngsti Íslendingurinn til að spila í þeirri keppni og nokkr- um vikum síðar varð hann yngsti Ís- lendingurinn til að skora í Meistara- deildinni. Rúsínan í pylsuendanum var síðan mark og stoðsending í frá- bærum útisigri CSKA á Real Madrid hinn 12. desember. „Það var ólýsanleg tilfinning að sjá hann í netinu á móti Real Madrid. Það er auðvitað draumur allra knatt- spyrnumanna á spila á stærstu völl- unum og í stærstu deildunum. Það var ekki leiðinlegt að vinna og skora í þessum leik,“ segir Arnór í samtali við Skessuhorn. Leikurinn gegn Real var síðasti leikur Arnórs fyrir jólafrí, því hlé er gert á rússnesku deildinni yfir háveturinn. Eftir vikudvöl á sól- arströnd sneri Arnór heim á Akranes og varði hátíðunum með fjölskyldu og vinum. „Það er alltaf gott að koma heim, kúpla sig aðeins út úr boltan- um og vera bara með fjölskyldunni og vinunum. Ég er búinn að hafa það mjög gott í fríinu,“ segir Arnór, sem er hinn yfirvegaðasti þó stjarna hans hafi risið mjög hratt undan- farna mánuði. „Árið sem var að líða var auðvitað mjög stórt hjá mér. Ég hef orðið var við að fólk er forvitið og spyr mikið út í þetta og langar að fylgjast með sem er eðlilegt þegar gengur svona vel,“ segir hann. Ætlar sér langt Arnór spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki ÍA haustið 2015, í lokaleik Pepsi deildarinnar á móti ÍBV. Sumarið eftir kom hann við sögu í sex leikjum í Pepsi deildinni og vakti frammistaða hans töluvert mikla athygli. Vorið 2017 gekk hann síðan til liðs við Norrköping. Skessu- horn ræddi við Arnór eftir að hann sló í gegn með ÍA sumarið 2016. Þá sagði Arnór að hann dreymdi um að verða atvinnumaður. Hvernig er að vera að upplifa þann draum? „Það er auðvitað ólýsanlegt að geta unn- ið við áhugamálið sitt,“ segir Arnór, en draumarnir breytast eins og ann- að. Stefnan var strax sett enn lengra. „Að verða atvinnumaður er ákveðin viðurkenning. Það er auðvitað stórt skref og veitir manni sjálfstraust en ég leit svolítið á það þannig að ég væri kominn á nýjan byrjunarreit,“ segir hann. „Þó að mig hafi alltaf dreymt um atvinnumennskuna þá vissi ég alltaf og ætlaði mér alltaf að ná miklu lengra en til Svíþjóðar og ég ætla mér að ná ennþá lengra en til Rússlands áður en ferillinn er á enda. Hver staður er nýtt upphaf og mað- ur þarf alls staðar að sanna sig, leggja hart að sér og vinna markvisst að því að verða betri,“ segir hann. Hvert er þá stóra markmiðið? „Fyrsta mark- miðið er að klára þetta tímabil, halda áfram að standa mig vel og reyna að vinna titilinn í Rússlandi. Minn fók- us er allur hjá CSKA núna. Ég er ný- kominn þangað á fimm ára samningi og líður vel hjá klúbbnum. En auðvi- tað vill maður spila með allra stærstu liðum í heimi, í toppliðunum í ensku eða spænsku deildinni. Það er svona langtímamarkmiðið,“ segir Arnór. Þroskandi að fara út Arnór var aðeins 17 ára gamall þeg- ar hann flutti einn til Norrköping í Svíþjóð til að gerast atvinnumað- ur. Hann segist hafa þroskast mikið á þeim tíma, sem hjálpi honum bæði innan og utan vallar. „Við ákváðum á sínum tíma að ég myndi fara einn út og takast á við þetta. Hluti af því að vera atvinnumaður er að velja að flytja til nýs lands, frá fjölskyldu og vinum. Það getur auðvitað verið erf- itt en er mjög þroskandi að takast á við,“ segir hann. „Kærastan mín, Ragna Dís, flutti til mín þegar ég var búinn að vera hálft ár í Svíþjóð. Það var frábært að fá hana út og hún hef- ur stutt við bakið á mér í einu og öllu. Við fluttum síðan saman til Moskvu núna í haust,“ segir Arnór og bætir því við að einnig hafi verið gott að geta leitað ráða hjá þeim íslensku leikmönnum sem fyrir voru hjá bæði Norrköping og CSKA Moskvu. „Það er alltaf gott að hafa stuðning, því það geta alltaf komið lægðir í boltanum,“ segir hann. Arnór hef- ur þó ekki upplifað neinar sérstakar lægðir, enda gengið afar vel það sem af er hans ferli. Hann viðurkennir að það hafi verið dálítið stórt stökk að fara frá Norrköping til Moskvu. „CSKA er eitt af stærstu liðum í Evr- ópu, spilar í meistaradeildinni og það voru margir svolítið hræddir við þetta múv. Töldu það rangt á þess- um tímapunkti, ég væri það ungur og kannski væri betra fyrir mig að fara í eitt svona millistórt lið áður en ég gengi til liðs við stórlið. En ég vissi alltaf að ég væri klár í þetta, búinn að læra margt á því að vera atvinnu- maður í Svíþjóð sem undirbjó mig til að stíga þetta skref. Þegar maður fær svona tækifæri er erfitt að hafna því og ég sé svo sannarlega ekki eftir neinu í dag,“ segir hann. Líður vel í Moskvu Aðspurður lætur Arnór líka vel af því að búa í Rússlandi, þó það sé tölu- vert frábrugðið því sem hann hefur áður vanist. „Þetta er allt öðruvísi en að vera hér á Akranesi eða í Sví- þjóð. Norrköping er bara mjög svip- aður bær og litlir íslenskir bæir en Moskva er náttúrulega stórborg og allt öðruvísi. En þetta hefur komið mér skemmtilega á óvart. Borgin er falleg, margt að skoða og við Ragna Dís erum búin að finna okkur góða íbúð sem okkur líður vel í. Það er gaman að prófa eitthvað svona, að flytja frá litla Akranesi yfir í stórborg- ina Moskvu,“ segir hann. „Síðan eru Rússarnir skemmtilegir, þó það sé stundum dálítið bíó að reyna að tala við þá, því þeir eru ekkert sérstaklega góðir í enskunni. En þeir eru létt- ir og skemmtilegir, mjög almenni- legir og hjálplegir, allavega allir sem ég hef kynnst,“ bætir hann við. „Mér hafði verið sagt að Rússar væru dálít- ið þurrir og þungir, en það voru auð- vitað bara fordómar. Þetta vita allir sem fóru á HM í sumar, þar var vel tekið á móti okkur og ég held að við- horf Íslendinga til Rússa hafi breyst eftir HM. Þeir eru vingjarnlegir, létt- ir og skemmtilegir.“ Hlakkar til undankeppni EM Arnór lék ekki með landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en hefur síðan þá fengið sénsinn. Hann lék fyrsta A landsleikinn á móti Belg- um í Þjóðadeildinni og næst í æfinga- leik gegn Katar í nóvember. „Það er fyrst og fremst heiður að vera kom- inn í A landsliðið. Ég er búinn að spila með öllum yngri landsliðinum en þetta er allt öðruvísi. Þegar maður er kominn í A landsliðið þá veit mað- ur að maður er að gera eitthvað rétt, því við erum með frábæran hóp. Ég held að allir sem fylgjast með fótbolta viti að það er hægara sagt en gert að komast þarna inn, í svona sterkan hóp með góða liðsheild. Þarna var mjög vel tekið á móti mér og auðvi- tað er markmiðið að vera í landslið- inu út ferilinn,“ segir Arnór. Stóra verkefnið sem framundan er hjá landsliðinu er undankeppni EM 2020. Fyrsti leikurinn er 22. mars gegn Andorra og þremur dögum síðar mætir Ísland heimsmeisturum Frakka. Önnur lið í riðlinum eru Al- banía, Moldóva og Tyrkland. Arnór er ekki í vafa um að Ísland geti farið upp úr riðlinum og á EM. „Íslenska landsliðið fer inn í alla leiki til að vinna þá. Liðið er gott og við ætlum okkur á EM. Ég er mjög spenntur fyrir undankeppninni og held að hún verði mjög skemmtileg,“ segir hann. Þúsund skref að stóra markmiðinu Þegar Arnór lítur til baka segir hann ýmislegt hafa breyst frá því hann var á Akranesi fyrir aðeins tveimur árum síðan. „Ég hef auðvitað þrosk- ast mikið og er orðinn miklu meiri atvinnumaður, meira að segja bara síðan frá því ég var í Svíþjóð. Mað- ur þarf að læra að hugsa gríðarlega vel um sig, því það er mikið álag að spila um hverja helgi í Rússlandi og síðan í Meistaradeildinni. Þá skipta litlu hlutirnir miklu máli; svefninn, maturinn og öll gamla klisjan. Mað- ur áttar sig á því eftir því sem mað- ur kemst lengra og lengra að maður þarf alltaf að leggja meira á sig. Mað- ur þarf alltaf að setja markið eins hátt og maður þorir, leyfa sér að dreyma, trúa að maður geti náð eins langt og maður vill og vinna markvisst að því að bæta sig, eitt skref í einu,“ segir hann. „Það eru þúsund skref að stóra markmiðinu. Þau taka tíma og verða þyngri eftir því sem þau verða fleiri. En það er hægt að taka þau öll. Mitt markmið er að verða einn af þeim bestu í heimi og spila með bestu lið- um heims. Ég er í skýjunum að hafa fengið tækifæri til að spila fyrir stór- lið eins og CSKA. Núna er ég allt- af með hugann við það hvernig við vinnum næsta leik. Ég ætla að halda áfram að spila vel og halda mér í byrj- unarlðinu. Mér líður vel í Rússlandi og nýt þess að spila fótbolta. Þegar það gengur svona vel þá er ekki ann- að hægt,“ segir Arnór Sigurðsson að endingu. kgk „Markmiðið að verða einn af þeim bestu í heimi“ - segir Arnór Sigurðsson knattspyrnumaður frá Akranesi Arnór Sigurðsson knattspyrnumaður. Ljósm. kgk. Arnór sló í gegn með ÍA sumarið 2016, þá aðeins 17 ára gamall. Hér er hann í leik gegn Breiðabliki í bikarnum. Ljósm. KFÍA. Arnór í búningi rússneska stórliðsins CSKA frá Moskvu. Ljósm. Wikimedia Commons. Nýburinn að skora í rússnesku deildinni í vetur. Liðsfélagi hans Fyodor Chalov brosir fyrir aftan. Ljósm. CSKA Moskva. Arnór fagnar marki sínu þegar CSKA Moskva sigraði Real Madrid með þremur mörkum gegn engu í Meistaradeild Evrópu í haust. „Það var ólýsanleg tilfinning að sjá hann í netinu á móti Real Madrid,“ segir Arnór.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.