Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 23 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Kjöri á Íþróttamanni Ungmenna- sambands Borgarfjarðar 2018 var lýst á sunnudaginn í Hjálmakletti í Borgarnesi. Íþróttamaður ársins 2018 er körfuknattleiksmaðurinn Bjarni Guðmann Jónsson. Bjarni er einn af lykilmönnum í meist- araflokki Skallagríms og átti hann stóran þátt í að vinna liðinu sæti í úrvalsdeild síðastliðið vor. Hann var einnig valinn til að leika með U20 ára landsliði Íslands árið 2018 en liðið spilaði í A deild Evrópu- móts í Þýskalandi. Í öðru sæti í val- inu á Íþróttamanni Borgarfjarð- ar var Bjarki Pétursson fyrir golf. Í þriðja sæti var Sigrún Ámunda- dóttir körfuknattleikskona. Í fjórða sæti var Brynjar Snær Páls- son knattspyrnumaður og í fimmta sæti var Helgi Guðjónsson knatt- spyrnumaður. Aðrir sem voru tilefndir: Alexandrea Rán Guðnýjardóttir fyrir kraftlyftingar Anton Elí Einarsson fyrir golf Björg H Kristófersdóttir fyrir sund Davíð Guðmundsson fyrir körfu- knattleik Guðmunda Ólöf Jónasdóttir fyr- ir sund Randi Holaker fyrir hestaíþróttir Sigursteinn Ásgeirsson fyrir frjáls- ar íþróttir. Davíð Guðmundsson íþróttamaður UMF Íslendings Aðildarfélög UMSB veittu einnig viðurkenningar fyrir góð- an árangur sinna iðkennda. Ung- mennafélagið Íslendingur veitti viðurkenningar fyrir sund, frjálsar íþróttir og bestu ástundun í knatt- spyrnu. Sveinn Svavar Hallgríms- son hlaut viðurkenningar fyrir sund 12 ára og yngri og fyrir frjáls- ar íþróttir 14 ára og yngri auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir hæsta stig á innanhéraðsmóti UMSB í frjálsum. Steinunn Lára Skúladótt- ir hlaut einnig viðurkenningu fyr- ir sund og Heiðar Smári Ísgeirsson hlaut verðlaun fyrir bestu ástundun í knattspyrnu. Þá var tilkynnt um val á íþróttamanni Umf. Íslend- ings árið 2018 og varð Davíð Guð- mundsson körfuknattleiksmaður fyrir valinu. Bjartmar Þór Unnars- son skaraði fram úr Ungmennafélag Reykdæla veitti verðlaun fyrir mestar framfarir í sundi og körfuknattleik. Fyrir sund 11 ára og yngri hlaut Sædís Mist Suarez verðlaun og fyrir sund 12 ára og eldri hlaut Alexander Ern- ir Dagsson verðlaun. Fyrir körfu- knattleik 11 ára og yngri hlaut Ólöf Sesselja Kristófersdóttir verðlaun og fyrir körfuknattleiks 12 ára og eldri hlaut Skírnir Ingi Hermanns- son verðlaun. Þá veitti Umf. Reyk- dælir þremur einstaklingum sem skarað hafa fram úr á sínu sviði í hópi 16 ára og yngri verðlaun. Í þriðja sæti ver Heiður Karlsdóttir, öðru sæti Lísbet Inga Kristófers- dóttir og í fyrsta sæti var Bjartmar Þór Unnarsson körfuknattleiks- maður. Sigursteinn frjáls- íþróttamaður Borgarfjarðar Íþróttamaður ársins hjá Ung- mennafélagi Stafholtstungna var Sigursteinn Ásgeirsson en hann er einn efnilegasti kastari landsins. Sigursteinn hlaut einnig verðlaun fyrir bestan árangur innan félags- ins. Frjálsíþróttafélag Borgarfjarð- ar veitti þeim Þórunni Tinnu og Ólafi Auðuni viðurkenningu fyrir góða ástundun auk þess sem Guð- rún Karítas fékk verðlaun fyrir besta afrekið á árinu. Frjálsíþrótta- maður Borgarfjarðar árið 2018 var Sigursteinn Ásgeirsson. Hesta- mannafélagið Borgfirðingur veitti Þorgeiri Ólafssyni viðurkenningu fyrir góðan árangur en hann varð í sumar Íslandsmeistari í 100 metra skeiði í ungmennaflokki. Viðurkenning úr minn- ingarsjóði Auðuns Viðurkenning úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarsson- ar var veitt í 24. sinn og var það Elinóra Ýr Kristjánsdóttir knatt- spyrnustúlka sem hlaut viðurkenn- inguna að þessu sinni. Þá var einn- ig afhentur maraþonbikar þeim hlaupara sem hljóp maraþon á besta tíma síðasta árs. Var það Jósef Magnússon sem hljóp haustamara- þon á tímanum 3:20:22 sem er besti tími einstaklings sem búsettur er í Borgarfirði. Jólin kvödd Að athöfn lokinni safnaðist mann- skapurinn fyrir framan Hjálmaklett þar sem gengin var kyndilganga að Englendingavík. Þar var gestum boðið upp á tónlist, heitt kakó og smákökur áður en jólin voru kvödd með glæsilegri flugeldasýningu í boði Borgarbyggðar, Björgunar- sveitarinnar Brákar og Björgunar- sveitarinnar Heiðars. arg Bjarni Guðmann er íþróttamaður UMSB árið 2018 Allir þeir sem hlutu tilnefningu í vali á Íþróttamanni UMSB 2018. Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, er Íþróttamað- ur Akraness 2018, þriðja árið í röð. Kjörinu var lýst að kvöldi þrettándans, að lokinni brennu og flugeldasýningu að Jaðarsbökkum. Árið 2018 var gott ár hjá Valdísi. Hún lék í tólf mótum á Evrópumótaröð kvenna, lauk keppni í 38. sæti stigalista mótaraðarinn- ar og heldur keppnisrétti sínum þar. Hún tók þátt í Opna breska meistara- mótinu, sem var hennar annað risa- mót á ferlinum. Hún varð Evrópu- meistari með landsliði Íslands í golfi, valin kvenkylfingur ársins af Samtök- um íþróttafréttamanna og landsliðið í golfi var valið lið ársins. Hestaíþróttamaðurinn Jakob Svav- ar Sigurðsson varð annar í kjörinu á Íþróttamanni Akraness og skot- íþróttamaðurinn Stefán Gísli Örlygs- son þriðji. Kjörið á Íþróttamanni Akraness fer þannig fram að hvert íþróttafélag innan vébanda ÍA tilnefnir sína full- trúa. Þeir sem hlutu tilnefningu að þessu sinni eru, í stafrófsröð: Andri Júlíusson, knattspyrnumaður Kára Arnar Már Guðjónsson, knattspyrnu- maður ársins Brynhildur Traustasdóttir, sundmað- ur ársins Brynjar Már Ellertsson, badminton- maður ársins Brimrún Eir Óðinsdóttir, klifrari árs- ins Harpa Rós Bjarkadóttir, fimleika- maður ársins Jakob Svavar Sigurðsson, hestaí- þróttamaður ársins Jóhann Pétur Hilmarsson, vélhjóla- íþróttamaður ársins Jóhanna Nína Karlsdóttir, Íþrótta- maður Þjóts Magnús Sigurjón Guðmundsson, keilumaður ársins Ólafur Ían Brynjarsson, karatemað- ur ársins Sindri Leví Ingason, körfuknattleiks- maður ársins Stefán Gísli Örlygsson, skotmaður ársins Svavar Örn Sigurðsson, kraftlyftinga- maður ársins Unnur Ýr Haraldsdóttir, knatt- spyrnukona ársins Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur árs- ins Valdís orðin sigursælust Valdís Þóra hefur alls sjö sinnum ver- ið kjörin Íþróttamaður Akraness, oft- ast allra sem hafa verið sæmdir þess- um titli frá því fyrst var kjörið árið 1965. Næstar á eftir henni koma sundkonurnar Ragnheiður Runólfs- dóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdótt- ir sem báðar voru sex sinnum efstar í kjörinu. Alls hefur Íþróttamaður Akraness verið valinn 44 sinnum. Fyrst var kos- ið árið 1965, næst 1972 og síðan ár- lega frá 1977. Konur hafa 22 sinnum verið efstar í kjörinu og karlar sömu- leiðis 22 sinnum. Sundfélagið er sig- ursælast aðildarfélaga ÍA með 21 titil, Golfklúbburinn Leynir kemur þar á eftir með 11 titla og fulltrúar knatt- spyrnufélagsins hafa tíu sinnum fagn- að sigri. Styrkir vegna Íslands- og bikarmeistara Akraneskaupstaður veitti sérstakan styrk og viðurkenningu þeim aðild- arfélögum ÍA sem eignuðust Íslands- og/eða bikarmeistara í efstu deild- um á árinu 2018. Það var Bára Daða- dóttir, formaður skóla- og frístunda- ráðs Akraneskaupstaðar, sem afhenti styrkina. Trausti Gylfason, formað- ur Sundfélags Akraness, Einar Örn Guðnason, formaður Kraftlyftinga- félags Akraness, Guðmundur Clax- ton, formaður fimleikafélags Akra- ness, Guðrún Hjaltalín, formaður Skotfélag Akraness og Ása Hólmars- dóttir, formaður Hestamannafélags- ins Dreyra, veittu styrkjunum viðtöku fyrir hönd sinna félaga. kgk Valdís Þóra er Íþróttamaður Akraness í sjöunda sinn Valdís Þóra gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er við keppni erlendis. Pálína Alfreðsdóttir, móðir hennar, tók við Friðþjófsbikarnum fyrir hönd dóttur sinnar. Fulltrúar efstu þriggja í kjörin á Íþróttamanni Akraness 2018 ásamt Marellu Steins- dóttur, formanni ÍA og Herði Helgasyni stjórnarmanni ÍA. F.v. Marella Steinsdóttir, formaður ÍA, Sigurður Guðni Sigurðsson sem tók við viðurkenningu fyrir hönd sonar síns Jakobs Svavars Sigurðssonar, Pálína Alfreðsdóttir sem tók við verðlaununum fyrir hönd dóttur sinnar Valdísar Þóru Jónsdóttur, Stefán Gísli Örlygsson, skotmaður ársins og Hörður Helgason, stjórnarmaður ÍA. Sérstakar viðurkenningar voru veittar og styrkur frá Akraneskaupstað til þeirra félaga sem eignuðust Íslands- og bikarmeistara í efstu deild á árinu. Formenn félaganna voru kallaðir upp á svið að taka við viðurkenningunni. F.v. Trausti Gylfason, formaður Sundfélags Akraness, Einar Örn Guðnason, formaður Kraftlyftingafélags Akraness, Guðmundur Claxton, formaður Fimleikafélags Akraness, Guðrún Hjaltalín, formaður Skotfélags Akraness og Ása Hólmarsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Dreyra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.