Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Prumpskattur á íslenskt kjöt! Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG birti í síðustu viku færslu á Facebo- ok síðu sinni þar sem hann vakti athygli á því sem honum finnst; „áhuga- verð hugmynd frá þingmanni breskra Græningja“. Þingmaðurinn bendir á að hér á landi sé tóbak skattlagt sérstaklega, m.a. vegna þess samfélags- kostnaðar sem reykingar valda. Einnig sé kolefnisgjald lagt á jarðaefnaelds- neyti til að draga úr notkun mengandi bifreiða. Þingmaðurinn færir í tal hugmynd breska stallbróður síns og segir: „Kannski er sérstakur kjötskatt- ur rökrétt næsta skref, bæði til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsu- far en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum af manna- völdum. Tekjurnar væri t.d. hægt að nota til að hjálpa bændum að verða kolefnishlutlausir, styðja bændur í að taka upp framleiðslu á grænmeti og fræða almenning um breytta neysluhætti. Eitthvað til að melta í Veganú- ar,“ skrifaði Andrés Ingi. Tilvitnun lýkur, ég lofa! En færslan vakti mikla athygli fjölmiðlafólks. Fréttamiðlar í kallfæri við Austurvöll voru ekki lengi að bregðast við færslu þingmannsins enda er veganismi helsta áhugamál sumra fréttastof- ana nú um stundir. Ég hef allavega misst töluna á fréttum Ríkisfréttastof- unnar frá því á aðventunni þar sem fjallað er um grænmetisrétti, meintan skort á þeim, sagt frá kjötlíki og öðru sem fólk getur nálgast í verslunum til að geta sniðgengið kjöt. Minni athygli fékk viðtal sem birt var við konu á einhverjum vefmiðlinum sem leið bókstaflega illa í öllum líkamanum eftir að hafa prófað að vera grænmetisæta um tíma. Ég get ekki talað fyrir aðra, en fyrir mér væri lífið lítils virði ef ekki fengi ég góða kjötmáltíð, helst fjórum eða fimm sinnum í viku að lágmarki. Fisk- ur er líka góður, sérstaklega ef maður er í aðhaldi. Til að bragðbæta bæði mat og bakstur þarf svo ætíð að vera egg, mikið af smjöri og annað meðlæti sem gerir mat að mat. Semsagt öll sú vara sem er tabú í Veganúar, ljótasta nýyrði ársins. Nú er það staðreynd að allt þar til innfluttar neysluvenjur ruddu sér til rúms hér á landi fyrir nokkrum árum, samhliða dýrkun okkar á því sem út- lenskt er, urðum við Íslendingar allra þjóða elstir. Ég hef staðfestar heim- ildir fyrir því að það hafi ekki verið vegna þess að landsmenn voru græn- metisætur. Þvert á móti, þeir átu kynstrin öll af súrmeti, söltu og reyktu, sygnum og kasúldnum mat. Þessum forboðna mat í hugum margra, sér- staklega þeirra sem telja að grænmetið sé best á diskinn. Ég er hinsvegar einn af þeim sem finnst miklu skynsamlegra að láta allt þetta græna fara í gegnum meltingarveg skepnunnar og éta hana síðan. Já, ég er gamaldags og sætti mig við það. Getur annars einhver frætt mig um; af hverju Íslend- ingar eru hættir að verða manna og kvenna elstir? Ég verð að segja eins og mér finnst, að þessi tillaga Andrésar Inga um prumpskatt á íslenskar kýr og kindur, er einhver mesta bágbylgja sem ég hef séð og heyrt um lengi. Þvert á móti finnst mér að þingmaðurinn og aðrir ættu að hampa því að hér á landi er framleitt eitthvert sjúkdóma- lausasta kjöt í heimi, án notkunar óæskilegra sýklalyfja sem víða erlendis eru farin að hafa banvæn áhrif á heilsufar fólks. Við eigum að verja það með kjafti og klóm að hafa áfram aðgengi að gæðamat og alls ekki hlusta á kröfur stórkaupmanna sem vilja flytja inn kjöt erlendis frá, sama hvað, bara af því þeir telja sig geta grætt meira á því. Við eigum að vera stolt af matarmenningu okkar því hún, þótt hún sé vissulega ólík því sem margur útlendingur þekkir, þá er þessi sama matarmenning einmitt hluti af því að við erum hér og verðum. Því gef ég ekki mikið fyrir tillögu þingmannsins um prumpskatt á íslenskt kjöt. Magnús Magnússon Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað á Akranesi um liðna helgi. Alls tóku tólf sveit- ir þátt. Segja má að heimamenn á Vesturlandi hafa sýnt fádæma gest- risni því af fimm efstu sveitum á mótinu var einungis ein skipuð þeim. Úrslit urðu þau að gestasveit- in Vestri bar sigur úr býtum með 161,34 stig. Sveitina skipuðu þeir Páll Valdimarsson, Eiríkur Jóns- son, Jón Alfreðsson og Guðbrand- ur Sigurbergsson. Í öðru sæti með 153,36 stig varð heimasveit Guð- mundar Ólafssonar, en auk hans skipuðu sveitina þeir Hallgrím- ur Rögnvaldsson, Karl Alfreðsson og Tryggvi Bjarnason. Í þriðja sæti varð gestasveitin Vesturhlíð en hana skipuðu Stefán Garðarsson, Eðvarð Hallgrímsson, Júlíus Snorrason og Eiður Már Júlíusson. Á mótinu var keppt um þátttöku- rétt á Bridgehátíð Íslands. Full- trúar Vesturlands þar verða þrjár sveitir sem skipaðar eru spilurum úr landshlutanum. Í fyrsta lagi sveit Guðmundar Ólafssonar sem varð í öðru sæti á mótinu auk Ginfaxa, en sveitina skipa Jón Smári Pét- ursson, Kristján Pétursson, Hlöð- ver Tómasson og Þórarinn Ólafs- son. Þá spilar einnig á Bridgehátíð Sáttasveitin, en hana skipa Sveinn Hallgrímsson, Flemming Jessen, Sigurður Már Einarsson og Stefán Kalmansson. Af heimamönnum áttu bestan ár- angur í Bötler útreikningi para þeir Guðmundur Ólafsson og Hall- grímur Rögnvaldsson og annan besta árangur Karl Alfreðsson og Tryggvi Bjarnason. mm Sveit Vestra sigraði á Vesturlandsmótinu í bridds Eftstu sveitir á Vesturlandsmótinu í sveitakeppni. Eftir fimmtíu ára samfelldan versl- unarrekstur hafa eigendur versl- unarinnar Blómsturvalla á Hellis- sandi ákveðið að hætta rekstri. Frá þessu er greint í tilkynningu á Fa- cebook-síðu verslunarinnar. Hálfr- ar aldar afmæli verslunarinnar var fagnað í september síðastliðnum, en þá voru 50 ár liðin síðan hjónin Íris Tryggvadóttir og Óttar Svein- björnsson opnuðu verslun í bíl- skúrnum að heimili sínu. Versl- unin var flutt að gömlu Blómstur- völlum árið 1978 og það nafn hef- ur hún borið til dagsins í dag. Nú- verandi húsnæði verslunarinnar var byggt árið 1986, en það hef- ur verið stækkað tvívegis síðan þá. „Verslunin hefur verið rekin með ýmsu móti sl. 50 ár og ýmislegt ver- ið á boðstólum, allt eftir eftirspurn hverju sinni. Þessi tími hefur ver- ið ánægjulegur og gefandi. Að taka svona stóra ákvörðun er mjög erf- itt og sporin þung en kaupmynstur neytenda hefur breyst mikið á und- anförnum árum og ákvörðunin því óumflýjanleg,“ segja Íris, Óttar og Júníana Björg dóttir þeirra á síðu verslunarinnar, þar sem þau þakka jafnframt viðskiptavinum fyrir við- skiptin og ekki síður vinskapinn í áranna rás. kgk Rekstri Blómsturvalla hætt Frá 50 ára afmæli verslunarinnar í haust. F.v. Íris Tryggvadóttir, Óttar Sveinbjörns- son, Júnína Björg Óttarsdóttir, Kristín Arnfjörð og Súsanna Hilmarsdóttir. Ljósm. úr safni/ af. Skömmu fyrir jól voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í endurbygg- ingu og malbikun á 3,7 kílómetra vegarkafla í norðanverðum Skorra- dal, vegi 508 frá Vatnsendahlíð að Dagverðarnesi. Vegur þessi hef- ur verið afar slæmur í mörg ár, en um hann er töluverð umferð sum- arhúsafólks auk timburflutninga vegna grisjunar skóga. Áætlað er að verkið hefjist á þessu ári en ljúki eigi síðar en 1. september 2020. Fjögur tilboð bárust í verkið. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar hljóðaði upp á 155,9 milljónir króna. Þrjú tilboðanna voru und- ir þeirri áætlun, en eitt tilboð, frá Íslandsgámum ehf. á Akranesi, var 85% yfir henni. Lægsta tilboð átti Þróttur ehf. á Akranesi; 127,6 millj- ónir króna sem er 81,8% af kostn- aðaráætlun. Borgarverk bauð 133,9 milljónir og Þjótandi ehf. á Hellu bauð 144,5 milljónir. mm Þróttur átti lægsta tilboð í vegagerð í Skorradal Vegurinn um norðanverðan Skorradal hefur oft á liðnum árum verið slæmur og jafnvel illfær. Þessi mynd var tekin eftir rigningar haustið 2015. Ljósm. úr safni: Valdimar Reynisson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.