Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 201918 Vísnahorn Gleðilegt ár lesend- ur mínir. Ætli að það sé ekki við hæfi að rifja upp gamla áramótahugleið- ingu Jakobs á Varmalæk sem getur víst átt við marga enda hef ég séð þessa vísu óþarflega oft rangfeðraða: Oft man ég helst er heilsar árið nýja og horfi ég bæði fram og ögn til baka svo marga synd er mér láðist að drýgja og marga sem ég þyrfti að endurtaka. Fátt var meira í umræðunni dagana fyrir jól- in en umræður nokkurra þingmanna er sátu í þingmannaathvarfi á bar sem af einstakri til- viljun var staddur í nágrenni þeirra. Margir ortu um þessar umræður en hér verður látið duga innlegg Sigurðar Hansen: Misjafnt þroskast mannsins sál og mun ei framhjá litið að oft má greina öls við skál innrætið og vitið. Margir sem ekki eru úr hófi kirkjusæknir eru óöruggir hvenær skuli standa upp und- ir Guðsþjónustunni og að sjálfsögðu gera þá eins og hinir og hver ætti svosem að vita betur en meðhjálparinn? Meðhjálpari í Hrepphóla- kirkju var slæmur í mjöðm og átti erfitt með að sitja lengi hreyfingarlaus þannig að hann rak nauð til að rísa á fætur öðru hvoru og liðka sig. Í hvert skipti hélt söfnuðurinn að svo bæri að gera samkvæmt kirkjusiðum og fylgdi hans góða fordæmi. Þá orti Jóhannes Sigmundsson: Í Hólakirkju er hollur siður, hoppar allur skarinn. Upp og niður, upp og niður, eins og meðhjálparinn. Um jólaleytið er einnig annatími hjá hrút- um landsins og mega þeir sannarlega standa í ströngu við að framleiða lambakjöt ofan í þjóðina. Að vísu mætti þjóðin ef til vill standa sig betur í átinu en við skulum nú ekkert vera að velta okkur upp úr því í augnablikinu. Þor- bergur Þorsteinsson frá Sauðá, hálfbróðir Indriða G., var um tíma með smábúskap á Sauðárkróki og einn morgun um fengitímann ávarpaði hann kynbótahrút sinn með þessum orðum: Lof sé þér hrútur sem lembir mínar ær. Leitt er þó að vita hve þú daufur varst í gær. Það var kannske heldur mikið tuttugu og tvær. Taktu þessu rólega - þér var djöfuls nær. Svo alls jafnræðis sé gætt þá er hlutskipti kvenkynsins ekkert endilega eftirsóknarverð- ara hjá sauðkindinni frekar en mannskepn- unni enda kvað Magnús vinur minn Halldórs- son um eina bestu ána sína: Hún gerði á granirnar stút og geiflaði munnvikin út. Í raunum oft mædd, þessi rolla var sædd. En vildi þó heldur fá hrút. Sumum finnst það óskaplega merkilegt ef menn geta gert rétt kveðna vísu en það er þó í raun ekki nema handverk. Raða orðum sam- an eftir ákveðnu kerfi. Hitt er mikilvægara að gera góða vísu sem er þá líka rétt gerð og eft- irminnileg að efni til, að ekki sé nú talað um ef næst óvanalegt sjónarhorn á hlutina. Þorbjörn Bjarnarson Þorskabítur kvað á sinni tíð: Að smíða úr efni svo í stuðlum standi ei stór er list þó margur dáist að en smíða efni er öllu meiri vandi og engir nema skáldin geta það. Til er bragarháttur sem nefndur er Slitrur og felst í því að orð er slitið í tvennt eða þrennt og endurraðað til að fá rétt rím og stuðlasetn- ingu. Einna þekktastur fyrir þá ljóðagerð var Stefán Jónsson fréttamaður en margir fleiri hafa lagt þar gjörva hönd að. Eftirfarandi sýn- ishorn af þeim kveðskap er að einum fjórða eftir Aðalgeir Arason en að þremur fjórðu hugverk Helga Ingólfssonar. Ort eftir að Theresa May lagði út í tvísýnan kosningaslag en hafði ekki erindi sem erfiði: -rihluta sinn missti mei- -mdi um að ráða drei- -gjanleika ei sýndi svei- -silegt reyndist tapið gey-. Það má kannske segja að líkur angi vísna- gerðar sé þegar orðum er skipt milli lína með óvanalegum hætti samanber þessa: Áðan var ég inni á kont- or að hlusta á spána. Þyki manni veðrið vont er von það fari að skána. Þeir sem lifa lengi upplifa þar með ýmsar útgáfur af veðurfari sem að sjálfsögðu hafa þá einnig útlitsleg áhrif á viðkomandi. Óskar Ágústsson lýsti svo aðgerðum sínum til hár- snyrtingar og þar með áhrifum árafjöldans: Greiði ég þau gráu hár sem gista enn á skallanum, nauðga manni níðþung ár niður undan hallanum. Og til að ekki verði kynjahalli í pistlinum verður hér einnig tíunduð sjálfslýsing eftir Önnu frá Steðja frá seinni árum hennar: Gömul, lúin, gáfnatreg, gigtveik, slæm í eyra. Ennþá samt ég andann dreg. -Ekki er það nú meira. Aldraður maður sem hafði vissulega lagt sitt af mörkum til verkalýðsbaráttunnar lá banaleguna og þegar dóttir hans kom til hans tók hann hönd hennar og stundi veikum rómi síðustu lífsregluna sem hann gat gefið henni; ,,Mundu mig bara um það dóttir góð. Aldrei að treysta krata“. Jón vinur minn Snæbjörns- son eða Manni á Stað hafði víst eitthvað svip- að viðhorf: Almenningur yrði glaður, ævikjörin fáum hörð, væri enginn íhaldsmaður eða krati til á jörð. Nú veit ég svosem ekkert um stjórnmála- skoðanir þess ágæta klerks sem varpaði þess- ari spurningu að einu sóknarbarni sínu en þokkalega stæður mun hann þó hafa verið: Hvað er það sem höldar hugsa, háski þegar steðjar að? Hinn aðspurði, sárfátækur kotbóndi svar- aði: Ríkir hugsa um arð og uxa, en aumingjar um sælustað. Margar góðar vísur hafa orðið til sem tveggja manna verk og ætli þessi sé ekki með þeim þekktari þeirrar gerðar og trúlega rétt rúmlega hundrað ára um þessar mundir. Frið- rik Jónsson póstur frá Kraunastöðum í Aðal- dal var að koma inn í Húsavíkurbæ og lendir þá í mannþröng nokkurri og gekk hægt ferð hans um stund uns hann segir: Það er vandi að vara sig að verða ei strand á götu. Mágur hans Sigurjón Þorgrímsson botn- aði: Þar kom andinn yfir þig eins og hland úr fötu. Þó okkur fyndist sumarið sólarlítið og að minnsta kosti nógu blautt er ekki hægt að segja annað en haustið og fyrri hluti vetrar hafi farið heldur vel með okkur. Í nóvember 2016 sem var mjög mildur og veðrablíður kvað Helgi Ingólfsson: Móðir Jörð er mikilfengleg, milt er hér. Nú um daga næstum geng ég (nóvem-)ber. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Það var kannske heldur mikið tuttugu og tvær! Góð þátttaka lesenda var í að senda inn lausnir á myndagátu og krossgátu sem birtist í Jólablaði Skessuhorns 19. des- ember síðastliðinn. Vel á annað hundr- að lausnir bárust. Dregið var úr réttum innsendum lausnum og fá tveir heppnir þátttakendur í verðlaun bókina: „Flóra Íslands, blómplöntur og byrkning- ar,“ eftir Hörð Kristinsson, Jón Bald- ur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhalls- dóttur. Rétt lausn á myndagátu var: „Alþing- isdónarnir settu mark sitt á 100 ára full- veldis afmæli landsins.“ Níels E Daní- elsson á Akranesi er heppinn vinnings- hafi. Rétt lausn fyrir jólakrossgátuna var: „Ýlir jólamánuður.“ Nafn Elísabetar Svansdóttur í Búðardal kom upp úr hattinum. Skessuhorn óskar þeim til hamingju og þakkar jafnframt öllum sem þátt tóku. mm H Á T Í Ð A R M E R K I F Ö T R E I K U L L A F U R Ð I R K L Ó R N Æ R V A S R I L L A J G L Æ R Á L A S A Ö R F R Ó B I L M A R A L T G Ó L E L J A F N O K A R T U S K Ö L D U R H Ú S A Ö F L U G A Á L A S G Á T A N Á R Á S L A U S N L Ó U N N A T U R N Æ Ð A R T L O G A Á L S K O M I R Ö D D Ö L J U F S Ý L S Ó T S V A R G A R A L D N A H L E M M I N N T Á L O G L U N D U R R L Ó F I A Ð A N A U L O F K A N N R Ú N J A A S A T T R Ú G L Á S A A Ó L A Ó S T É T Ó L F A Æ T T R A U P M A K K L Á S A M U R Á T A Í S K R A R U M R A K A U P S Æ R V I R T T Á L M A R R S Á Ð U R N A R H A A U M Á U M T A Ð D R Ó O R N A R G R Á R L L B U L L L Æ R I R E F A Ð A L L O R Ó L A R A Ð E I N S F R Ó M Ð Ð R A N N G R Ó G Á V L A Á B M U N D L A S E L D Æ L R L L Á N E I G A K L Æ K I R F Á R I S Á N F A T R A L L J Ó L I N Á T Á R A A F L Ý L I R J Ó L A M Á N U Ð U R Lausnir á krossgátu og mynda- gátu í Jólablaði Skessuhorns Níels E Daníelsson átti rétta lausn á myndagátunni og sótti verðlaunin á ritstjórn. Elísabetu verður send bókin. Lausn á jólakrossgátunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.