Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2019 5 Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar. Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu eru um 600.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu. Sumarstarfsmenn í framleiðslu- og iðnstörfum fara á námskeið vegna vinnuvélaréttinda. Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og hjá Guðrúnu Hjaltalín Guðjónsdóttur í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Menntunar- og hæfnikröfur: Spennandi sumarstörf 18 ára lágmarksaldur Dugnaður og sjálfstæði Bílpróf er skilyrði Mikil öryggisvitund og árvekni Heiðarleiki og stundvísi Góð samskiptahæfni Hótel í landi Skerðingsstaða, Grundarfjarðarbæ Verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 18. október 2018 að kynna verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags á reit í landi Skerðingsstaða. Bæjarstjórn hafði áður veitt landeig- endum heimild til að vinna að gerð deiliskipulags, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga. Áform deiliskipulagsins felast í að fyrirhugað er að reisa hótel, með allt að 100 herbergjum auk fimm stakstæðra gistihúsa. Skipulagssvæðið er undir Skerðingsstaðafjalli, á tanga sem gengur út í Lárvaðal. Athygli er vakin á því að deiliskipulagstillaga samkvæmt þessari lýsingu mun byggja á samsvarandi stefnu í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sem kynnt hefur verið á vinnslustigi. Gert er ráð fyrir að báðar tillögur verði auglýstar samtímis fyrri hluta árs 2019. Verkefnislýsinguna má nálgast á vef sveitarfélagsins, www.grundarfjordur.is. Óskað er eftir því að athugasemdum verði komið á framfæri á netfangið bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi miðvikudag 30. janúar 2019. Ábendingum má einnig skila skriflega til skipulags- og umhverfis- nefndar, b.t. skipulagsfulltrúa, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði. Kynning verkefnislýsingarinnar er í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Grundarfjarðarbær Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 9 Fyrir fund í umhverfis-, skipu- lags- og landbúnaðarnefnd Borg- arbyggðar síðastliðinn föstudag var lögð fram beiðni frá Cymene Howe og Dominic Boyer fyrir hönd Cen- ter for Energy and Environmen- tal Research in the Human Scien- ces (CENHS). Erindið snerist um beiðni um að fá að setja upp minn- isvarða um jökulinn Ok, sem talinn er vera fyrsta jökullinn á Íslandi sem hefur orðið loftslagsbreytingum að bráð. Nefndin tók jákvætt í erindið, með fyrirvara um leyfi landeigenda. Okjökull var lengst af einn minnsti jökull landsins, en dyngjan Ok er upp af Borgafjarðardölum í um 1200 metra hæð yfir sjó. Sum- arið 2007 urðu menn fyrst varir við stöðuvatn í gíg dyngjunnar undir jöklinum. Fjórum árum síðar töldu sérfræðingar svo komið að Okið gæti vart talist til jökla lengur. Odd- ur Sigurðsson jöklafræðingur sagði þá í samtali við fjölmiðla að flatar- mál sjálfs jökulsins væri um 0,7 fer- kílómetrar og hafi hann hopað hratt síðustu öldina. Til samanburðar nefndi Oddur að flatarmál Oksins árið 1890 hafi verið 16 ferkílómetr- ar, eða 22. sinnum meira en það var orðið árið 2011. Þegar jökull- inn er að verða þetta lítill að flatar- máli missir hann þá eiginleika sem einkenna jökla sem t.d. er að skríða fram undan eigin þunga og mynda sprungur með tilheyrandi vatns- gangi í leysingum. Oddur og aðrir jöklafræðingar töldu þá að komið væri að því að skrifa formlegt dán- arvottorðs Oksins sem jökuls. mm Fyrsti jökullinn sem verður loftlagsbreytingum að bráð Horft upp í hlíðar Oksins úr Reykholtsdal. Búrfell neðar til vinstri og til hægri eru Steindórsstaðir og Rauðsgil. Sumarið 2007 uppgötvaði Hilmar J. Malmquist stöðuvatn sem myndast hafði í dyngju jökulsins. Ljósm. úr safni: hm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.