Skessuhorn


Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.01.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 201912 Þorrablót Skagamanna verður haldið með pompi og prakt laug- ardaginn 26. janúar næstkomandi í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Venju samkvæmt er það Club 71 sem sér um blótið. Að sögn Guð- ráðs Sigurðssonar, eins skipuleggj- anda, verður blótið hið glæsilegasta og búast þeir við um 750 manns. Það er því mikilvægt að hafa hrað- ar hendur að næla sér í miða þegar miðasala opnar á föstudaginn. „Við hlökkum mikið til þessa blóts þar sem verður mikið um dýrðir og margt hæfileikaríkt fólk sem kemur fram. Við í Club 71 hlökkum alltaf sérstaklega til ann- álsins sem okkur þykir vænt um. Þeir árgangar sem hafa séð um þetta hafa lagt mikinn metnað í þessa vinnu,“ segir Guðráður en annállinn er í höndum árgangs ´78 í ár. Veislustjórn verður í höndum Sigrúnar Óskar og Evu Laufeyjar. „Þar fáum við enn og aftur að sjá skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk sem við eigum á Akranesi,“ seg- ir Guðráður. „Að sjálfsögðu verð- ur óvænt atriði sem hefur verið lengi í undirbúningi,“ bætir hann við. Að sögn Guðráðs mun veislu- borðið svigna undan kræsingum frá Gamla Kaupfélaginu, „bæði af þjóðlegum þorramat og einnig öðrum veisluréttum eins og veg- anrétti. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og þeir sem eru að taka veganúar alvarlega hafa enga afsökun og geta skellt sér á þorrablót,“ segir hann. Hreim- ur Örn Heimisson og hljómsveit- in Made in sveitin munu svo halda uppi stuðinu fram á nótt. Íþróttafélögin og BA vinna á blótinu Forsala miða hefst föstudaginn 11. janúar klukkan 9 í Íslandsbanka og má vænta þess að röð verði mynd- uð fyrir utan bankann áður en dyrnar verða opnaðar. „Mikið fjör hefur alltaf myndast í röðinni fyr- ir framan Íslandsbanka löngu áður en miðasala hefst,“ segir Guðráður. Líkt og venja er fyrir munu íþrótta- félög og Björgunarfélag Akraness aðstoða við vinnu á blótinu og fá fyrir það hluta af ágóðanum. „Ekk- ert af þessu væri mögulegt án að- komu þeirra íþróttafélaga sem vinna með okkur og Björgunar- félags Akraness. Gaman hefur ver- ið að sjá þessi félög sem hafa unn- ið með okkur undanfarin ár. Marg- ir koma ár eftir ár til að taka þátt í að setja upp þorrablótið og gera það sem glæsilegast. Það er mikið fjör og kraftur sem myndast. Und- anfarin ár höfum við náð að gefa til baka inn í þessi félög um þrjár milljónir króna á ári í heild. Þessi ár hafa safnast 20,4 milljónir króna sem dreifst hafa til félaganna miðað við vinnuframlag,“ segir Guðráð- ur og bætir því við að þorrablótið er styrkt af Akraneskaupstað, Faxa- flóahöfnum, Gámaþjónustu Vestur- lands, N1, Sjóvá, Íslandsbanka, Tu- borg, Valitor og Vinum hallarinnar. „Án þessa stuðnings væri þetta ekki mögulegt og viljum við koma fram þakklæti til allra.“ arg Þorrablót Skagamanna framundan Svipmynd frá Skagablótinu á síðasta ári þegar Slitnir strengir komu fram. Ljósm. úr safni/glh Ásmundur Kristinn Ásmundsson er nýr aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Hann var skipaður til embættis- ins frá 1. janúar og verður með aðalskrifstofu sína á Akranesi, en starfið felur í sér viðveru um all- an landshlutann. „Um er að ræða nýtt starf í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi. Hér áður fyrr voru þrír yfirlögregluþjónar. Nú er búið að leggja niður tvær stöð- ur og þessi nýja staða aðstoðaryf- irlögregluþjóns kemur í stað fyrra fyrirkomulags,“ segir Ásmundur í samtali við Skessuhorn. „Með tilkomu þessa nýja starfs er embættið sett upp meira eins og það á að vera, það er að segja með lögreglustjóra, yfirlögreglu- þjóni, aðstoðaryfirlögregluþjóni og svo fulltrúa lögreglustjóra,“ segir hann. „Starf aðstoðaryfirlög- regluþjóns felst einkum í stjórnun lögreglu, umsjón með þjálfun, yf- irumsjón með búnaði embættisins og ýmsu fleiru í þeim dúr,“ segir Ásmundur. „Fyrstu verkefni mín hafa eftir sem áður verið að fara um embættið og kynnast fólkinu. Hjá Lögreglunni á Vesturlandi eru um 50 starfsmenn í það heila. Ég er búinn að fara um Snæfellsnesið, þar hitti ég marga sem ég þekki í gegnum ýmsa þjálfun sem ég hef sinnt hjá Lögregluskólanum. Það er alltaf skemmtilegt að endurnýja kynni við gamla félaga og kynnast nýju fólki og fá smá endurmennt- un sjálfur,“ segir hann. Ásmundur er enginn nýgræð- ingur þegar kemur að löggæslu, hefur starfað innan lögreglunn- ar undanfarin 32 ár. „Ég byrjaði í Lögreglunni í Reykjavík 1986 og hef síðustu 26 ár verið í sérsveit- inni. Nú síðast var ég næstráðandi Víkingasveitarinnar sem heitir,“ segir hann. „Þannig að í raun hef ég alla mína starfstíð verið á höf- uðborgarsvæðinu. Núna stefni ég á að flytja á Akranes ásamt eigin- konu minni og við stefnum á að kaupa þar hús á þessu ári,“ bætir hann við. „Nýtt starf felur auðvi- tað í sér mikla breytingu fyrir mig en það verður spennandi að tak- ast á við það. Ég er búinn að vera lengi í sérsveitinni og hef gengið í gegnum allt sem hægt er að ganga í gegnum þar. Að koma á Vestur- land er ný áskorun og ég er fullur bjartsýni. Lögregluliðið á Vestur- landi er gott og alltaf hefur verið talað vel um það embætti innan lögreglunnar. Ég er mjög spennt- ur að vera kominn í nýtt starf og að mæta nýjum áskorunum sem því fylgja,“ segir Ásmundur Krist- inn Ásmundsson að endingu. kgk Aðstoðaryfirlögregluþjónn tekinn til starfa Ný staða innan Lögreglunnar á Vesturlandi Ásmundur Kristinn Ásmundsson gegnir nýju starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Ljósm. jsó. Nýverið tók Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar í notkun nýtt merki. Hið nýja er töluvert einfaldara í gerð og stílhreinna en það eldra. mm Nýtt merki slökkviliðs Á Vesturlandi var 30 samningum þinglýst í desember. Þar af voru þrett- án samningar um eignir í fjölbýli, níu samningar um eignir í sérbýli og átta samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 761 milljón króna og meðalupphæð á samning 25,4 milljónir króna. Af þessum 30 voru 16 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru ellefu samningar um eign- ir í fjölbýli, þrír samningar um eignir í sérbýli og tveir samningar um ann- ars konar eignir. Heildarveltan var 480 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30 milljónir króna. mm/ Ljósm. úr safni Þrjátíu samningar um fasteignakaup í desember

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.