Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 11
Hlíðasmára 19, 2 hæð, 201 Kópavogur
Sími: 534 9600 | Netfang: heyrn@heyrn.is
Það er ófært að
heyra illa, gríptu
til þinna ráða og
fáðu heyrnar-
tæki til reynslu
Löggiltur
heyrnar-
fræðingur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pí-
rata, hefur ákveðið að þegar þing
kemur saman 21. janúar nk. muni
hann leggja fram skýrslubeiðni til
Ríkisendurskoðanda um að gerð
verði stjórnsýsluúttekt á Íslands-
pósti ohf. Í lögum um Rísendur-
skoðanda segir m.a. að stjórnsýslu-
skoðun feli í sér mat á frammistöðu
þeirra aðila sem ríkisendurskoð-
andi hefur eftirlit með. Markmið
stjórnsýsluendurskoðunar er að
stuðla að úrbótum þar sem eink-
um er horft til meðferðar og nýt-
ingar ríkisfjár, hvort hagkvæmni
og skilvirkni sé gætt í rekstri stofn-
ana og fyrirtækja í eigu ríkisins og
hvort framlög ríkisins skili þeim
árangri sem að er stefnt. Við mat
á frammistöðu skal meðal ann-
ars líta til þess hvort starfsemi sé í
samræmi við fjárheimildir, þá lög-
gjöf sem gildir um hana og góða
og viðurkennda starfshætti. Komi
við rannsókn Ríkisendurskoðanda
fram frávik frá lögum og reglum
skal hann gera tillögur að úrbót-
um, bættri stjórnsýslu, skýrari
ábyrgð og betri nýtingu ríkisfjár.
Eins og komið hefur fram veitti
ríkissjóður Íslandspósti í tvígang
neyðarlán á síðasta ári til að mæta
hallrekstri opinbera hlutafélags-
ins. Síðast í desember fékk fyrir-
tækið þannig 1,5 milljarð króna í
neyðarlán. Forstjóri Íslandspósts
er Ingimundur Sigurpálsson en
stjórn er pólitískt skipuð. Núver-
andi formaður stjórnar er Bjarni
Jónsson varaþingmaður VG og
fiskifræðingur á Sauðárkróki.
mm
Hyggst fara fram á stjórnsýslu-
úttekt á Íslandspósti
Fjöldi nýrra pósthúsa var opnaður víða um land á síðasta áratug. Hér er mynd úr
safni frá opnun útibús í Borgarnesi 2011.
Á undanförnum árum hefur held-
ur dregið úr þátttöku kvenna hér
á landi í skimun fyrir krabbamein-
um og er hún minni en á hinum
Norðurlöndunum. „Miklu skiptir
að snúa þeirri þróun við. Krabba-
meinsfélagið hefur ákveðið að ráð-
ast í tilraunaverkefni til að kanna
hvort kostnaður við skimunina hafi
áhrif á þátttöku kvenna. Félagið
telur mikilvægt að skimun verði
gjaldfrjáls og hefur lagt það til við
stjórnvöld, ekki síst til að tryggja
jafnt aðgengi að skimun. Tilrauna-
verkefnið nær til kvenna sem verða
23 ára og 40 ára á árinu og munu
þær fá ókeypis fyrstu skimun fyrir
krabbameini í leghálsi og brjósta-
krabbameini á vegum Leitarstöðv-
arinnar árið 2019. Tilraunin er
fjármögnuð af Krabbameinsfé-
laginu,“ segir í tilkynningu frá fé-
laginu.
„Það er mat okkar að kostnað-
ur kvenna geti haft áhrif á þátt-
töku þeirra í skimuninni og þess
vegna ákvað félagið að ráðast í til-
raunina með það að markmiði að
kanna hvort ókeypis skimun muni
auka þátttöku kvenna,“ segir Halla
Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Íslands. Þar
sem um tilraunaverkefni er að
ræða nær það einungis til kvenna
sem fæddar eru árið 1996 og mæta
í fyrsta sinn í leghálsskimun árið
2019 og til kvenna sem fæddar eru
árið 1979 og mæta í fyrstu skimun
fyrir brjóstakrabbameini á þessu
ári á Leitarstöð Krabbameins-
félagsins í Skógarhlíð 8 í Reykja-
vík eða á heilsugæslustöðvum í
samstarfi við Leitarstöðina. Konur
sem fæddar eru árin 1996 og 1979
munu í upphafi árs fá kynningar-
bréf frá Leitarstöðinni um reglu-
bundna skimun fyrir krabbameini í
leghálsi og brjóstum, en árið 2019
stendur þessum árgöngum í fyrsta
sinn til boða að mæta í skimun.
mm
Krabbameinsfélagið býður tveimur
árgöngum ókeypis skimun
www.skessuhorn.is