Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 20196 Barn féll milli hæða VESTURLAND: Sex ára gamalt barn féll á milli hæða í umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi um hátíðirnar. Fallið var um tveir metrar og hlaut barnið áverka á baki og höfði. Barnið slapp engu að síður vel frá óhappinu, að sögn lögreglu. Sjúkraflutningamenn sem kall- aðir voru á vettvang skoðuðu barnið gaumgæfilega og lækn- ir mat áverka barnsins ekki al- varlega og taldi því ekki efni til frekari skoðunar. -kgk Hestur sparkaði í konu BORGARB: Kona hlaut skurð á höfði síðastliðinn sunnudag þegar hestur sparkaði í hana. Tildrög slyssins voru þau að konan var að skoða hóf á aftur- fæti hrossins. Þegar hún kraup niður á hnén sparkaði hestur- inn hana svo hún skarst á enni og hlaut áverka á hönd. Konan fékk aðhlynningu á heilsugæsl- unni í Borgarnesi. -kgk Sprengdu rúðu AKRANES: Kallað var eftir aðstoð Lögreglunnar á Vestur- landi að kvöldi síðasta laugar- dags eftir að sást til tveggja ung- lingspilta líma flugelda á rúðu í húsi á Akranesi. Drengirn- ir báru eld að kveikiþræðinum með þeim afleiðingum að rúð- an brotnaði þegar flugeldarnir sprungu. Piltarnir fundust eftir eftirgrennslan lögreglu og telst málið upplýst. Munu forráða- menn þeirra þurfa að standa straum af kostnaði vegna rúðu- brotsins. -kgk Þungur dómur vegna brottkasts LANDIÐ: Fiskistofa hefur kært Útgerðarfélag Reykjavík- ur, útgerð Kleifabergs RE, fyr- ir meint brottkast frá skipinu. Beitir stofnunin ítrustu sekt og er skipinu gert að halda sig frá veiðum í tólf vikur frá 4. febrú- ar nk. Aldrei hefur svo þungri refsingu verið beitt áður fyr- ir meint brottkast. Kleifaberg- ið er eitt fengsælasta skip ís- lenskrar útgerðarsögu og hef- ur mörg undanfarin ár ver- ið aflahæsta skip landsins. Út- gerðarfélagið mun kæra til at- vinnuvegaráðuneytisins þessa ákvörðun Fiskistofu. Búist er við að afgreiðsla ráðuneytisins taki tíma því Fiskistofa þarf að bregðast við kærunni og Út- gerðarfélagið fær tækifæri til andsvara. Útgerðarfélagið hef- ur möguleika á því að fara fram á frestun réttaráhrifa og þannig gæti Kleifabergið haldið áfram veiðum að minnsta kosti þar til úrskurður ráðuneytisins ligg- ur fyrir. Óvissan er hins veg- ar mikil og afar bagaleg fyr- ir útgerð sem og 52 sjómenn á Kleifaberginu. -mm Íbúafundur á Reykhólum í dag REYKH.SV: Vegagerðin hefur boðað til íbúafundar á Reykhól- um í dag, miðvikudaginn 9. janú- ar kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn í matsal Reykhólaskóla. Þar ætla fulltrúar Vegagerðar- innar að upplýsa íbúa hreppsins og aðra um afstöðu stofnunar- innar til veglagningar um Gufu- dalssveit. Munu fulltrúar Vega- gerðarinnar kynna vinnu sína og sjónarmið varðandi málið og ástæður fyrir niðurstöðu stofn- unarinnar á vali á veglínu milli Bjarkalundar og Skálaness. -kgk Þurfa að kaupa land undir reiðhöll AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar skömmu fyr- ir jól var samþykkt að fela bæj- arstjóra að ganga til samninga við skiptastjóra þrotabús Smell- inn hf. um kaup á þriggja hekt- ara landi í eigu lögaðilans sem úrskurðaður var gjaldþrota 3. september 2010. Um er að ræða land undir fyrirhugaða reiðhöll Hestamannafélagsins Dreyra á svæðinu. Þegar samningsdrög úr þeim viðræðum liggja fyrir verð- ur málið að nýju tekið til form- legrar afgreiðslu í bæjarráði. Eins og fram kom í fréttum Skessu- horns 1. maí í fyrra samþykktu bæjarstjórn Akraneskaupstað- ar og sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar að standa saman að bygg- ingu reiðhallar á Æðarodda í samstarfi við Hestamannafélag- ið Dreyra. Akraneskaupstaður verður formlegur eigandi húss- ins. Tafist hefur að hefja fram- kvæmdir sökum þess að umrætt land er í höndum skiptastjóra þrotabús Smellinn hf. -mm Ferðablaðamenn breska tímaritsins Guardian fara fögrum orðum um Akranesvita í nýrri grein, „The best travel discoveries of 2018: chosen by Guardian writers“. Þar telja þeir Akranesvita meðal tólf bestu upp- götvana í ferðamennsku árið 2018. Blaðamaðurinn Robert Hull seg- ir frá heimsókn sinni á Akranes. Á meðan félagi hans einbeitti sér að myndatökum með Akrafjall og Esj- una í baksýn, þá gekk hann í átt að Akranesvita og gaf sig á tal við Hilmar Sigvaldason vitavörð. Ro- bert segir frá því að vitinn, sem reistur var árið 1944, hafi geng- ið í endurnýjun lífdaga sem menn- ingarhús. „Hljómburðurinn inni í vitanum er undraverður og hljóm- urinn svo eftirminnilegur að þar eru haldnir persónulegir og nota- legir tónleikar, auk þess sem vit- inn er notaður sem sýningarstaður. Landslagið á Skaganum er ótrúlegt og Akranes er aðeins í um klukku- stundar akstursfjarlægð frá Reykja- vík, ef farið er um hin áhrifamiklu Hvalfjarðargöng,“ skrifar Robert í Guardian. kgk Akranesviti ein besta ferðauppgötvun ársins Ferðamenn við Akranesvita síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ glh. Spurningakeppni framhaldsskól- anna; Gettu betur hófst á mánu- daginn á Rás 2. Spurningahöfund- ar og dómarar í Gettu betur eru að þessu sinni Ingileif Friðriksdótt- ir og Vilhelm Anton Jónsson auk Sævars Helga Bragasonar sem er þeim til aðstoðar. Spyrill er Krist- jana Arnarsdóttir íþróttafréttamað- ur. Umsjón með Gettu betur hef- ur Elín Sveinsdóttir. Keppnin hvert kvöld er í beinni útsendingu á Rás 2 og hefst kl.19.25. Í fyrstu viðureignum vetrar- ins áttust við Framhaldsskólinn á Laugum og Verkmenntaskóli Aust- urlands. VA sigraði með 19 stigum gegn 16. Í viðureign Menntaskól- ans á Egilsstöðum og Fjölbrauta- skóla Suðurlands sigraði lið FS sömuleiðis með 19 stigum gegn 16 stigum ME. Í viðureign Kvenna- skólans og Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu fór þannig að Kvennó sigraði með 18 stigum gegn 12. Menntaskólans á Ísafirði lagði lið Menntaskólinn við Sund örugglega 24-9. Loks áttust við lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyj- um og Borgarholtsskóla. Sá síðar- nefndi sigraði með 24 stigum gegn 9. Í gærkvöldið hélt fyrri umferð áfram á Rás 2 (eftir að Skessu- horn fór í prentun). Þá áttust við lið Flensborgar og Menntaskól- ans í Kópavogi, Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Framhaldsskólans á Húsavík, Menntaskólans í Reykja- vík og Tækniskólans, Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og Menntaskól- ans á Tröllaskaga og liðs Mennta- skólans við Hamrahlíð og Fram- haldsskólans í Mosfellsbæ. Í kvöld, miðvikudaginn 9. janú- ar, keppa m.a. tveir framhaldsskól- ar af Vesturlandi. Í fyrstu umferð eigast við Verzlunarskóli Íslands og Verkmenntaskólinn á Akureyri, en í annari umferð kvöldins mæt- ast lið Menntaskóla Borgarfjarð- ar og Fjölbrautaskólans í Ármúla. Í þriðju umferð keppa Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti og Mennta- skólinn á Laugarvatni og í fjórðu umferð kvöldsins og þeirri síðustu Menntaskólinn á Akureyri og Fjöl- brautaskóli Vesturlands á Akranesi. Önnur umferð keppninnar fer svo fram dagana 14.og 15. janúar nk. mm Gettu betur hafið á RUV

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.